Tvær fimmtán ára stúlkur fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2017 13:18 Myndin er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi Tvær fimmtán ára stúlkur voru fluttar á Landspítalann á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir að hafa fundist meðvitundarlausar á tröppum í miðborginni. Voru þær lagðar inn á gjörgæsludeild en grunur leikur á að þær hafi tekið fíkniefnið MDMA. Mbl.is greinir frá. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir aðra stúlkuna vera að koma til. Hin sé í öndunarvél á gjörgæslu. Rannsókn á málinu sé að hefjast.Vinsælt meðal ungs fólks Neysla MDMA meðal ungmenna hefur verið töluverð undanfarin ár. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að neysla þessi hefði aukist eftir hrun. „Það datt alveg botninn úr neyslunni í hruninu en það hefur smá saman verið að sækja í sig veðrið neyslan á þessum efnum síðastliðin þrjú ár,“ segir Þórarinn. Á sama tíma hafi neysla á kókaíni og amfetamíni ekki aukist. Þá segir hann ungt fólk aðallega nota efnið. „Þetta efni er oft notað í sambandi við skemmtanir hjá ungu fólki og það blandast svolítið kannabisneyslunni líka. Þetta er talsverð eftirspurn eftir þessu í sambandi við skemmtanalífið hjá ungu fólki.“Fimm ung fallið frá Dæmi eru um að ungir Íslendingar hafa látist úr neyslu MDMA. Árið 2014 kom fram í frétt Stöðvar 2 að dauðsföll fimm ungmenna mætti rekja til neyslu fíkniefnisins. Vakti dauðsfall Evu Maríu Þorvarðardóttur árið 2013 óhug en fjallað var um málið í fréttaskýringaþættinum Brestum árið 2014 og rætt við foreldra hennar. Athygli vakti að Eva María var í gleðskap þegar hún féll frá. Enginn úr veislunni hefur haft samband við foreldra Evu Maríu til að upplýsa þau um hvað gekk á í gleðskapnum.Í Fréttablaðinu í september var fjallað um fíkniefnaneyslu hér á landi. Þar kom fram að neysla MDMA hefði verið áberandi mikil mánuðinn á undan.Uppfært klukkan 14:40Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir í samtali við Vísi að stúlkurnar séu báðar komnar til meðvitundar. Litlu hafi mátt muna í gærkvöldi. Tengdar fréttir Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Tvær fimmtán ára stúlkur voru fluttar á Landspítalann á áttunda tímanum í gærkvöldi eftir að hafa fundist meðvitundarlausar á tröppum í miðborginni. Voru þær lagðar inn á gjörgæsludeild en grunur leikur á að þær hafi tekið fíkniefnið MDMA. Mbl.is greinir frá. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir aðra stúlkuna vera að koma til. Hin sé í öndunarvél á gjörgæslu. Rannsókn á málinu sé að hefjast.Vinsælt meðal ungs fólks Neysla MDMA meðal ungmenna hefur verið töluverð undanfarin ár. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, sagði í samtali við fréttastofu fyrir tveimur árum að neysla þessi hefði aukist eftir hrun. „Það datt alveg botninn úr neyslunni í hruninu en það hefur smá saman verið að sækja í sig veðrið neyslan á þessum efnum síðastliðin þrjú ár,“ segir Þórarinn. Á sama tíma hafi neysla á kókaíni og amfetamíni ekki aukist. Þá segir hann ungt fólk aðallega nota efnið. „Þetta efni er oft notað í sambandi við skemmtanir hjá ungu fólki og það blandast svolítið kannabisneyslunni líka. Þetta er talsverð eftirspurn eftir þessu í sambandi við skemmtanalífið hjá ungu fólki.“Fimm ung fallið frá Dæmi eru um að ungir Íslendingar hafa látist úr neyslu MDMA. Árið 2014 kom fram í frétt Stöðvar 2 að dauðsföll fimm ungmenna mætti rekja til neyslu fíkniefnisins. Vakti dauðsfall Evu Maríu Þorvarðardóttur árið 2013 óhug en fjallað var um málið í fréttaskýringaþættinum Brestum árið 2014 og rætt við foreldra hennar. Athygli vakti að Eva María var í gleðskap þegar hún féll frá. Enginn úr veislunni hefur haft samband við foreldra Evu Maríu til að upplýsa þau um hvað gekk á í gleðskapnum.Í Fréttablaðinu í september var fjallað um fíkniefnaneyslu hér á landi. Þar kom fram að neysla MDMA hefði verið áberandi mikil mánuðinn á undan.Uppfært klukkan 14:40Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi segir í samtali við Vísi að stúlkurnar séu báðar komnar til meðvitundar. Litlu hafi mátt muna í gærkvöldi.
Tengdar fréttir Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Stúlkunum bjargað á síðustu stundu Stúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi eru báðar komnar til meðvitundar. 24. nóvember 2017 14:22