Innlent

Kókaín og gras áfram vinsælt

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gras er eitt algengasta fíkniefnið. Það er unnið úr kannabisplöntum.
Gras er eitt algengasta fíkniefnið. Það er unnið úr kannabisplöntum. Nordicphotos/AFP
Mest er verslað með gras, amfetamín og kókaín á ólöglegum fíkniefnamarkaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SÁÁ um mánaðarlega könnun á verðlagi á slíkum efnum sem gerð var á innrituðum sjúklingum á Vogi.

Einnig kemur fram að óvenju mikið hafi verið höndlað með MDMA-duft eða kristalla í síðasta mánuði og að verðið á því virðist hið sama og á kókaíni.

Fáir svarendur sögðust hafa keypt fíkniefnið Spice, aðeins tveir, og átta höfðu notað kannabisefni í rafrettur.

Samkvæmt könnuninni helst verð á algengustu efnum nokkuð stöðugt. Kostar grammið af grasi til að mynda 2.820 krónur að meðaltali samanborið við 2.890 í júlí og grammið af kókaíni 16.430 samanborið við 15.910 krónur í júlí. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×