Söfnuðu milljónum fyrir góðhjartaðan heimilislausan mann Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2017 16:42 Kate McClure og Johnny Bobbitt. Kate McClure var að keyra eftir hraðbraut í New Jersy þegar hún varð eldsneytislaus í síðasta mánuði. Hún var hrædd og stressuð þegar hún gekk eftir veginum að kvöldi til að næstu bensínstöð. Áður en langt um leið hitti hún heimilislausan mann sem sagði henni að fara aftur í bílinn sinn og læsa honum. Skömmu seinna kom hann aftur og var með bensínbrúsa. Johnny Bobbitt hafði þá eytt síðasta peningnum sínum til að kaupa bensín fyrir McClure. Bobbitt bað ekki um neitt í staðinn. Á næstu vikum stoppaði McClure nokkrum sinnum hjá Bobbitt. Hún endurgreiddi honum fyrir eldsneytið og gaf honum hlý föt og peninga. Hún vildi þó alltaf gera meira fyrir hann. Nú hefur McClure og kærasti hennar Mark D‘Amico safnað rúmlega 300 þúsund dölum fyrir Bobbitt. Það samsvarar rúmlega 31 milljón króna. Þau McClure og D‘Amico gripu til þess ráðs að efna til hópfjáröflunar þar sem þau sögðu frá umræddu kvöldi þegar hún varð eldsneytislaus og samskiptum sínum við Bobbitt. Markmið þeirra var að safna fyrir innborgun á íbúð og ódýrum og traustum bíl fyrir Bobbitt.Sagan fór þó eins og eldur í sinum um internetið og hafa fjölmiðlar ytra fjallað um málið einnig. Nú hafa tæplega ellefu þúsund manns gefið til söfnunarinnar og þegar þetta er skrifað hefur 307.561 dalur safnast. D‘Amico sagði í samtali við CNN að hann hefði aldrei átt von á að svo mikið myndi safnast. Hann segist ekki geta útskýrt hvernig þetta hafi gerst.Bobbitt er nú kominn á hótel og með tölvu og er hann að átta sig á því hvað hann vill gera við alla peningana. D‘Amico sagði CNN að Bobbitt hefði hug á því að gefa hluta þeirra til nokkurra staða eins og athvarfa sem hann hefur getað treyst á í heimilisleysi sínu. Hann vildi þakka fyrir sig með því að hjálpa öðrum. „Hann dreymir ekki um kampavín og kavíar.“Hér má sjá myndband þar sem parið tilkynnti Bobbitt að söfnunin væri komin í 769 dali fyrr í mánuðinum. #fresh pic.twitter.com/lRRmxfYl2Z— Kate McClure (@getjohnnyahome) November 24, 2017 Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Kate McClure var að keyra eftir hraðbraut í New Jersy þegar hún varð eldsneytislaus í síðasta mánuði. Hún var hrædd og stressuð þegar hún gekk eftir veginum að kvöldi til að næstu bensínstöð. Áður en langt um leið hitti hún heimilislausan mann sem sagði henni að fara aftur í bílinn sinn og læsa honum. Skömmu seinna kom hann aftur og var með bensínbrúsa. Johnny Bobbitt hafði þá eytt síðasta peningnum sínum til að kaupa bensín fyrir McClure. Bobbitt bað ekki um neitt í staðinn. Á næstu vikum stoppaði McClure nokkrum sinnum hjá Bobbitt. Hún endurgreiddi honum fyrir eldsneytið og gaf honum hlý föt og peninga. Hún vildi þó alltaf gera meira fyrir hann. Nú hefur McClure og kærasti hennar Mark D‘Amico safnað rúmlega 300 þúsund dölum fyrir Bobbitt. Það samsvarar rúmlega 31 milljón króna. Þau McClure og D‘Amico gripu til þess ráðs að efna til hópfjáröflunar þar sem þau sögðu frá umræddu kvöldi þegar hún varð eldsneytislaus og samskiptum sínum við Bobbitt. Markmið þeirra var að safna fyrir innborgun á íbúð og ódýrum og traustum bíl fyrir Bobbitt.Sagan fór þó eins og eldur í sinum um internetið og hafa fjölmiðlar ytra fjallað um málið einnig. Nú hafa tæplega ellefu þúsund manns gefið til söfnunarinnar og þegar þetta er skrifað hefur 307.561 dalur safnast. D‘Amico sagði í samtali við CNN að hann hefði aldrei átt von á að svo mikið myndi safnast. Hann segist ekki geta útskýrt hvernig þetta hafi gerst.Bobbitt er nú kominn á hótel og með tölvu og er hann að átta sig á því hvað hann vill gera við alla peningana. D‘Amico sagði CNN að Bobbitt hefði hug á því að gefa hluta þeirra til nokkurra staða eins og athvarfa sem hann hefur getað treyst á í heimilisleysi sínu. Hann vildi þakka fyrir sig með því að hjálpa öðrum. „Hann dreymir ekki um kampavín og kavíar.“Hér má sjá myndband þar sem parið tilkynnti Bobbitt að söfnunin væri komin í 769 dali fyrr í mánuðinum. #fresh pic.twitter.com/lRRmxfYl2Z— Kate McClure (@getjohnnyahome) November 24, 2017
Bandaríkin Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira