Segja þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá vera ógilda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Recep Tayyip Erdogan heilsar fólki eftir að hafa beðið við Eyup Sultan moskuna í Istanbul í gær. Hann fær aukin völd samkvæmt niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um helgina. Vísir/EPA Brögðum var beitt í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Tyrklandi um helgina. Andstæðingum voru skorður settar og stjórnvöld misnotuðu þá aðstöðu sem þau höfðu innan stjórnsýslunnar. Þetta segja eftirlitsaðilar með kosningunum. Tillaga Erdogans forseta um aukin völd forsetans voru samþykktar með 51,4 prósent atkvæða. Breytingarnar fela í raun í sér afnám þingræðis í Tyrklandi. Fjárlög Tyrklands verða á forræði forsetans, hann mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Formaður yfirkjörstjórnar í landinu, Sadi Guven, segir aftur á móti að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt og utanríkisráðuneyti Tyrklands telur að athugasemdir eftirlitsaðila séu ekki settar fram af hlutleysi. Erdogan forseti segir að málstaður hans hafi unnið sigur þrátt fyrir árásir Krossfara úr vestri. „Við göngum sterkari til kosninganna 2019,“ segir hann. Erdogan bætti því þó við að það væri mikið verk fyrir höndum. „Við erum öll meðvituð um þetta. Af því að við vorum í baráttu gegn öllum. „Krossfararnir úr vestri og þjónar þeirra réðust á okkur. En við gáfumst ekki upp. Við stóðum í fæturna sem þjóð,“ sagði Erdogan. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðarflokkurinn (CHP), hefur krafist endurtalningar á 60 prósentum greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Varaformaður flokksins segir að hundsa eigi niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar i heild sinni. Þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir sagði Erdogan að Tyrkir gætu núna haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka ætti upp dauðarefsingu á nýjan leik. Sú ákvörðun myndi binda enda á aðildarviðræður Tyrkja við Evrópusambandið. Ljóst er að tyrkneska þjóðin er algjörlega klofin í afstöðu sinni til breytinganna. Meirihluti Tyrkja í stórborgum landsins, Istanbul, Ankara og Izmir höfnuðu tillögum Erdogans. Helstu stuðningsmenn breytinganna eru aftur á móti íbúar héraða í miðhluta Tyrklands og íbúar við Svartahafið auk Tyrkja sem búa annarsstaðar í Evrópu. Eftir að niðurstöður voru kunngjörðar flykktust stuðningsmenn breytinganna út á götur með fána og flautur og létu í sér heyra. Andstæðingar breytinganna létu líka heyra í sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53 Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55 Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44 Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Brögðum var beitt í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar í Tyrklandi um helgina. Andstæðingum voru skorður settar og stjórnvöld misnotuðu þá aðstöðu sem þau höfðu innan stjórnsýslunnar. Þetta segja eftirlitsaðilar með kosningunum. Tillaga Erdogans forseta um aukin völd forsetans voru samþykktar með 51,4 prósent atkvæða. Breytingarnar fela í raun í sér afnám þingræðis í Tyrklandi. Fjárlög Tyrklands verða á forræði forsetans, hann mun geta skipað og veitt ráðherrum lausn frá embætti og mun geta tilnefnt saksóknara og dómara við tyrkneska dómstóla. Formaður yfirkjörstjórnar í landinu, Sadi Guven, segir aftur á móti að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt og utanríkisráðuneyti Tyrklands telur að athugasemdir eftirlitsaðila séu ekki settar fram af hlutleysi. Erdogan forseti segir að málstaður hans hafi unnið sigur þrátt fyrir árásir Krossfara úr vestri. „Við göngum sterkari til kosninganna 2019,“ segir hann. Erdogan bætti því þó við að það væri mikið verk fyrir höndum. „Við erum öll meðvituð um þetta. Af því að við vorum í baráttu gegn öllum. „Krossfararnir úr vestri og þjónar þeirra réðust á okkur. En við gáfumst ekki upp. Við stóðum í fæturna sem þjóð,“ sagði Erdogan. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Þjóðarflokkurinn (CHP), hefur krafist endurtalningar á 60 prósentum greiddra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Varaformaður flokksins segir að hundsa eigi niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar i heild sinni. Þegar niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar lágu fyrir sagði Erdogan að Tyrkir gætu núna haldið þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort taka ætti upp dauðarefsingu á nýjan leik. Sú ákvörðun myndi binda enda á aðildarviðræður Tyrkja við Evrópusambandið. Ljóst er að tyrkneska þjóðin er algjörlega klofin í afstöðu sinni til breytinganna. Meirihluti Tyrkja í stórborgum landsins, Istanbul, Ankara og Izmir höfnuðu tillögum Erdogans. Helstu stuðningsmenn breytinganna eru aftur á móti íbúar héraða í miðhluta Tyrklands og íbúar við Svartahafið auk Tyrkja sem búa annarsstaðar í Evrópu. Eftir að niðurstöður voru kunngjörðar flykktust stuðningsmenn breytinganna út á götur með fána og flautur og létu í sér heyra. Andstæðingar breytinganna létu líka heyra í sér. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53 Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55 Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44 Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04 „Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Mikilvægt að skapa víðtæka sátt um stjórnarskrárbreytingarnar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að yfirvöld í Tyrklandi þurfi að sækjast eftir víðtækri sátt um fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 23:53
Erdoğan um niðurstöðuna: Söguleg stund fyrir Tyrki Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, hefur lýst yfir sigri í þjóðaratkvæðagreiðslu um breytingar á stjórnarskrá landsins. 16. apríl 2017 20:55
Segja kosninguna vera lögmæta Sadi Guven, yfirmaður kjörnefndar í Tyrklandi, sem hafði umsjón með þjóðaratkvæðagreiðslunni þar í landi í gær, segir að niðurstaða kosningarinnar sé lögmæt. 17. apríl 2017 08:44
Tæpur meirihluti Tyrkja samþykkti að auka völd forsetans Dregið verður úr völdum þingsins og völd forsetaembættisins aukin, eftir að tæpur meirihluta Tyrkja samþykkti tillögu þess efnis í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. 16. apríl 2017 17:04
„Sorgardagur“ í sögu Tyrklands Tyrkir kusu um víðtækar breytingar á stjórnarskrá landsins í þjóðaratkvæðagreiðslu í dag. Nái breytingarnar fram að ganga verður lýðræði í reynd afnumið í núverandi mynd í Tyrklandi og tekið verður upp forsetaræði. 16. apríl 2017 18:37