Mikil spenna í undirheimunum: Sjö vopnuð rán á einum mánuði á höfuðborgarsvæðinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. apríl 2017 19:03 Sjö vopnuð rán hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir fjölgun hafa orðið í þessum málum að undanförnu. Það var rétt eftir opnun í morgun sem karlmaður vopnaður exi kom inn í apótek Garðabæjar og framdi vopnað rán. Á meðan á því stóð fóru starfsmenn og viðskiptavinir út úr apótekinu og inn í verslun Hagkaupa og óskuðu aðstoðar lögreglu. Eftir það þegar þau komu út var maðurinn kominn út úr apótekinu, settist inn í rauða Yaris bifreið og ók af stað. Frá vettvangi ók hinn grunaði í Sjálandshverfið í Garðabæ eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á Hafnarfjarðarvegi. Lögregla fann bílinn og hóf eftirför á Vífilstaðavegi en þaðan hélt ferðin áfram inn á Álftanesveg og áfram þaðan niður á Herjólfsgötu. Á þessum tímapunkti voru fleiri lögreglubílar sem tóku þátt í eftirförinni. Þegar hinn grunaði nálgaðist Vesturgötu var búið að gefa lögreglumönnum heimild til þess að aka utan í bifreiðina og reyna stöðva för hennar en það tókst ekki í fyrstu tilraun. Eftirförin hélt áfram um Hjallabraut en þegar komið var að Reykjavíkurvegi ók lögreglan aftur utan í bifreiðina og stöðvaði för hennar. Þar var hinn grunaði handtekinn og færður í fangageymslur. Fjölmargir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni en hinn grunaði skapaði mikla almannahættu enda umferð mikil á þessum tíma og segir lögreglan með ólíkindum að ekki hafi orðið alvarleg slys. Hinn grunaði ók utan í tvær bifreiðar á leið sinni. Líklegt þykir að krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum vegna þeirrar hættu sem hann skapaði í morgun. Í ráninu náði hann að hafa með sér eitthvert magn lyfja. Apótekinu var lokað eftir ránið og fékk starfsfólkið áfallahjálp frá starfsfólki Rauða krossins á meðan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang. Starfsfólki var mjög brugðið enda ógnaði maðurinn þeim með öxinni. Þetta er sjöunda ránið sem framið er á höfuðborgarsvæðinu á rétt rúmum mánuði þar sem gerendur eru vopnaðir. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þessu málum hafi fjölgað að undanförnu. „Þetta er meira en við höfum séð núna upp á síðkastið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir á lögreglan skoði viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu og hann segir spennu vera í undirheimunum. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og má alveg búast við að það sé verið að ýta á eftir, ja menn að kalla eftir að menn borgi sínar skuldir og þess háttar,“ segir Margeir. Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira
Sjö vopnuð rán hafa verið framin á höfuðborgarsvæðinu á einum mánuði. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir fjölgun hafa orðið í þessum málum að undanförnu. Það var rétt eftir opnun í morgun sem karlmaður vopnaður exi kom inn í apótek Garðabæjar og framdi vopnað rán. Á meðan á því stóð fóru starfsmenn og viðskiptavinir út úr apótekinu og inn í verslun Hagkaupa og óskuðu aðstoðar lögreglu. Eftir það þegar þau komu út var maðurinn kominn út úr apótekinu, settist inn í rauða Yaris bifreið og ók af stað. Frá vettvangi ók hinn grunaði í Sjálandshverfið í Garðabæ eftir að hafa ekið gegn rauðu ljósi á Hafnarfjarðarvegi. Lögregla fann bílinn og hóf eftirför á Vífilstaðavegi en þaðan hélt ferðin áfram inn á Álftanesveg og áfram þaðan niður á Herjólfsgötu. Á þessum tímapunkti voru fleiri lögreglubílar sem tóku þátt í eftirförinni. Þegar hinn grunaði nálgaðist Vesturgötu var búið að gefa lögreglumönnum heimild til þess að aka utan í bifreiðina og reyna stöðva för hennar en það tókst ekki í fyrstu tilraun. Eftirförin hélt áfram um Hjallabraut en þegar komið var að Reykjavíkurvegi ók lögreglan aftur utan í bifreiðina og stöðvaði för hennar. Þar var hinn grunaði handtekinn og færður í fangageymslur. Fjölmargir lögreglubílar tóku þátt í eftirförinni en hinn grunaði skapaði mikla almannahættu enda umferð mikil á þessum tíma og segir lögreglan með ólíkindum að ekki hafi orðið alvarleg slys. Hinn grunaði ók utan í tvær bifreiðar á leið sinni. Líklegt þykir að krafist verður gæsluvarðhalds yfir manninum vegna þeirrar hættu sem hann skapaði í morgun. Í ráninu náði hann að hafa með sér eitthvert magn lyfja. Apótekinu var lokað eftir ránið og fékk starfsfólkið áfallahjálp frá starfsfólki Rauða krossins á meðan Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði vettvang. Starfsfólki var mjög brugðið enda ógnaði maðurinn þeim með öxinni. Þetta er sjöunda ránið sem framið er á höfuðborgarsvæðinu á rétt rúmum mánuði þar sem gerendur eru vopnaðir. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að þessu málum hafi fjölgað að undanförnu. „Þetta er meira en við höfum séð núna upp á síðkastið,“ segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Margeir segir á lögreglan skoði viðbrögð og aðgerðir til að stemma stigum við þessari aukningu og hann segir spennu vera í undirheimunum. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og má alveg búast við að það sé verið að ýta á eftir, ja menn að kalla eftir að menn borgi sínar skuldir og þess háttar,“ segir Margeir.
Rán í Apóteki Garðabæjar Tengdar fréttir Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32 Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01 Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Sjá meira
Ók utan í aðra bíla á flóttanum Lögregla stöðvaði ræningjann með því að aka utan í bíl hans. 18. apríl 2017 10:32
Vopnaður öxi reyndi að ræna apótek í Garðabæ Einn handtekinn eftir eftirför lögreglu. 18. apríl 2017 10:01
Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40
Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Fjórir voru handteknir í tengslum við vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ í gær. Grunur leikur á að skotvopn hafi verið dregin fram. Lögregla vopnaðist og naut aðstoðar sérsveitarinnar. 18. apríl 2017 07:00
Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21
Vopnað rán í Kauptúni: Frestuðu yfirheyrslum þar sem hinir grunuðu voru undir áhrifum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu náði aðeins að yfirheyra einn af mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að vopnuðu ráni í Kauptúni í Garðabæ síðdegis í gær þar sem þeir voru allir undir áhrifum og þar af leiðandi ekki í ástandi til þess að sæta yfirheyrslum. 18. apríl 2017 10:02
Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11