Löggan nær daglegur gestur í íbúðinni: „Maður er alveg að gefast upp á þessu“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. apríl 2017 07:00 Mennirnir eru taldir hafa hótað öðrum manni með skotvopni áður en þeir rændu hann, en ekki hafa fengist upplýsingar um hvað þeir tóku. Manninn sakaði ekki að sögn lögreglu. Vísir/Eyþór Fjórir menn voru handteknir í íbúð á Laugarnesvegi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Garðabæ á bílastæði í Kauptúni fyrr um daginn. Í íbúðinni fundust fíkniefni sem og skotvopn. Íbúar í húsinu segjast hafa látið lögreglu ítrekað vita af því sem fram fór í íbúðinni. Lögreglunni barst tilkynning um ránið á þriðja tímanum í gær. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. „Lögreglan hefur verið hér talsvert undanfarna daga. Þeir mættu kringum fréttatímann sírenulausir á nokkrum bílum og fóru þarna inn,“ segir Jón Hermannsson, íbúi í húsinu gegnt húsinu þar sem hinir handteknu héldu til. Bergþór Óttar Bergþórsson býr í húsinu þar sem handatakan átti sér stað. Dyrabjalla hans hringdi, hann leit fram og þar stóðu sérsveitarmenn gráir fyrir járnum. Skömmu síðar lék allt húsið á reiðiskjálfi að sögn Bergþórs. „Það hefur verið viðvarandi ónæði vegna þessa síðan í september,“ segir Bergþór. „Stundum hefur lögreglan komið hingað nær daglega og stundum oft á dag út af hávaða og alls konar veseni.“ Að sögn Bergþórs eru íbúar í húsinu orðnir langþreyttir á hávaðanum, ónæðinu og óþverranum sem fylgir líferni hinna handteknu og vina þeirra. Lítið sé hins vegar hægt að gera þar sem þeir búi í íbúðinni með leyfi eiganda hennar. „Lögreglan hefur oft komið hingað en á endanum þurft frá að hverfa eftir að hafa verið kjöftuð í kaf af þeim sem þarna eru. Þetta er ákveðinn kjarni, á að giska tíu manns, sem heldur þarna til og það er talsvert um það að fólk komi í íbúðina á öllum tímum sólarhrings. Maður er alveg að gefast upp á þessu.“ Rannsókn málsins er í fullum gangi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Fjórir menn voru handteknir í íbúð á Laugarnesvegi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi í tengslum við rannsókn á vopnuðu ráni í Garðabæ á bílastæði í Kauptúni fyrr um daginn. Í íbúðinni fundust fíkniefni sem og skotvopn. Íbúar í húsinu segjast hafa látið lögreglu ítrekað vita af því sem fram fór í íbúðinni. Lögreglunni barst tilkynning um ránið á þriðja tímanum í gær. Lögreglan, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, brást skjótt við og meðal annars vopnaðist hluti lögregluliðsins vegna þessa. „Lögreglan hefur verið hér talsvert undanfarna daga. Þeir mættu kringum fréttatímann sírenulausir á nokkrum bílum og fóru þarna inn,“ segir Jón Hermannsson, íbúi í húsinu gegnt húsinu þar sem hinir handteknu héldu til. Bergþór Óttar Bergþórsson býr í húsinu þar sem handatakan átti sér stað. Dyrabjalla hans hringdi, hann leit fram og þar stóðu sérsveitarmenn gráir fyrir járnum. Skömmu síðar lék allt húsið á reiðiskjálfi að sögn Bergþórs. „Það hefur verið viðvarandi ónæði vegna þessa síðan í september,“ segir Bergþór. „Stundum hefur lögreglan komið hingað nær daglega og stundum oft á dag út af hávaða og alls konar veseni.“ Að sögn Bergþórs eru íbúar í húsinu orðnir langþreyttir á hávaðanum, ónæðinu og óþverranum sem fylgir líferni hinna handteknu og vina þeirra. Lítið sé hins vegar hægt að gera þar sem þeir búi í íbúðinni með leyfi eiganda hennar. „Lögreglan hefur oft komið hingað en á endanum þurft frá að hverfa eftir að hafa verið kjöftuð í kaf af þeim sem þarna eru. Þetta er ákveðinn kjarni, á að giska tíu manns, sem heldur þarna til og það er talsvert um það að fólk komi í íbúðina á öllum tímum sólarhrings. Maður er alveg að gefast upp á þessu.“ Rannsókn málsins er í fullum gangi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40 Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21 Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Talinn hafa hótað manninum með byssu Lögreglan og sérsveit ríkislögreglustjóra leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í Kauptúni í Garðabæ síðdegis. 17. apríl 2017 17:40
Fjórir menn handteknir í tengslum við ránið í Kauptúni Þeir voru handteknir í íbúð á höfuðborgarsvæðinu laust fyrir klukkan 19 í kvöld en þar fundust bæði fíkniefni og skotvopn. 17. apríl 2017 19:21
Lögreglan leitar manns sem framdi vopnað rán í Kauptúni Lögreglan leitar nú manns sem framdi vopnað rán við Ikea í Kauptúni. 17. apríl 2017 17:11