Klúður á Alþingi lamar endurupptökunefnd Snærós Sindradóttir skrifar 27. júní 2017 06:00 Björn L. Bergsson formaður endurupptökunefndar. vísir/gva Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman á ný um miðjan september næstkomandi. Skipan nefndarmanns í endurupptökunefnd rann út 16. maí síðastliðinn en Alþingi gleymdi að skipa nýjan nefndarmann í stað hans fyrir þingrof. „Það gerist ekkert fyrr en Alþingi finnur út úr þessu. Ég veit ekki alveg hvar svartipétur liggur en það er alveg ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar. Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis samþykkti Alþingi hins vegar tilnefningu Hauks Arnar Birgissonar í nefndina og er hann skráður nefndarmaður á heimasíðu Alþingis. Það er hins vegar misskilningur. Endurupptökunefnd bað Alþingi um að samþykkja tímabundna skipan Hauks Arnar í nefndina, fyrst í janúar og síðar í mars, til að bregðast við vanhæfi Ásgerðar Ragnarsdóttur í þremur málum sem fyrir endurupptökunefnd komu. Alþingi tók þá beiðni nefndarinnar hins vegar ekki fyrir fyrr en á lokadegi þings. Í tillögunni kemur þó skýrt fram að Haukur sé skipaður tímabundið í stað Ásgerðar en sú samþykkt gengur þvert á þá staðreynd að tími Ásgerðar í nefndinni var liðinn og því ekki hægt að skipa í stað hennar. Aldrei stóð til að Haukur yrði fullgildur nefndarmaður. Björn segir ekki ljóst hver hefði átt að passa upp á nýja skipan í nefndina en Alþingi tilnefnir einn nefndarmann af þremur í nefndina og dómsmálaráðuneytið skipar hina. Ekki fengust skýr svör frá Alþingi og ráðuneytinu við vinnslu fréttarinnar um hvar ábyrgðin liggur. „Við erum búin að koma því á framfæri við ráðuneytið að við þessar aðstæður er nefndin ekki fullmönnuð og því beint til ráðuneytisins að hlutast til um að Alþingi kjósi nefndarmann við fyrsta tækifæri,“ segir Björn. Samkvæmt vef Alþingis kemur þing saman aftur 12. september. Endurupptökunefnd hefur hins vegar verið óstarfhæf frá 16. maí og allt stefnir því í að hún afgreiði engin mál í fjóra mánuði. Björn segir að nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu hjá nefndinni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Endurupptökunefnd er óstarfhæf þar til Alþingi kemur saman á ný um miðjan september næstkomandi. Skipan nefndarmanns í endurupptökunefnd rann út 16. maí síðastliðinn en Alþingi gleymdi að skipa nýjan nefndarmann í stað hans fyrir þingrof. „Það gerist ekkert fyrr en Alþingi finnur út úr þessu. Ég veit ekki alveg hvar svartipétur liggur en það er alveg ljóst að þetta gleymdist,“ segir Björn L. Bergsson, formaður endurupptökunefndar. Eftir miðnætti á lokadegi Alþingis samþykkti Alþingi hins vegar tilnefningu Hauks Arnar Birgissonar í nefndina og er hann skráður nefndarmaður á heimasíðu Alþingis. Það er hins vegar misskilningur. Endurupptökunefnd bað Alþingi um að samþykkja tímabundna skipan Hauks Arnar í nefndina, fyrst í janúar og síðar í mars, til að bregðast við vanhæfi Ásgerðar Ragnarsdóttur í þremur málum sem fyrir endurupptökunefnd komu. Alþingi tók þá beiðni nefndarinnar hins vegar ekki fyrir fyrr en á lokadegi þings. Í tillögunni kemur þó skýrt fram að Haukur sé skipaður tímabundið í stað Ásgerðar en sú samþykkt gengur þvert á þá staðreynd að tími Ásgerðar í nefndinni var liðinn og því ekki hægt að skipa í stað hennar. Aldrei stóð til að Haukur yrði fullgildur nefndarmaður. Björn segir ekki ljóst hver hefði átt að passa upp á nýja skipan í nefndina en Alþingi tilnefnir einn nefndarmann af þremur í nefndina og dómsmálaráðuneytið skipar hina. Ekki fengust skýr svör frá Alþingi og ráðuneytinu við vinnslu fréttarinnar um hvar ábyrgðin liggur. „Við erum búin að koma því á framfæri við ráðuneytið að við þessar aðstæður er nefndin ekki fullmönnuð og því beint til ráðuneytisins að hlutast til um að Alþingi kjósi nefndarmann við fyrsta tækifæri,“ segir Björn. Samkvæmt vef Alþingis kemur þing saman aftur 12. september. Endurupptökunefnd hefur hins vegar verið óstarfhæf frá 16. maí og allt stefnir því í að hún afgreiði engin mál í fjóra mánuði. Björn segir að nú þegar bíði um tíu mál afgreiðslu hjá nefndinni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira