Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Kenískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um stöðu mála í Simbabve. Í Simbabve hefur hins vegar minna verið fjallað um stöðuna sem upp er komin. Ríkisblaðið Herald sagði frá því að herinn hefði alls ekki tekið völdin. Nordicphotos/AFP Robert Mugabe, forseti Simbabve, gæti haldið forsetaembættinu, að minnsta kosti að nafninu til, fram að landsþingi ríkisstjórnarflokksins Zanu-PF í desember. Á landsþinginu gæti flokkurinn svo ákveðið að skipta Mugabe út fyrir fyrrverandi varaforseta, Emmerson Mnangagwa. Þetta sagði Nick Mangwana, erindreki Zanu-PF í Bretlandi, við BBC í gær. Mugabe er nú í stofufangelsi í höfuðborginni Harare eftir að simbabveski herinn tók völdin þar í landi fyrr í vikunni. Viðræður um framtíð forsetans hófust í gær og reyndi kaþólski presturinn, og vinur Mugabe, Fidelis Mukonori, að miðla málum á milli Mugabe og herforingja. Einnig voru þeir Nosiviwe Maphisa-Nqakula, varnarmálaráðherra Suður-Afríku, og Bongani Bongo, ráðherra öryggismála hjá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku, sendir til Harare til að taka þátt í viðræðum. Voru þeir þar á vegum Samvinnustofnunar ríkja í sunnanverðri Afríku (SADC) sem Suður-Afríkuforsetinn Jacob Zuma leiðir um þessar mundir. Samkvæmt BBC var einna helst ágreiningur um hvaða hlutverki Mnangagwa muni nú gegna sem og hvernig best væri að tryggja öryggi Mugabe-fjölskyldunnar. Þá hefur BBC eftir heimildum að Mugabe vilji alls ekki segja af sér eins og herinn fer fram á. Er hann sagður halda því fram að hann sé réttmætur forseti Afríkuríkisins. Samkvæmt heimildum Reuters heldur Grace Mugabe forsetafrú sig nú á heimili þeirra hjóna ásamt stuðningsmönnum sínum. SADC hefur aldrei stutt valdaránsstjórnir til þessa. Pumza Fihlandi, blaðamaður BBC í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, sagði í gær að stuðningur við herinn myndi setja hættulegt fordæmi. Alpha Condé, forseti Gíneu og leiðtogi Afríkusambandsins, hefur einnig sagt að Afríkusambandið myndi ekki undir neinum kringumstæðum styðja „valdarán hersins“. Þá fór hann fram á að herinn myndi draga sig til baka. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve. Mugabe er á tíræðisaldri og því eru flokksmenn farnir að huga að því hver muni taka við forsetaembættinu. Flokkurinn hefur klofnað og styður annar armurinn Grace Mugabe en hinn Emmerson Mnangagwa. Nær öruggt er að aðgerðir hersins megi að miklu leyti rekja til þess að á dögunum rak Mugabe forseti Mnangagwa úr varaforsetaembættinu. Sagði hann varaforsetann ótrygglyndan. Með þessu lýsti forsetinn í raun fullum stuðningi við eiginkonuna. Fjölmiðlar í Simbabve greina frá því að herinn reyni nú að kæfa þá ógn sem hann telur stafa af Grace Mugabe. Til að mynda var greint frá því að formaður ungliðahreyfingar Zanu-PF, Kudzai Chipanga, hafi verið handtekinn í kjölfar sjónvarpsávarps þar sem hann gagnrýndi aðgerðir hersins harðlega. Chipanga er yfirlýstur stuðningsmaður forsetafrúarinnar. En Zanu-PF er vissulega ekki eini stjórnmálaflokkur Simbabve. MDC-T fékk 35 prósent atkvæða í þingkosningum ársins 2013 og munu nýjar kosningar fara fram á næsta ári. Morgan Tsvangirai, formaður og líklegasta forsetaefni MDC-T, kallaði í gær eftir afsögn Mugabe. „Með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar er nauðsynlegt að herra Robert Mugabe segi af sér tafarlaust.“ Tsvangirai fór einnig fram á að allir aðilar kæmu að borðinu til þess að tryggja farsæl stjórnarskipti. Það myndi síðan leiða til breytinga á kosningakerfinu svo frjálsar og sanngjarnar kosningar gætu farið fram. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Robert Mugabe, forseti Simbabve, gæti haldið forsetaembættinu, að minnsta kosti að nafninu til, fram að landsþingi ríkisstjórnarflokksins Zanu-PF í desember. Á landsþinginu gæti flokkurinn svo ákveðið að skipta Mugabe út fyrir fyrrverandi varaforseta, Emmerson Mnangagwa. Þetta sagði Nick Mangwana, erindreki Zanu-PF í Bretlandi, við BBC í gær. Mugabe er nú í stofufangelsi í höfuðborginni Harare eftir að simbabveski herinn tók völdin þar í landi fyrr í vikunni. Viðræður um framtíð forsetans hófust í gær og reyndi kaþólski presturinn, og vinur Mugabe, Fidelis Mukonori, að miðla málum á milli Mugabe og herforingja. Einnig voru þeir Nosiviwe Maphisa-Nqakula, varnarmálaráðherra Suður-Afríku, og Bongani Bongo, ráðherra öryggismála hjá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku, sendir til Harare til að taka þátt í viðræðum. Voru þeir þar á vegum Samvinnustofnunar ríkja í sunnanverðri Afríku (SADC) sem Suður-Afríkuforsetinn Jacob Zuma leiðir um þessar mundir. Samkvæmt BBC var einna helst ágreiningur um hvaða hlutverki Mnangagwa muni nú gegna sem og hvernig best væri að tryggja öryggi Mugabe-fjölskyldunnar. Þá hefur BBC eftir heimildum að Mugabe vilji alls ekki segja af sér eins og herinn fer fram á. Er hann sagður halda því fram að hann sé réttmætur forseti Afríkuríkisins. Samkvæmt heimildum Reuters heldur Grace Mugabe forsetafrú sig nú á heimili þeirra hjóna ásamt stuðningsmönnum sínum. SADC hefur aldrei stutt valdaránsstjórnir til þessa. Pumza Fihlandi, blaðamaður BBC í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, sagði í gær að stuðningur við herinn myndi setja hættulegt fordæmi. Alpha Condé, forseti Gíneu og leiðtogi Afríkusambandsins, hefur einnig sagt að Afríkusambandið myndi ekki undir neinum kringumstæðum styðja „valdarán hersins“. Þá fór hann fram á að herinn myndi draga sig til baka. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve. Mugabe er á tíræðisaldri og því eru flokksmenn farnir að huga að því hver muni taka við forsetaembættinu. Flokkurinn hefur klofnað og styður annar armurinn Grace Mugabe en hinn Emmerson Mnangagwa. Nær öruggt er að aðgerðir hersins megi að miklu leyti rekja til þess að á dögunum rak Mugabe forseti Mnangagwa úr varaforsetaembættinu. Sagði hann varaforsetann ótrygglyndan. Með þessu lýsti forsetinn í raun fullum stuðningi við eiginkonuna. Fjölmiðlar í Simbabve greina frá því að herinn reyni nú að kæfa þá ógn sem hann telur stafa af Grace Mugabe. Til að mynda var greint frá því að formaður ungliðahreyfingar Zanu-PF, Kudzai Chipanga, hafi verið handtekinn í kjölfar sjónvarpsávarps þar sem hann gagnrýndi aðgerðir hersins harðlega. Chipanga er yfirlýstur stuðningsmaður forsetafrúarinnar. En Zanu-PF er vissulega ekki eini stjórnmálaflokkur Simbabve. MDC-T fékk 35 prósent atkvæða í þingkosningum ársins 2013 og munu nýjar kosningar fara fram á næsta ári. Morgan Tsvangirai, formaður og líklegasta forsetaefni MDC-T, kallaði í gær eftir afsögn Mugabe. „Með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar er nauðsynlegt að herra Robert Mugabe segi af sér tafarlaust.“ Tsvangirai fór einnig fram á að allir aðilar kæmu að borðinu til þess að tryggja farsæl stjórnarskipti. Það myndi síðan leiða til breytinga á kosningakerfinu svo frjálsar og sanngjarnar kosningar gætu farið fram.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Komið að úrslitaviðræðum í Zimbabwe Ráðherrar úr ríkisstjórn Suður-Afríku eru mættir til Harare í Zimbabwe. Ætla þeir að reyna að miðla málum milli Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, og herforingjunum sem tekið hafa yfir stjórn landsins. 16. nóvember 2017 13:45