Síðasti bær ISIS í Írak fallinn Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2017 21:45 Frá aðgerðum hersins í Rawa. Vísir/AFP Írakski herinn og bandamenn stjórnvalda í Baghdad hafa tekið síðasta bæinn sem vígamenn Íslamska ríkisins stjórnuðu í landinu. Bærinn Rawa féll í leiftursókn í dag og segja yfirvöld að hann hafi verið frelsaður að fullu. Samtökin hafa nú tapað nánast öllu af því landsvæði sem þau stjórnuðu þegar Abu Bakr al-Baghdadi lýsti yfir stofnun Kalífadæmisins í Írak og Sýrlandi árið 2014. Haider al-Abadi segir að herinn muni nú framkvæma leitaraðgerðir í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Herinn sneyddi fram hjá Rawa í sókn sinni að borginni al-Qaim sem er við landamæri Sýrlands. Sú borg var frelsuð í byrjun mánaðarins. Sýrlandsmegin við landamærin berjast sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, enn um borgina Abu Kamal.Sjá einnig: ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Talsmaður bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS sagði „daga hins falska Kalífadæmis“ vera liðna.Daesh crumbles! Iraqi Security Forces liberate Rawa, last urban area in Iraq held by ISIS. @CJTFOIR proud to stand with Iraq! #defeatdaesh pic.twitter.com/TWmkAvqEPI— OIR Spokesman (@OIRSpox) November 17, 2017 Sérfræðingar búast nú við því að ISIS muni snúa sér aftur að rótum sínum. Það er skæruliðahernaði og hryðjuverkaárásum. Það ferli hafi verið í undirbúningi um nokkuð skeið. Greinendur Institute for the Study of War segja að áhersla Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafi verið að berjast um yfirráðasvæði við ISIS, hafi gefið samtökunum tíma og rúm til þess að endurskipuleggja sig. Sömuleiðs séu þær aðstæður sem hafi gert samtökunum mögulegt að blómstra enn til staðar og er þar átt við deilur á milli fylkinga og þjóðflokka í landinu.Hverfa í skuggana Sömuleiðis segja sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum á samfélagsmiðlum eins og Telegram að ein af fjölmiðladeildum ISIS, Al Naba, hafi birt upplýsingar um endurskipulagninguna í síðasta mánuði.Sjá einnig: Komið að endalokum Kalífadæmisins Þar var vísað til ársins 2008 þegar ISIS, sem þá hét Islamic State of Iraq, hafði gefið verulega undan í átökum við bandaríska herinn. Vígamönnum samtakanna var þá skipt niður í smærri hópa og þjálfaðir í sérhæfðum verkefnum eins og sprengjugerð, sprengjuárásum og upplýsingaöflun. Undanfarna mánuði hafa vígamenn ISIS ekki barist af jafn miklum krafti og áður og hafa embættismenn útskýrt þetta með yfirlýsingum um að baráttuvilji samtakanna sé ekki til staðar. Þetta gæti verið útskýrt með því að vígamenn ISIS hafi horfið aftur í skuggana og vinni nú að því að undirbúa skæruliðahernað. Mið-Austurlönd Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Írakski herinn og bandamenn stjórnvalda í Baghdad hafa tekið síðasta bæinn sem vígamenn Íslamska ríkisins stjórnuðu í landinu. Bærinn Rawa féll í leiftursókn í dag og segja yfirvöld að hann hafi verið frelsaður að fullu. Samtökin hafa nú tapað nánast öllu af því landsvæði sem þau stjórnuðu þegar Abu Bakr al-Baghdadi lýsti yfir stofnun Kalífadæmisins í Írak og Sýrlandi árið 2014. Haider al-Abadi segir að herinn muni nú framkvæma leitaraðgerðir í eyðimörkinni við landamæri Írak og Sýrlands. Herinn sneyddi fram hjá Rawa í sókn sinni að borginni al-Qaim sem er við landamæri Sýrlands. Sú borg var frelsuð í byrjun mánaðarins. Sýrlandsmegin við landamærin berjast sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, enn um borgina Abu Kamal.Sjá einnig: ISIS-liðar sagðir byggja upp lokavarnir sínar Talsmaður bandalags Bandaríkjanna gegn ISIS sagði „daga hins falska Kalífadæmis“ vera liðna.Daesh crumbles! Iraqi Security Forces liberate Rawa, last urban area in Iraq held by ISIS. @CJTFOIR proud to stand with Iraq! #defeatdaesh pic.twitter.com/TWmkAvqEPI— OIR Spokesman (@OIRSpox) November 17, 2017 Sérfræðingar búast nú við því að ISIS muni snúa sér aftur að rótum sínum. Það er skæruliðahernaði og hryðjuverkaárásum. Það ferli hafi verið í undirbúningi um nokkuð skeið. Greinendur Institute for the Study of War segja að áhersla Bandaríkjanna og bandamanna þeirra hafi verið að berjast um yfirráðasvæði við ISIS, hafi gefið samtökunum tíma og rúm til þess að endurskipuleggja sig. Sömuleiðs séu þær aðstæður sem hafi gert samtökunum mögulegt að blómstra enn til staðar og er þar átt við deilur á milli fylkinga og þjóðflokka í landinu.Hverfa í skuggana Sömuleiðis segja sérfræðingar sem hafa fylgst með samtökunum á samfélagsmiðlum eins og Telegram að ein af fjölmiðladeildum ISIS, Al Naba, hafi birt upplýsingar um endurskipulagninguna í síðasta mánuði.Sjá einnig: Komið að endalokum Kalífadæmisins Þar var vísað til ársins 2008 þegar ISIS, sem þá hét Islamic State of Iraq, hafði gefið verulega undan í átökum við bandaríska herinn. Vígamönnum samtakanna var þá skipt niður í smærri hópa og þjálfaðir í sérhæfðum verkefnum eins og sprengjugerð, sprengjuárásum og upplýsingaöflun. Undanfarna mánuði hafa vígamenn ISIS ekki barist af jafn miklum krafti og áður og hafa embættismenn útskýrt þetta með yfirlýsingum um að baráttuvilji samtakanna sé ekki til staðar. Þetta gæti verið útskýrt með því að vígamenn ISIS hafi horfið aftur í skuggana og vinni nú að því að undirbúa skæruliðahernað.
Mið-Austurlönd Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira