Umdeilt stjórnlagaþing kemur saman í Venesúela: Vara alþjóðasamfélagið við afskiptum af ástandinu í landinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 23:30 Delcy Rodriguez, nýkjörinn forseti þingsins sést hér fremst í flokki við hlið Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Vísir/Getty Nýtt stjórnlagaþing Venesúela kom saman í fyrsta sinn í dag, þrátt fyrir háværa gagnrýni bæði þar í landi og frá alþjóðasamfélaginu. Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir þingið nauðsynlegt til að koma á friði í landinu eftir marga mánuði af mótmælum og átökum. Stjórnarandstaðan vill hins vegar meina að þingið sé tilraun forsetans að ríghalda í þau völd sem hann hefur. 545 manns sitja í hinu nýkjörna stjórnlagaþingi og þar á meðal eru eiginkona Maduro og sonur hans. Þá var Delcy Rodriguez, fyrrverandi utanríkisráðherra Venesúela og náin samstarfskona forsetans, kjörinn forseti þingsins. Í upphafsræðu sinni sagði hún stjórnarandstæðuna vera fasíska og varaði alþjóðasamfélagið við því að skipta sér af málum þar í landi.Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gengu um götur með myndir af Hugo Chavez og Simón Bolivar.Vísir/GettyKosið var til þingsins síðastliðinn sunnudag og hefur Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í kosningunum. Ortega hefur gagnrýnt Maduro forseta harðlega og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. Þá hefur Evrópusambandið tilkynnt að það viðurkenni ekki kosningarnar. Nokkrir særðust í átökunum í dag þegar lögreglan reyndi að hafa hemil á mótmælendum, sem voru nokkur hundruð talsins. Á öðrum stöðum í Caracas, höfuðborg landsins, hittust stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og fögnuðu nýja þinginu. Margir veifuðu myndum af Hugo Chávez, fyrrverandi forseta landsins sem lést árið 2013 og byltingarhetjunni Simón Bolivar. Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Nýtt stjórnlagaþing Venesúela kom saman í fyrsta sinn í dag, þrátt fyrir háværa gagnrýni bæði þar í landi og frá alþjóðasamfélaginu. Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir þingið nauðsynlegt til að koma á friði í landinu eftir marga mánuði af mótmælum og átökum. Stjórnarandstaðan vill hins vegar meina að þingið sé tilraun forsetans að ríghalda í þau völd sem hann hefur. 545 manns sitja í hinu nýkjörna stjórnlagaþingi og þar á meðal eru eiginkona Maduro og sonur hans. Þá var Delcy Rodriguez, fyrrverandi utanríkisráðherra Venesúela og náin samstarfskona forsetans, kjörinn forseti þingsins. Í upphafsræðu sinni sagði hún stjórnarandstæðuna vera fasíska og varaði alþjóðasamfélagið við því að skipta sér af málum þar í landi.Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar gengu um götur með myndir af Hugo Chavez og Simón Bolivar.Vísir/GettyKosið var til þingsins síðastliðinn sunnudag og hefur Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í kosningunum. Ortega hefur gagnrýnt Maduro forseta harðlega og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. Þá hefur Evrópusambandið tilkynnt að það viðurkenni ekki kosningarnar. Nokkrir særðust í átökunum í dag þegar lögreglan reyndi að hafa hemil á mótmælendum, sem voru nokkur hundruð talsins. Á öðrum stöðum í Caracas, höfuðborg landsins, hittust stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar og fögnuðu nýja þinginu. Margir veifuðu myndum af Hugo Chávez, fyrrverandi forseta landsins sem lést árið 2013 og byltingarhetjunni Simón Bolivar.
Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21
Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00
Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00
41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48
ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24