Blaðamaður Stundarinnar sýknaður af meiðyrðakröfu fyrrverandi ritstjóra Grapevine Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Skjáskot af fyrstu frétt Stundarinnar um málið. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður Stundarinnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur gær sýknuð af meiðyrðakröfu Hauks S. Magnússonar, fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine, en hann krafðist þess að ummæli sem birtust í Stundinni á tímabilinu 18. febrúar til 2. mars 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og þá var Áslaug jafnframt sýknuð af miskabótakröfu Hauks sem hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Ummælin sem Haukur fór fram á að yrðu dæmd dauð og ómerk voru upp úr bréfi frá konu, sem kölluð var Emma, þar sem ritstjórinn fyrrverandi var sakaður um kynferðislega áreitni. Í bréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Hauks, ritaði Áslaugu í febrúar 2016 eftir að frétt þar sem ummælin voru viðhöfð birtist sakar hann blaðamanninnum ærumeiðandi aðdróttun með ummælunum sem varði 235. grein almennra hegningarlaga.Hvergi staðhæft í fréttinni að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum „Þar hafi stefnanda verið gefið að sök alvarlegt kynferðisbrot sem hafi aldrei átt sér stað. Ummælin feli í sér ásökun um refsiverða háttsemi og séu til þess fallin að meiða æru stefnanda. Farið var fram á að stefnda bæðist afsökunar á ummælunum, dragi þau til baka og viðurkenndi að þau væru röng. Skyldi afsökunarbeiðnin birt á áberandi stað í næsta tölublaði Stundarinnar. Þá var stefnda krafin um greiðslu einnar milljónar króna í miskabætur. Í stefnu kemur fram að stefnda hafi neitað að draga ummælin til baka og biðjast afsökunar,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Í niðurstöðu dómsins segir að hafa verði í huga að í fréttinni sé „hvergi staðhæft að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum sem málið lýtur að. Þau eru eins og áður segir frásögn sem kemur fram í bréfi heimildarmanns stefndu sem leitt hafði til þess að hann varð að hætta störfum fyrr en ella. Lýsingin á háttseminni var höfð innan gæsalappa án þess að mat væri lagt á sannleiksgildi ásakananna. Í fréttinni er einnig tekið fram að leitað hafi verið afstöðu stefnanda til þeirra og haft eftir honum að hann vísi þeim alfarið á bug og að þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þá kemur jafnframt fram í dómnum að ekki liggi annað fyrir en að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í blaðamennsku við vinnslu fréttarinnar. Þannig hafi hún rætt við tvo heimildarmenn og haft undir höndum tvö af þeim þremur bréfum sem bárust útgáfu Reykjavík Grapevine vegna ritstjórans fyrrverandi. „Þá segir í fréttinni að stefnda hafi séð önnur samskipti konunnar við stefnanda og að hún hafi fengið staðfestingu frá Stígamótum um að hún hafi leitað þangað. Að lokum leitaði hún upplýsinga frá útgáfufyrirtæki Reykjavík Grapevine um hvort bréfin hefðu borist og valdið því að stefnandi hafi látið af starfi ritstjóra. Þegar litið er til framangreindra atriða og þau metin heildstætt, einkum að teknu tilliti til þess erindis sem fréttin átti til almennings, framsetningar hennar og aðdraganda, auk vinnubragða stefndu við gerð fréttarinnar, telur dómurinn að með hinum umstefndu ummælum hafi stefnda ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar. Því ber að hafna öllum kröfum stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms en hann má lesa í heild sinni hér. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður Stundarinnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur gær sýknuð af meiðyrðakröfu Hauks S. Magnússonar, fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine, en hann krafðist þess að ummæli sem birtust í Stundinni á tímabilinu 18. febrúar til 2. mars 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og þá var Áslaug jafnframt sýknuð af miskabótakröfu Hauks sem hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Ummælin sem Haukur fór fram á að yrðu dæmd dauð og ómerk voru upp úr bréfi frá konu, sem kölluð var Emma, þar sem ritstjórinn fyrrverandi var sakaður um kynferðislega áreitni. Í bréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Hauks, ritaði Áslaugu í febrúar 2016 eftir að frétt þar sem ummælin voru viðhöfð birtist sakar hann blaðamanninnum ærumeiðandi aðdróttun með ummælunum sem varði 235. grein almennra hegningarlaga.Hvergi staðhæft í fréttinni að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum „Þar hafi stefnanda verið gefið að sök alvarlegt kynferðisbrot sem hafi aldrei átt sér stað. Ummælin feli í sér ásökun um refsiverða háttsemi og séu til þess fallin að meiða æru stefnanda. Farið var fram á að stefnda bæðist afsökunar á ummælunum, dragi þau til baka og viðurkenndi að þau væru röng. Skyldi afsökunarbeiðnin birt á áberandi stað í næsta tölublaði Stundarinnar. Þá var stefnda krafin um greiðslu einnar milljónar króna í miskabætur. Í stefnu kemur fram að stefnda hafi neitað að draga ummælin til baka og biðjast afsökunar,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Í niðurstöðu dómsins segir að hafa verði í huga að í fréttinni sé „hvergi staðhæft að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum sem málið lýtur að. Þau eru eins og áður segir frásögn sem kemur fram í bréfi heimildarmanns stefndu sem leitt hafði til þess að hann varð að hætta störfum fyrr en ella. Lýsingin á háttseminni var höfð innan gæsalappa án þess að mat væri lagt á sannleiksgildi ásakananna. Í fréttinni er einnig tekið fram að leitað hafi verið afstöðu stefnanda til þeirra og haft eftir honum að hann vísi þeim alfarið á bug og að þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þá kemur jafnframt fram í dómnum að ekki liggi annað fyrir en að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í blaðamennsku við vinnslu fréttarinnar. Þannig hafi hún rætt við tvo heimildarmenn og haft undir höndum tvö af þeim þremur bréfum sem bárust útgáfu Reykjavík Grapevine vegna ritstjórans fyrrverandi. „Þá segir í fréttinni að stefnda hafi séð önnur samskipti konunnar við stefnanda og að hún hafi fengið staðfestingu frá Stígamótum um að hún hafi leitað þangað. Að lokum leitaði hún upplýsinga frá útgáfufyrirtæki Reykjavík Grapevine um hvort bréfin hefðu borist og valdið því að stefnandi hafi látið af starfi ritstjóra. Þegar litið er til framangreindra atriða og þau metin heildstætt, einkum að teknu tilliti til þess erindis sem fréttin átti til almennings, framsetningar hennar og aðdraganda, auk vinnubragða stefndu við gerð fréttarinnar, telur dómurinn að með hinum umstefndu ummælum hafi stefnda ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar. Því ber að hafna öllum kröfum stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms en hann má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira