Blaðamaður Stundarinnar sýknaður af meiðyrðakröfu fyrrverandi ritstjóra Grapevine Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Skjáskot af fyrstu frétt Stundarinnar um málið. Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður Stundarinnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur gær sýknuð af meiðyrðakröfu Hauks S. Magnússonar, fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine, en hann krafðist þess að ummæli sem birtust í Stundinni á tímabilinu 18. febrúar til 2. mars 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og þá var Áslaug jafnframt sýknuð af miskabótakröfu Hauks sem hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Ummælin sem Haukur fór fram á að yrðu dæmd dauð og ómerk voru upp úr bréfi frá konu, sem kölluð var Emma, þar sem ritstjórinn fyrrverandi var sakaður um kynferðislega áreitni. Í bréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Hauks, ritaði Áslaugu í febrúar 2016 eftir að frétt þar sem ummælin voru viðhöfð birtist sakar hann blaðamanninnum ærumeiðandi aðdróttun með ummælunum sem varði 235. grein almennra hegningarlaga.Hvergi staðhæft í fréttinni að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum „Þar hafi stefnanda verið gefið að sök alvarlegt kynferðisbrot sem hafi aldrei átt sér stað. Ummælin feli í sér ásökun um refsiverða háttsemi og séu til þess fallin að meiða æru stefnanda. Farið var fram á að stefnda bæðist afsökunar á ummælunum, dragi þau til baka og viðurkenndi að þau væru röng. Skyldi afsökunarbeiðnin birt á áberandi stað í næsta tölublaði Stundarinnar. Þá var stefnda krafin um greiðslu einnar milljónar króna í miskabætur. Í stefnu kemur fram að stefnda hafi neitað að draga ummælin til baka og biðjast afsökunar,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Í niðurstöðu dómsins segir að hafa verði í huga að í fréttinni sé „hvergi staðhæft að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum sem málið lýtur að. Þau eru eins og áður segir frásögn sem kemur fram í bréfi heimildarmanns stefndu sem leitt hafði til þess að hann varð að hætta störfum fyrr en ella. Lýsingin á háttseminni var höfð innan gæsalappa án þess að mat væri lagt á sannleiksgildi ásakananna. Í fréttinni er einnig tekið fram að leitað hafi verið afstöðu stefnanda til þeirra og haft eftir honum að hann vísi þeim alfarið á bug og að þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þá kemur jafnframt fram í dómnum að ekki liggi annað fyrir en að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í blaðamennsku við vinnslu fréttarinnar. Þannig hafi hún rætt við tvo heimildarmenn og haft undir höndum tvö af þeim þremur bréfum sem bárust útgáfu Reykjavík Grapevine vegna ritstjórans fyrrverandi. „Þá segir í fréttinni að stefnda hafi séð önnur samskipti konunnar við stefnanda og að hún hafi fengið staðfestingu frá Stígamótum um að hún hafi leitað þangað. Að lokum leitaði hún upplýsinga frá útgáfufyrirtæki Reykjavík Grapevine um hvort bréfin hefðu borist og valdið því að stefnandi hafi látið af starfi ritstjóra. Þegar litið er til framangreindra atriða og þau metin heildstætt, einkum að teknu tilliti til þess erindis sem fréttin átti til almennings, framsetningar hennar og aðdraganda, auk vinnubragða stefndu við gerð fréttarinnar, telur dómurinn að með hinum umstefndu ummælum hafi stefnda ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar. Því ber að hafna öllum kröfum stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms en hann má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Áslaug Karen Jóhannsdóttir, blaðamaður Stundarinnar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur gær sýknuð af meiðyrðakröfu Hauks S. Magnússonar, fyrrverandi ritstjóra Reykjavík Grapevine, en hann krafðist þess að ummæli sem birtust í Stundinni á tímabilinu 18. febrúar til 2. mars 2016 yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómurinn féllst ekki á þá kröfu og þá var Áslaug jafnframt sýknuð af miskabótakröfu Hauks sem hljóðaði upp á tvær milljónir króna. Ummælin sem Haukur fór fram á að yrðu dæmd dauð og ómerk voru upp úr bréfi frá konu, sem kölluð var Emma, þar sem ritstjórinn fyrrverandi var sakaður um kynferðislega áreitni. Í bréfi sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Hauks, ritaði Áslaugu í febrúar 2016 eftir að frétt þar sem ummælin voru viðhöfð birtist sakar hann blaðamanninnum ærumeiðandi aðdróttun með ummælunum sem varði 235. grein almennra hegningarlaga.Hvergi staðhæft í fréttinni að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum „Þar hafi stefnanda verið gefið að sök alvarlegt kynferðisbrot sem hafi aldrei átt sér stað. Ummælin feli í sér ásökun um refsiverða háttsemi og séu til þess fallin að meiða æru stefnanda. Farið var fram á að stefnda bæðist afsökunar á ummælunum, dragi þau til baka og viðurkenndi að þau væru röng. Skyldi afsökunarbeiðnin birt á áberandi stað í næsta tölublaði Stundarinnar. Þá var stefnda krafin um greiðslu einnar milljónar króna í miskabætur. Í stefnu kemur fram að stefnda hafi neitað að draga ummælin til baka og biðjast afsökunar,“ að því er segir í dómi héraðsdóms. Í niðurstöðu dómsins segir að hafa verði í huga að í fréttinni sé „hvergi staðhæft að stefnandi hafi gerst sekur um þá háttsemi sem lýst er í ummælunum sem málið lýtur að. Þau eru eins og áður segir frásögn sem kemur fram í bréfi heimildarmanns stefndu sem leitt hafði til þess að hann varð að hætta störfum fyrr en ella. Lýsingin á háttseminni var höfð innan gæsalappa án þess að mat væri lagt á sannleiksgildi ásakananna. Í fréttinni er einnig tekið fram að leitað hafi verið afstöðu stefnanda til þeirra og haft eftir honum að hann vísi þeim alfarið á bug og að þær eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.“ Þá kemur jafnframt fram í dómnum að ekki liggi annað fyrir en að Áslaug hafi fylgt eðlilegu verklagi í blaðamennsku við vinnslu fréttarinnar. Þannig hafi hún rætt við tvo heimildarmenn og haft undir höndum tvö af þeim þremur bréfum sem bárust útgáfu Reykjavík Grapevine vegna ritstjórans fyrrverandi. „Þá segir í fréttinni að stefnda hafi séð önnur samskipti konunnar við stefnanda og að hún hafi fengið staðfestingu frá Stígamótum um að hún hafi leitað þangað. Að lokum leitaði hún upplýsinga frá útgáfufyrirtæki Reykjavík Grapevine um hvort bréfin hefðu borist og valdið því að stefnandi hafi látið af starfi ritstjóra. Þegar litið er til framangreindra atriða og þau metin heildstætt, einkum að teknu tilliti til þess erindis sem fréttin átti til almennings, framsetningar hennar og aðdraganda, auk vinnubragða stefndu við gerð fréttarinnar, telur dómurinn að með hinum umstefndu ummælum hafi stefnda ekki farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar í fjölmiðlum samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar. Því ber að hafna öllum kröfum stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms en hann má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira