Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Repúblikaninn Ed Gillespie sækist eftir að verða ríkisstjóri í Virginíu. Vísir/Getty Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. Mest hafa fjölmiðlar beint sjónum sínum að ríkisstjórakosningunum í Virginíu þar sem reglur gera ráð fyrir að ríkisstjóri sitji einungis eitt kjörtímabil. Þetta þýðir að Terry McAuliffe, fyrrverandi formaður miðstjórnar Demókrataflokksins og maður nátengdur hjónunum Bill og Hillary Clinton, verður nú að stíga úr stóli ríkisstjóra. Stóra spurningin er hvort að samflokksmaður McAuliffe og vararíkisstjórinn, Ralph Northam, eða Repúblikaninn Ed Gillespie muni taka við stjórninni. Northam, sem nýtur stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur á síðustu vikum mælst með meira fylgi en Gillespie í könnunum. Helsta verkefni Northam verður að fá fólk úr minnihlutahópum, svo sem svarta og spænskumælandi, til að skrá sig og mæta á kjörstað. Andstæðingur Northam, Gillespie, er margreyndur lobbíisti fyrir Repúblikana og starfaði meðal annars sem ráðgjafi George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur lengi verið í hófsamari armi Repúblikanaflokksins, en hefur að undanförnu fært sig lengra til hægri. Þannig hefur hann varað sérstaklega við glæpagengjum innflytjenda og sagst ætla að berjast fyrir því að styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin verði ekki rifin.Christie hættir í New Jersey Einnig er vel fylgst með ríkisstjórakosningunum í New Jersey þar sem Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Chris Christie er á útleið. Christie var dyggur stuðningsmaður Donald Trump eftir að hann dró sig sjálfur í hlé í forvali Repúblikanaflokksins. Christie hefur átt erfitt uppdráttar í ríki sínu eftir að upp komst að starfslið hans sviðsetti umferðaröngþveiti árið 2013 á George Washington-brúnni til að koma höggi á borgarstjóra sem studdi ekki Christie í kosningabaráttu. CNN greinir frá því að stuðningur við Christie mælist ekki mikill og eigi það sama við um frambjóðanda Repúblikana, vararíkisstjórann Kim Guadagno. Er búist við að Demókratinn Phil Murphy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi og starfsmaður Goldman Sachs, muni bera sigur úr býtum í ríkisstjórakosningunum í New Jersey. Borgarstjórakosningar fara einnig fram í nokkrum af helstu stórborgum landsins, meðal annars New York, Minneapolis, Miami, Cincinnati og Boston. Þá er búist við að Repúblikaninn John Curtis muni taka við þingsæti Utah af samflokksmanni sínum, Jason Chaffetz, sem sagði af sér í sumar. Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. Mest hafa fjölmiðlar beint sjónum sínum að ríkisstjórakosningunum í Virginíu þar sem reglur gera ráð fyrir að ríkisstjóri sitji einungis eitt kjörtímabil. Þetta þýðir að Terry McAuliffe, fyrrverandi formaður miðstjórnar Demókrataflokksins og maður nátengdur hjónunum Bill og Hillary Clinton, verður nú að stíga úr stóli ríkisstjóra. Stóra spurningin er hvort að samflokksmaður McAuliffe og vararíkisstjórinn, Ralph Northam, eða Repúblikaninn Ed Gillespie muni taka við stjórninni. Northam, sem nýtur stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur á síðustu vikum mælst með meira fylgi en Gillespie í könnunum. Helsta verkefni Northam verður að fá fólk úr minnihlutahópum, svo sem svarta og spænskumælandi, til að skrá sig og mæta á kjörstað. Andstæðingur Northam, Gillespie, er margreyndur lobbíisti fyrir Repúblikana og starfaði meðal annars sem ráðgjafi George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur lengi verið í hófsamari armi Repúblikanaflokksins, en hefur að undanförnu fært sig lengra til hægri. Þannig hefur hann varað sérstaklega við glæpagengjum innflytjenda og sagst ætla að berjast fyrir því að styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin verði ekki rifin.Christie hættir í New Jersey Einnig er vel fylgst með ríkisstjórakosningunum í New Jersey þar sem Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Chris Christie er á útleið. Christie var dyggur stuðningsmaður Donald Trump eftir að hann dró sig sjálfur í hlé í forvali Repúblikanaflokksins. Christie hefur átt erfitt uppdráttar í ríki sínu eftir að upp komst að starfslið hans sviðsetti umferðaröngþveiti árið 2013 á George Washington-brúnni til að koma höggi á borgarstjóra sem studdi ekki Christie í kosningabaráttu. CNN greinir frá því að stuðningur við Christie mælist ekki mikill og eigi það sama við um frambjóðanda Repúblikana, vararíkisstjórann Kim Guadagno. Er búist við að Demókratinn Phil Murphy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi og starfsmaður Goldman Sachs, muni bera sigur úr býtum í ríkisstjórakosningunum í New Jersey. Borgarstjórakosningar fara einnig fram í nokkrum af helstu stórborgum landsins, meðal annars New York, Minneapolis, Miami, Cincinnati og Boston. Þá er búist við að Repúblikaninn John Curtis muni taka við þingsæti Utah af samflokksmanni sínum, Jason Chaffetz, sem sagði af sér í sumar.
Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent