Kastljósinu beint að Virginíu í kosningum dagsins Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Repúblikaninn Ed Gillespie sækist eftir að verða ríkisstjóri í Virginíu. Vísir/Getty Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. Mest hafa fjölmiðlar beint sjónum sínum að ríkisstjórakosningunum í Virginíu þar sem reglur gera ráð fyrir að ríkisstjóri sitji einungis eitt kjörtímabil. Þetta þýðir að Terry McAuliffe, fyrrverandi formaður miðstjórnar Demókrataflokksins og maður nátengdur hjónunum Bill og Hillary Clinton, verður nú að stíga úr stóli ríkisstjóra. Stóra spurningin er hvort að samflokksmaður McAuliffe og vararíkisstjórinn, Ralph Northam, eða Repúblikaninn Ed Gillespie muni taka við stjórninni. Northam, sem nýtur stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur á síðustu vikum mælst með meira fylgi en Gillespie í könnunum. Helsta verkefni Northam verður að fá fólk úr minnihlutahópum, svo sem svarta og spænskumælandi, til að skrá sig og mæta á kjörstað. Andstæðingur Northam, Gillespie, er margreyndur lobbíisti fyrir Repúblikana og starfaði meðal annars sem ráðgjafi George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur lengi verið í hófsamari armi Repúblikanaflokksins, en hefur að undanförnu fært sig lengra til hægri. Þannig hefur hann varað sérstaklega við glæpagengjum innflytjenda og sagst ætla að berjast fyrir því að styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin verði ekki rifin.Christie hættir í New Jersey Einnig er vel fylgst með ríkisstjórakosningunum í New Jersey þar sem Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Chris Christie er á útleið. Christie var dyggur stuðningsmaður Donald Trump eftir að hann dró sig sjálfur í hlé í forvali Repúblikanaflokksins. Christie hefur átt erfitt uppdráttar í ríki sínu eftir að upp komst að starfslið hans sviðsetti umferðaröngþveiti árið 2013 á George Washington-brúnni til að koma höggi á borgarstjóra sem studdi ekki Christie í kosningabaráttu. CNN greinir frá því að stuðningur við Christie mælist ekki mikill og eigi það sama við um frambjóðanda Repúblikana, vararíkisstjórann Kim Guadagno. Er búist við að Demókratinn Phil Murphy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi og starfsmaður Goldman Sachs, muni bera sigur úr býtum í ríkisstjórakosningunum í New Jersey. Borgarstjórakosningar fara einnig fram í nokkrum af helstu stórborgum landsins, meðal annars New York, Minneapolis, Miami, Cincinnati og Boston. Þá er búist við að Repúblikaninn John Curtis muni taka við þingsæti Utah af samflokksmanni sínum, Jason Chaffetz, sem sagði af sér í sumar. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag í kosningum sem eru taldar gefa vísbendingu um hverju búast megi við í þingkosningunum á næsta ári. Mest hafa fjölmiðlar beint sjónum sínum að ríkisstjórakosningunum í Virginíu þar sem reglur gera ráð fyrir að ríkisstjóri sitji einungis eitt kjörtímabil. Þetta þýðir að Terry McAuliffe, fyrrverandi formaður miðstjórnar Demókrataflokksins og maður nátengdur hjónunum Bill og Hillary Clinton, verður nú að stíga úr stóli ríkisstjóra. Stóra spurningin er hvort að samflokksmaður McAuliffe og vararíkisstjórinn, Ralph Northam, eða Repúblikaninn Ed Gillespie muni taka við stjórninni. Northam, sem nýtur stuðnings Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur á síðustu vikum mælst með meira fylgi en Gillespie í könnunum. Helsta verkefni Northam verður að fá fólk úr minnihlutahópum, svo sem svarta og spænskumælandi, til að skrá sig og mæta á kjörstað. Andstæðingur Northam, Gillespie, er margreyndur lobbíisti fyrir Repúblikana og starfaði meðal annars sem ráðgjafi George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur lengi verið í hófsamari armi Repúblikanaflokksins, en hefur að undanförnu fært sig lengra til hægri. Þannig hefur hann varað sérstaklega við glæpagengjum innflytjenda og sagst ætla að berjast fyrir því að styttur og aðrir minnisvarðar um Suðurríkin verði ekki rifin.Christie hættir í New Jersey Einnig er vel fylgst með ríkisstjórakosningunum í New Jersey þar sem Repúblikaninn og fyrrverandi forsetaframbjóðandinn Chris Christie er á útleið. Christie var dyggur stuðningsmaður Donald Trump eftir að hann dró sig sjálfur í hlé í forvali Repúblikanaflokksins. Christie hefur átt erfitt uppdráttar í ríki sínu eftir að upp komst að starfslið hans sviðsetti umferðaröngþveiti árið 2013 á George Washington-brúnni til að koma höggi á borgarstjóra sem studdi ekki Christie í kosningabaráttu. CNN greinir frá því að stuðningur við Christie mælist ekki mikill og eigi það sama við um frambjóðanda Repúblikana, vararíkisstjórann Kim Guadagno. Er búist við að Demókratinn Phil Murphy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Tyrklandi og starfsmaður Goldman Sachs, muni bera sigur úr býtum í ríkisstjórakosningunum í New Jersey. Borgarstjórakosningar fara einnig fram í nokkrum af helstu stórborgum landsins, meðal annars New York, Minneapolis, Miami, Cincinnati og Boston. Þá er búist við að Repúblikaninn John Curtis muni taka við þingsæti Utah af samflokksmanni sínum, Jason Chaffetz, sem sagði af sér í sumar.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira