Lítið fór fyrir málefnunum í kappræðum frambjóðenda Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Frambjóðendur í setti áður en myndavélarnar voru settar af stað. vísir/epa Emmanuel Macron og Marine Le Pen, kandídatar í embætti forseta Frakklands, tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Nokkur heift ríkti milli frambjóðendanna og gerði það þáttarstjórnendum oft erfitt fyrir að stýra umræðum. Gárungar telja að hvorugt þeirra hafi staðið uppi sem óumdeildur sigurvegari. Kappræðurnar í gær voru þær einu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast í sjónvarpi. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð kappið til þess að frambjóðendur misstu sjónar á boltanum og hjóluðu beint í manninn. Le Pen varði til að mynda talsverðum tíma í að benda á að hún teldi Macron vera frambjóðanda „elítunnar“ og að hann nyti stuðnings „íslamskra öfgahópa“. Vísaði hún þar til stuðningsyfirlýsingar ímams sem var vísað úr landinu í síðasta mánuði. Ástæðan var möguleg ógn við almannaöryggi. „Akkúrat núna horfi ég á æðstaklerk hræðsluáróðursins,“ var svar Macron við ásökunum Le Pen. Að hans mati er andstæðingur hans algerlega ófær um að stjórna landinu án þess að stefna því í óefni. „Frakkland er þér ekki mikilvægt. Þú nærist á hræðslu. Frakkland á betra skilið,“ sagði hann. „Það er sama hvort okkar þið kjósið, Frakklandi verður alltaf stýrt af konu á næsta kjörtímabili. Annaðhvort mér eða Angelu Merkel,“ sagði Le Pen um Macron. Hún ýjaði að því að öll stefnumál andstæðings síns ættu rætur að rekja eitthvert annað og að hann stæði í raun ekki fyrir neitt. „Þú vilt loka verksmiðjum, skólum og sjúkrahúsum. Það eina sem þú vilt ekki loka eru landamærin.“ Efnahags-, mennta-, utanríkis- og innanríkismál bar einnig á góma en umræðurnar náðu sjaldnast að endast lengi þar sem þær leystust upp í rifrildi. Talið er að um tuttugu milljónir Frakka, um helmingur atkvæðabærra manna, hafi fylgst með kappræðunum. Kosningarnar fara fram um helgina. Skoðanakannanir benda til þess að Le Pen þurfi að fá rúmlega tíu prósent kjósenda til að skipta um skoðun en Macron mælist með um 60 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Le Pen. Ólíklegt er talið að frammistaða hennar í gær dugi til þess. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Emmanuel Macron og Marine Le Pen, kandídatar í embætti forseta Frakklands, tókust á í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Nokkur heift ríkti milli frambjóðendanna og gerði það þáttarstjórnendum oft erfitt fyrir að stýra umræðum. Gárungar telja að hvorugt þeirra hafi staðið uppi sem óumdeildur sigurvegari. Kappræðurnar í gær voru þær einu þar sem frambjóðendurnir tveir mætast í sjónvarpi. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar varð kappið til þess að frambjóðendur misstu sjónar á boltanum og hjóluðu beint í manninn. Le Pen varði til að mynda talsverðum tíma í að benda á að hún teldi Macron vera frambjóðanda „elítunnar“ og að hann nyti stuðnings „íslamskra öfgahópa“. Vísaði hún þar til stuðningsyfirlýsingar ímams sem var vísað úr landinu í síðasta mánuði. Ástæðan var möguleg ógn við almannaöryggi. „Akkúrat núna horfi ég á æðstaklerk hræðsluáróðursins,“ var svar Macron við ásökunum Le Pen. Að hans mati er andstæðingur hans algerlega ófær um að stjórna landinu án þess að stefna því í óefni. „Frakkland er þér ekki mikilvægt. Þú nærist á hræðslu. Frakkland á betra skilið,“ sagði hann. „Það er sama hvort okkar þið kjósið, Frakklandi verður alltaf stýrt af konu á næsta kjörtímabili. Annaðhvort mér eða Angelu Merkel,“ sagði Le Pen um Macron. Hún ýjaði að því að öll stefnumál andstæðings síns ættu rætur að rekja eitthvert annað og að hann stæði í raun ekki fyrir neitt. „Þú vilt loka verksmiðjum, skólum og sjúkrahúsum. Það eina sem þú vilt ekki loka eru landamærin.“ Efnahags-, mennta-, utanríkis- og innanríkismál bar einnig á góma en umræðurnar náðu sjaldnast að endast lengi þar sem þær leystust upp í rifrildi. Talið er að um tuttugu milljónir Frakka, um helmingur atkvæðabærra manna, hafi fylgst með kappræðunum. Kosningarnar fara fram um helgina. Skoðanakannanir benda til þess að Le Pen þurfi að fá rúmlega tíu prósent kjósenda til að skipta um skoðun en Macron mælist með um 60 prósenta fylgi gegn 40 prósentum Le Pen. Ólíklegt er talið að frammistaða hennar í gær dugi til þess. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira