„Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. október 2017 08:14 Frank Stephens mætti fyrir bandaríska þingnefnd í vikunni. Skjáskot Frank Stephens, talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni, flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum. Í ræðunni, sem sjá má hér að neðan, talaði Stephens fyrir auknu fjármagni til rannsókna á heilkenninu og hvatti þingmenn um leið til að beina sjónum sínum að útrýmingu Alzheimer - en ekki Downs. Þá sendi hann Íslendingum pillu en eins og ítrekað hefur verið greint frá vestanhafs síðustu vikur, allt frá því að umfjölllun CBS leit dagsins ljós, fæðast sárafáir Íslendingar með heilkennið ár hvert. Hafa margir nafntogaðir Bandaríkjamenn gagnrýnt þessa stefnu harðlega og til að mynda sagt Íslendinga engu betri en nasista Þriðja ríkisins.„Ég er maður með Downs-heilkenni og líf mitt er þess virði,“ sagði Stephens og uppskar lófatak fyrir vikið.Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börnBenti hann því næst á fyrrnefndan fréttaflutning og þá staðreynd að næstum 100% allra fóstra sem greinast með heilkennið er eytt ár hvert á Íslandi, sem og í Danmörku og Suður-Kóreu. „Ég á erfitt með að sitja hér og reifa þessar tölur. Ég skil þó hins vegar fullkomlega að fólk sem talar fyrir þessari „lokalausn“ vilja ekki að fólk eins og ég sé til.“ Hugtakið lokalausn er vísun til hugmynda nasista um útrýmingu „óæðri kynstofna,“ það er allra annarra en aría, og leiddi meðal annars til útrýmingarbúðanna alræmdu.Stephens bætti því næst við að þetta viðhorf lýsti miklum fordómum og gamaldags hugsunarhætti um líf fólks með heilkennið. „Í alvöru, ég lifi frábæru lífi,“ sagði Stephens og minntist á störf sín sem gestafyrirlesari í háskólum víðsvegar um Bandaríkin, metsölubókina sem hann kom að og hlutverkin sem hann hefur fengið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég hef tvisvar komið í Hvíta húsið, í hvorugt skiptið þurfti ég að hoppa yfir grindverkið,“ sagði hann svo kíminn. Hann vill ekki þurfa að réttlæta tilvist sína en benti á að mörgum þætti Downs-heilkennið vera „óvenjulega öflug uppspretta hamingju. Hamingja hlýtur að vera einhvers virði,“ sagði Stephens.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Lauk hann ræðu sinni á því að hvetja bandaríska þingið til að auka fjárveitingar til rannsókna á heilkenninu en hann telur að það gæti leitt til margvíslegra uppgötvana; til að mynda um krabbamein, Alzheimer og hvers kyns ónæmiskerfisvanda. „Hjálpið okkur að ná fram breytingum. Verum Bandaríkin, ekki Ísland eða Danmörk. Leitum að svörum, ekki „lokalausnum.“ Verum Bandaríkin. Stefnum á að vera laus við Alzheimer, ekki Downs-heilkennið.“ Ræðu hans má sjá hér að ofan. Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
Frank Stephens, talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni, flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum. Í ræðunni, sem sjá má hér að neðan, talaði Stephens fyrir auknu fjármagni til rannsókna á heilkenninu og hvatti þingmenn um leið til að beina sjónum sínum að útrýmingu Alzheimer - en ekki Downs. Þá sendi hann Íslendingum pillu en eins og ítrekað hefur verið greint frá vestanhafs síðustu vikur, allt frá því að umfjölllun CBS leit dagsins ljós, fæðast sárafáir Íslendingar með heilkennið ár hvert. Hafa margir nafntogaðir Bandaríkjamenn gagnrýnt þessa stefnu harðlega og til að mynda sagt Íslendinga engu betri en nasista Þriðja ríkisins.„Ég er maður með Downs-heilkenni og líf mitt er þess virði,“ sagði Stephens og uppskar lófatak fyrir vikið.Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börnBenti hann því næst á fyrrnefndan fréttaflutning og þá staðreynd að næstum 100% allra fóstra sem greinast með heilkennið er eytt ár hvert á Íslandi, sem og í Danmörku og Suður-Kóreu. „Ég á erfitt með að sitja hér og reifa þessar tölur. Ég skil þó hins vegar fullkomlega að fólk sem talar fyrir þessari „lokalausn“ vilja ekki að fólk eins og ég sé til.“ Hugtakið lokalausn er vísun til hugmynda nasista um útrýmingu „óæðri kynstofna,“ það er allra annarra en aría, og leiddi meðal annars til útrýmingarbúðanna alræmdu.Stephens bætti því næst við að þetta viðhorf lýsti miklum fordómum og gamaldags hugsunarhætti um líf fólks með heilkennið. „Í alvöru, ég lifi frábæru lífi,“ sagði Stephens og minntist á störf sín sem gestafyrirlesari í háskólum víðsvegar um Bandaríkin, metsölubókina sem hann kom að og hlutverkin sem hann hefur fengið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég hef tvisvar komið í Hvíta húsið, í hvorugt skiptið þurfti ég að hoppa yfir grindverkið,“ sagði hann svo kíminn. Hann vill ekki þurfa að réttlæta tilvist sína en benti á að mörgum þætti Downs-heilkennið vera „óvenjulega öflug uppspretta hamingju. Hamingja hlýtur að vera einhvers virði,“ sagði Stephens.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Lauk hann ræðu sinni á því að hvetja bandaríska þingið til að auka fjárveitingar til rannsókna á heilkenninu en hann telur að það gæti leitt til margvíslegra uppgötvana; til að mynda um krabbamein, Alzheimer og hvers kyns ónæmiskerfisvanda. „Hjálpið okkur að ná fram breytingum. Verum Bandaríkin, ekki Ísland eða Danmörk. Leitum að svörum, ekki „lokalausnum.“ Verum Bandaríkin. Stefnum á að vera laus við Alzheimer, ekki Downs-heilkennið.“ Ræðu hans má sjá hér að ofan.
Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38