„Verum Bandaríkin, ekki Ísland“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. október 2017 08:14 Frank Stephens mætti fyrir bandaríska þingnefnd í vikunni. Skjáskot Frank Stephens, talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni, flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum. Í ræðunni, sem sjá má hér að neðan, talaði Stephens fyrir auknu fjármagni til rannsókna á heilkenninu og hvatti þingmenn um leið til að beina sjónum sínum að útrýmingu Alzheimer - en ekki Downs. Þá sendi hann Íslendingum pillu en eins og ítrekað hefur verið greint frá vestanhafs síðustu vikur, allt frá því að umfjölllun CBS leit dagsins ljós, fæðast sárafáir Íslendingar með heilkennið ár hvert. Hafa margir nafntogaðir Bandaríkjamenn gagnrýnt þessa stefnu harðlega og til að mynda sagt Íslendinga engu betri en nasista Þriðja ríkisins.„Ég er maður með Downs-heilkenni og líf mitt er þess virði,“ sagði Stephens og uppskar lófatak fyrir vikið.Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börnBenti hann því næst á fyrrnefndan fréttaflutning og þá staðreynd að næstum 100% allra fóstra sem greinast með heilkennið er eytt ár hvert á Íslandi, sem og í Danmörku og Suður-Kóreu. „Ég á erfitt með að sitja hér og reifa þessar tölur. Ég skil þó hins vegar fullkomlega að fólk sem talar fyrir þessari „lokalausn“ vilja ekki að fólk eins og ég sé til.“ Hugtakið lokalausn er vísun til hugmynda nasista um útrýmingu „óæðri kynstofna,“ það er allra annarra en aría, og leiddi meðal annars til útrýmingarbúðanna alræmdu.Stephens bætti því næst við að þetta viðhorf lýsti miklum fordómum og gamaldags hugsunarhætti um líf fólks með heilkennið. „Í alvöru, ég lifi frábæru lífi,“ sagði Stephens og minntist á störf sín sem gestafyrirlesari í háskólum víðsvegar um Bandaríkin, metsölubókina sem hann kom að og hlutverkin sem hann hefur fengið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég hef tvisvar komið í Hvíta húsið, í hvorugt skiptið þurfti ég að hoppa yfir grindverkið,“ sagði hann svo kíminn. Hann vill ekki þurfa að réttlæta tilvist sína en benti á að mörgum þætti Downs-heilkennið vera „óvenjulega öflug uppspretta hamingju. Hamingja hlýtur að vera einhvers virði,“ sagði Stephens.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Lauk hann ræðu sinni á því að hvetja bandaríska þingið til að auka fjárveitingar til rannsókna á heilkenninu en hann telur að það gæti leitt til margvíslegra uppgötvana; til að mynda um krabbamein, Alzheimer og hvers kyns ónæmiskerfisvanda. „Hjálpið okkur að ná fram breytingum. Verum Bandaríkin, ekki Ísland eða Danmörk. Leitum að svörum, ekki „lokalausnum.“ Verum Bandaríkin. Stefnum á að vera laus við Alzheimer, ekki Downs-heilkennið.“ Ræðu hans má sjá hér að ofan. Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Frank Stephens, talsmaður samtaka sem berjast fyrir réttindum fólks með Downs-heilkenni, flutti tilfinningaþrungna ræðu fyrir bandarískri þingnefnd á dögunum. Í ræðunni, sem sjá má hér að neðan, talaði Stephens fyrir auknu fjármagni til rannsókna á heilkenninu og hvatti þingmenn um leið til að beina sjónum sínum að útrýmingu Alzheimer - en ekki Downs. Þá sendi hann Íslendingum pillu en eins og ítrekað hefur verið greint frá vestanhafs síðustu vikur, allt frá því að umfjölllun CBS leit dagsins ljós, fæðast sárafáir Íslendingar með heilkennið ár hvert. Hafa margir nafntogaðir Bandaríkjamenn gagnrýnt þessa stefnu harðlega og til að mynda sagt Íslendinga engu betri en nasista Þriðja ríkisins.„Ég er maður með Downs-heilkenni og líf mitt er þess virði,“ sagði Stephens og uppskar lófatak fyrir vikið.Sjá einnig: Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börnBenti hann því næst á fyrrnefndan fréttaflutning og þá staðreynd að næstum 100% allra fóstra sem greinast með heilkennið er eytt ár hvert á Íslandi, sem og í Danmörku og Suður-Kóreu. „Ég á erfitt með að sitja hér og reifa þessar tölur. Ég skil þó hins vegar fullkomlega að fólk sem talar fyrir þessari „lokalausn“ vilja ekki að fólk eins og ég sé til.“ Hugtakið lokalausn er vísun til hugmynda nasista um útrýmingu „óæðri kynstofna,“ það er allra annarra en aría, og leiddi meðal annars til útrýmingarbúðanna alræmdu.Stephens bætti því næst við að þetta viðhorf lýsti miklum fordómum og gamaldags hugsunarhætti um líf fólks með heilkennið. „Í alvöru, ég lifi frábæru lífi,“ sagði Stephens og minntist á störf sín sem gestafyrirlesari í háskólum víðsvegar um Bandaríkin, metsölubókina sem hann kom að og hlutverkin sem hann hefur fengið í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. „Ég hef tvisvar komið í Hvíta húsið, í hvorugt skiptið þurfti ég að hoppa yfir grindverkið,“ sagði hann svo kíminn. Hann vill ekki þurfa að réttlæta tilvist sína en benti á að mörgum þætti Downs-heilkennið vera „óvenjulega öflug uppspretta hamingju. Hamingja hlýtur að vera einhvers virði,“ sagði Stephens.Sjá einnig: Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Lauk hann ræðu sinni á því að hvetja bandaríska þingið til að auka fjárveitingar til rannsókna á heilkenninu en hann telur að það gæti leitt til margvíslegra uppgötvana; til að mynda um krabbamein, Alzheimer og hvers kyns ónæmiskerfisvanda. „Hjálpið okkur að ná fram breytingum. Verum Bandaríkin, ekki Ísland eða Danmörk. Leitum að svörum, ekki „lokalausnum.“ Verum Bandaríkin. Stefnum á að vera laus við Alzheimer, ekki Downs-heilkennið.“ Ræðu hans má sjá hér að ofan.
Tengdar fréttir Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02 Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Sjá meira
Gaf lítið fyrir gagnrýni íslensku hræsnaranna Filippseyjar taka lítið mark á ríkjum sem framkvæma fóstureyðingar í jafn miklum mæli og Íslendingar. 29. september 2017 07:02
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38