Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2017 10:44 Í kosningabaráttunni tók Donald Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að nema úr gildi áætlun sem tryggir réttindi barna óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar í dag. Forsetinn hyggst gefa þinginu sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. DACA var samþykkt í forsetatíð Barack Obama Bandaríkjaforseta og ver hún hundruð þúsunda frá því að verða vísað úr landi og veitir þeim réttindi til að starfa og stunda nám í Bandaríkjunum. Í frétt Politico segir að um málamiðlun sé að ræða, en DACA nýtur mikils stuðnings meðal þingmanna. Segja heimildarmenn Politico að forsetanum kunni enn að snúast hugur, en hann mun greina frá ákvörðun sinni á morgun. Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var greint frá ákvörðun forsetans í gærmorgun. Ryan hefur áður hvatt forsetann til að láta það vera að nema löggjöfina úr gildi þar sem margir myndu standa frammi fyrir mikill óvissu. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekkert annað land, komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekkert annað heimili,“ sagði Ryan. Í kosningabaráttunni tók Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum og sagðist ætla að nema DACA úr gildi við fyrsta tækifæri. Eftir að hann tók við embætti hefur hann sagt málið „mjög, mjög erfitt“. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa hvatt forsetann til að hætta við áform um að afnema DACA. Þannig tísti Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrata, að það yrði einhver ljótasta og grimmasta ákvörðun í sögunni ef Trump myndi láta verða af því að nema löggjöfina úr gildi.If Trump decides to end DACA, it will be one of the ugliest and cruelest decisions ever made by a president in our modern history. https://t.co/EXfRAy5azO— Bernie Sanders (@SenSanders) September 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að nema úr gildi áætlun sem tryggir réttindi barna óskráðra innflytjenda í Bandaríkjunum. Frá þessu greina bandarískir fjölmiðlar í dag. Forsetinn hyggst gefa þinginu sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. DACA var samþykkt í forsetatíð Barack Obama Bandaríkjaforseta og ver hún hundruð þúsunda frá því að verða vísað úr landi og veitir þeim réttindi til að starfa og stunda nám í Bandaríkjunum. Í frétt Politico segir að um málamiðlun sé að ræða, en DACA nýtur mikils stuðnings meðal þingmanna. Segja heimildarmenn Politico að forsetanum kunni enn að snúast hugur, en hann mun greina frá ákvörðun sinni á morgun. Paul Ryan, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var greint frá ákvörðun forsetans í gærmorgun. Ryan hefur áður hvatt forsetann til að láta það vera að nema löggjöfina úr gildi þar sem margir myndu standa frammi fyrir mikill óvissu. „Þetta eru krakkar sem þekkja ekkert annað land, komu hingað með foreldrum sínum og þekkja ekkert annað heimili,“ sagði Ryan. Í kosningabaráttunni tók Trump harkalega afstöðu í innflytjendamálum og sagðist ætla að nema DACA úr gildi við fyrsta tækifæri. Eftir að hann tók við embætti hefur hann sagt málið „mjög, mjög erfitt“. Bæði þingmenn úr röðum Repúblikana og Demókrata hafa hvatt forsetann til að hætta við áform um að afnema DACA. Þannig tísti Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Demókrata, að það yrði einhver ljótasta og grimmasta ákvörðun í sögunni ef Trump myndi láta verða af því að nema löggjöfina úr gildi.If Trump decides to end DACA, it will be one of the ugliest and cruelest decisions ever made by a president in our modern history. https://t.co/EXfRAy5azO— Bernie Sanders (@SenSanders) September 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Sjá meira