Í frétt Guardian segir að trén hafi fallið ofan í vatnið við Kintampo-foss, hæsta foss landsins, en slæmt var í veðri.
Kintampo-foss er að finna í Brong-Ahafo-héraði í miðju Gana.
Prince Billy Anaglate, talsmaður yfirvalda, segir að átján hafi látið lífið í vatninu og tveir til viðbótar á sjúkrahúsi. Ellefu ungmenni til viðbótar særðust og er nú hlúið að þeim á sjúkrahúsi.
Flestir nemendanna voru í Wenchi gagnfræðiskólanum, en einhverjir sem urðu undir trjánum voru ferðamenn.