Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Atli ísleifsson skrifar 13. janúar 2017 13:51 Arnaud Montebourg, Jean-Luc Bennahmias, Francois de Rugy, Benoit Hamon, Vincent Peillon, Manuel Valls og Sylvia Pinel í gærkvöldi. Vísir/AFP Franski sósíalistinn Arnaud Montebourg, fyrrverandi ráðherra iðnaðarmála, þótti standa sig best í sjónvarpskappræðum þeirra sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista í gærkvöldi. Montebourg atti þar kappi við sex aðra frambjóðendur – fimm karla og eina konu, en sósíalistar munu velja forsetaefni sitt síðar í mánuðinum. Kannanir benda flestar til að frambjóðandi sósíalista, hver svo sem það verður, muni ekki eiga mikla möguleika gegn Repúblikananum Francois Fillon og Marine Le Pen, forsetaefni Þjóðfylkingarinnar. Í frétt Aftonbladet segir að kappræðurnar hafi staðið í um tvo og hálfan tíma þar sem meðal annars var deilt um frammistöðu sósíalistans Hollande í embætti forseta. Hollande nýtur gríðarlegra óvinsælda um þessar mundir og lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra, er talinn líklegastur til að verða forsetaefni sósíalista, en kannanir benda til að bæði Montebourg og Benoît Hamon gætu einnig hreppt hnossið. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Fillon og Le Pen í síðari umferðinni. Montebourg lét af störfum sem ráðherra árið 2014 eftir að hann gagnrýndi efnahagsstefnu Hollande forseta. Tengdar fréttir Fillon verður forsetaefni franska Repúblikanaflokksins Nú þegar meirihluti atkvæða hefur verið talinn hefur Francois Fillon hlotið 68 prósent greiddra atkvæða gegn 32 prósentum Alain Juppe. Hefur Juppe játað sig sigraðann. 27. nóvember 2016 21:36 Óttast klofning meðal Sósíalista í Frakklandi Óttast er að Manuel Valls, forsætisráðherra, muni bjóða sig fram gegn Francois Hollande, sitjandi forseta, 28. nóvember 2016 13:24 Hollande sækist ekki eftir endurkjöri Francois Hollande Frakklandsforseti greindi frá því í kvöld að hann mun ekki sækjast eftir að vera forsetaefni Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum á næsta ári. 1. desember 2016 19:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Franski sósíalistinn Arnaud Montebourg, fyrrverandi ráðherra iðnaðarmála, þótti standa sig best í sjónvarpskappræðum þeirra sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista í gærkvöldi. Montebourg atti þar kappi við sex aðra frambjóðendur – fimm karla og eina konu, en sósíalistar munu velja forsetaefni sitt síðar í mánuðinum. Kannanir benda flestar til að frambjóðandi sósíalista, hver svo sem það verður, muni ekki eiga mikla möguleika gegn Repúblikananum Francois Fillon og Marine Le Pen, forsetaefni Þjóðfylkingarinnar. Í frétt Aftonbladet segir að kappræðurnar hafi staðið í um tvo og hálfan tíma þar sem meðal annars var deilt um frammistöðu sósíalistans Hollande í embætti forseta. Hollande nýtur gríðarlegra óvinsælda um þessar mundir og lýsti því yfir í síðasta mánuði að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Manuel Valls, fyrrverandi forsætisráðherra, er talinn líklegastur til að verða forsetaefni sósíalista, en kannanir benda til að bæði Montebourg og Benoît Hamon gætu einnig hreppt hnossið. Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Fillon og Le Pen í síðari umferðinni. Montebourg lét af störfum sem ráðherra árið 2014 eftir að hann gagnrýndi efnahagsstefnu Hollande forseta.
Tengdar fréttir Fillon verður forsetaefni franska Repúblikanaflokksins Nú þegar meirihluti atkvæða hefur verið talinn hefur Francois Fillon hlotið 68 prósent greiddra atkvæða gegn 32 prósentum Alain Juppe. Hefur Juppe játað sig sigraðann. 27. nóvember 2016 21:36 Óttast klofning meðal Sósíalista í Frakklandi Óttast er að Manuel Valls, forsætisráðherra, muni bjóða sig fram gegn Francois Hollande, sitjandi forseta, 28. nóvember 2016 13:24 Hollande sækist ekki eftir endurkjöri Francois Hollande Frakklandsforseti greindi frá því í kvöld að hann mun ekki sækjast eftir að vera forsetaefni Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum á næsta ári. 1. desember 2016 19:16 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Fillon verður forsetaefni franska Repúblikanaflokksins Nú þegar meirihluti atkvæða hefur verið talinn hefur Francois Fillon hlotið 68 prósent greiddra atkvæða gegn 32 prósentum Alain Juppe. Hefur Juppe játað sig sigraðann. 27. nóvember 2016 21:36
Óttast klofning meðal Sósíalista í Frakklandi Óttast er að Manuel Valls, forsætisráðherra, muni bjóða sig fram gegn Francois Hollande, sitjandi forseta, 28. nóvember 2016 13:24
Hollande sækist ekki eftir endurkjöri Francois Hollande Frakklandsforseti greindi frá því í kvöld að hann mun ekki sækjast eftir að vera forsetaefni Sósíalistaflokksins í forsetakosningunum á næsta ári. 1. desember 2016 19:16