1,1 milljarður króna í ósóttar bætur Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2017 12:52 Una Jónsdóttir segir það vera áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. Íbúðalánasjóður Aðeins um 42 prósent leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta og er útlit fyrir að um áramótin hafi 1,1 milljarður króna, sem ráðstafað hafði verið í húsnæðisbætur á fjárlögum ársins, ekki verið nýttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði þar sem segir ennfremur að gera eigi átak í fræðslu til leigjenda og leigusala um aukin rétt fólks á leigumarkaði til húsnæðisbóta. Mun það fara fram í tengslum við flutning útgreiðslu bótanna frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs um áramótin. „Ný könnun Íbúðalánasjóðs sýnir að umtalsvert fleiri eiga rétt á bótum en nýta sér þær. Á tímabilinu frá janúar til september í ár voru 4 milljarðar greiddir í húsnæðisbætur og miðað við óbreytt umsóknarhlutfall þá verða greiddir út 5,3 milljarðar í slíkar bætur á árinu öllu. Á fjárlögum ríkisins í ár var gert ráð fyrir 6,4 milljörðum í húsnæðisbætur. Það eru því 1,1 milljarður, sem gert hafði verið ráð fyrir að rynni til að fólks á leigumarkaði, sem verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. Í leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur í ljós að húsnæðisbætur eru að meðaltali 31% af leiguverði og því ljóst að um nokkra búbót gæti verið að ræða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðaltali greiða leigjendur um 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Ítarlegar niðurstöður úr könnuninni verða kynntar á húsnæðisþingi sem fram fer á morgun, mánudag. Þá var í gær tilkynnt að útgreiðsla húsnæðisbóta muni færast til Íbúðalánasjóðs frá Vinnumálastofnun og mun sjóðurinn í kjölfarið ráðast í sérstakt átak til að fræða leigjendur og leigusala um húsnæðisbætur og þannig reyna að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði. Vegna þessarar tilfærslu munu nokkrir starfsmenn Vinnumálastofnunar flytjast til Íbúðalánasjóðs.19% leigjenda á almennum markaði hafa ekki sótt um Í fyrrgreindri leigumarkaðskönnun voru leigjendur ennfremur spurðir út í ástæður þess að þeir þiggi ekki húsnæðisbætur og verður greint frá þeim, ásamt öðrum niðurstöðum könnunarinnar, á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs á mánudag,“ segir í tilkynninguinni. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðing í hagdeild Íbúðalánasjóðs, að það sé áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. „Önnur algengasta skýringin sem fólk gefur, sem ekki þiggur húsnæðisbætur, er að það hafi ekki sótt um þær. Það er því klárt tækifæri að kynna húsnæðisbæturnar betur og koma þeim til þeirra sem á þurfa að halda. Það sést í könnuninni að leigumarkaðurinn er íþyngjandi fyrir meirihluta fólks og við þurfum að sjá til þess að húsnæðisbætur séu betur nýttar til þess að lina vanda þessa hóps,“ segir Una. Húsnæðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira
Aðeins um 42 prósent leigjenda nýta sér rétt sinn til húsnæðisbóta og er útlit fyrir að um áramótin hafi 1,1 milljarður króna, sem ráðstafað hafði verið í húsnæðisbætur á fjárlögum ársins, ekki verið nýttar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði þar sem segir ennfremur að gera eigi átak í fræðslu til leigjenda og leigusala um aukin rétt fólks á leigumarkaði til húsnæðisbóta. Mun það fara fram í tengslum við flutning útgreiðslu bótanna frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs um áramótin. „Ný könnun Íbúðalánasjóðs sýnir að umtalsvert fleiri eiga rétt á bótum en nýta sér þær. Á tímabilinu frá janúar til september í ár voru 4 milljarðar greiddir í húsnæðisbætur og miðað við óbreytt umsóknarhlutfall þá verða greiddir út 5,3 milljarðar í slíkar bætur á árinu öllu. Á fjárlögum ríkisins í ár var gert ráð fyrir 6,4 milljörðum í húsnæðisbætur. Það eru því 1,1 milljarður, sem gert hafði verið ráð fyrir að rynni til að fólks á leigumarkaði, sem verður eftir í ríkiskassanum í lok árs. Í leigumarkaðskönnun hagdeildar Íbúðalánasjóðs, sem gerð var í ágúst og september, kemur í ljós að húsnæðisbætur eru að meðaltali 31% af leiguverði og því ljóst að um nokkra búbót gæti verið að ræða fyrir marga einstaklinga og fjölskyldur á leigumarkaði. Að meðaltali greiða leigjendur um 41% tekna sinna í húsaleigu og sumir mun meira. Ítarlegar niðurstöður úr könnuninni verða kynntar á húsnæðisþingi sem fram fer á morgun, mánudag. Þá var í gær tilkynnt að útgreiðsla húsnæðisbóta muni færast til Íbúðalánasjóðs frá Vinnumálastofnun og mun sjóðurinn í kjölfarið ráðast í sérstakt átak til að fræða leigjendur og leigusala um húsnæðisbætur og þannig reyna að auka útgreiðslur til fólks á leigumarkaði. Vegna þessarar tilfærslu munu nokkrir starfsmenn Vinnumálastofnunar flytjast til Íbúðalánasjóðs.19% leigjenda á almennum markaði hafa ekki sótt um Í fyrrgreindri leigumarkaðskönnun voru leigjendur ennfremur spurðir út í ástæður þess að þeir þiggi ekki húsnæðisbætur og verður greint frá þeim, ásamt öðrum niðurstöðum könnunarinnar, á húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs á mánudag,“ segir í tilkynninguinni. Haft er eftir Unu Jónsdóttur, hagfræðing í hagdeild Íbúðalánasjóðs, að það sé áhyggjuefni að á sama tíma og erfið staða sé á leigumarkaði þá nýti einungis fjórir af hverjum tíu leigjendum sér stuðningsúrræðin sem standi til boða. „Önnur algengasta skýringin sem fólk gefur, sem ekki þiggur húsnæðisbætur, er að það hafi ekki sótt um þær. Það er því klárt tækifæri að kynna húsnæðisbæturnar betur og koma þeim til þeirra sem á þurfa að halda. Það sést í könnuninni að leigumarkaðurinn er íþyngjandi fyrir meirihluta fólks og við þurfum að sjá til þess að húsnæðisbætur séu betur nýttar til þess að lina vanda þessa hóps,“ segir Una.
Húsnæðismál Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Fleiri fréttir Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Sjá meira