Japanir búa sig undir „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um Abe Atli Ísleifsson skrifar 10. október 2017 15:15 Shinzo Abe tók við embætti forsætisráðherra Japans árið 2012. Vísir/AFP Japanir munu ganga að kjörborðinu þarnæsta sunnudag, 22. október, og hefur kosningunum verið lýst sem „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um framtíð forsætisráðherrans Shinzo Abe. Um tíma var talið að spenna væri komin í kosningarnar eftir að ríkisstjóri Tókýó-borgar, Yuriko Koike, ákvað að stofna nýjan flokk, Flokkur vonarinnar (Kibo no to), í tilraun til að koma Abe frá völdum. Með stofnun flokksins var hrist hressilega upp í japönskum stjórnmálum en nú hefur Koike ákveðið að hún ætli sjálf ekki að bjóða sig fram. Er talið að hún vilji gegna embætti ríkisstjóra Tókýó fram yfir Sumarólympíuleikana sem haldnir verða í borginni árið 2020.Skortir leiðtoga Í frétt Financial Times segir að ákvörðun Koike þýði að stjörnarandstöðunni í landinu skorti sterkan leiðtoga og því bendi allt til að Abe og flokkur hans muni halda völdum í landinu. Abe hefur sagt að hann muni láta af embætti, takist flokki hans ekki að ná meirihluta. Abe ákvað nokkuð óvænt í lok september að leysa upp japanska þingið og boða til þingkosninga. Var talið að Abe væri þar með að nýta sér veika stöðu stjórnarandstöðunnar í landinu og sækjast eftir endurnýjuðu umboði til að hrinda stefnu stjórnar hans í félagsmálum og málefnum Norður-Kóreu í framkvæmd. Vinsældir Abe hafa aukist nokkuð síðustu mánuði í kjölfar aukinnar ógnar frá stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Gagnrýnendur Abe segja að hann hafi boðað til kosninga til að draga athyglina frá röð hneykslismála þar sem hann og flokksmenn hans hafa verið sakaðir um spillingu.Yuriko Koike er ríkisstjóri Tókýó.Vísir/AFPManneskjuleg íhaldsstefna Flokkur vonarinnar (Kibo no to), nýstofnaður flokkur ríkisstjórans Koike, hafði fram til þessa verið sérlega áberandi í kosningabaráttunni og sótt hart að Abe og flokki hans. „Grobb og slagorð opna ekki leiðina til framtíðar,“ sagði Abe um vinsældir hinnar 65 ára Koike sem þykir almennt nokkuð líflegri stjórnmálamaður en Abe. Koike hafði heitið því að framfylgja „manneskjulegri íhaldsstefnu“, að dregið verði úr notkun kjarnorku og henni hætt árið 2030. Þá hefur hún sagt flokkinn ætla að hætta við fyrirhugaðar skattahækkanir. Andstæðingar Koike segja flokkinn þó ekki hafa svarað spurningum um hvernig hún ætli að fjármagna metnaðarfull stefnumál sín. Ný könnun Yomiuri bendir til að 32 prósent kjósenda ætli sér að kjósa Abe og LDP-flokk hans. Flokkur vonarinnar mælist með um þrettán prósent fylgi í sömu könnun, sex prósent minna en í síðustu könnun. Abe tók við embætti forsætisráðherra Japans árið 2012. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Japanir munu ganga að kjörborðinu þarnæsta sunnudag, 22. október, og hefur kosningunum verið lýst sem „þjóðaratkvæðagreiðslu“ um framtíð forsætisráðherrans Shinzo Abe. Um tíma var talið að spenna væri komin í kosningarnar eftir að ríkisstjóri Tókýó-borgar, Yuriko Koike, ákvað að stofna nýjan flokk, Flokkur vonarinnar (Kibo no to), í tilraun til að koma Abe frá völdum. Með stofnun flokksins var hrist hressilega upp í japönskum stjórnmálum en nú hefur Koike ákveðið að hún ætli sjálf ekki að bjóða sig fram. Er talið að hún vilji gegna embætti ríkisstjóra Tókýó fram yfir Sumarólympíuleikana sem haldnir verða í borginni árið 2020.Skortir leiðtoga Í frétt Financial Times segir að ákvörðun Koike þýði að stjörnarandstöðunni í landinu skorti sterkan leiðtoga og því bendi allt til að Abe og flokkur hans muni halda völdum í landinu. Abe hefur sagt að hann muni láta af embætti, takist flokki hans ekki að ná meirihluta. Abe ákvað nokkuð óvænt í lok september að leysa upp japanska þingið og boða til þingkosninga. Var talið að Abe væri þar með að nýta sér veika stöðu stjórnarandstöðunnar í landinu og sækjast eftir endurnýjuðu umboði til að hrinda stefnu stjórnar hans í félagsmálum og málefnum Norður-Kóreu í framkvæmd. Vinsældir Abe hafa aukist nokkuð síðustu mánuði í kjölfar aukinnar ógnar frá stjórnvöldum í Norður-Kóreu. Gagnrýnendur Abe segja að hann hafi boðað til kosninga til að draga athyglina frá röð hneykslismála þar sem hann og flokksmenn hans hafa verið sakaðir um spillingu.Yuriko Koike er ríkisstjóri Tókýó.Vísir/AFPManneskjuleg íhaldsstefna Flokkur vonarinnar (Kibo no to), nýstofnaður flokkur ríkisstjórans Koike, hafði fram til þessa verið sérlega áberandi í kosningabaráttunni og sótt hart að Abe og flokki hans. „Grobb og slagorð opna ekki leiðina til framtíðar,“ sagði Abe um vinsældir hinnar 65 ára Koike sem þykir almennt nokkuð líflegri stjórnmálamaður en Abe. Koike hafði heitið því að framfylgja „manneskjulegri íhaldsstefnu“, að dregið verði úr notkun kjarnorku og henni hætt árið 2030. Þá hefur hún sagt flokkinn ætla að hætta við fyrirhugaðar skattahækkanir. Andstæðingar Koike segja flokkinn þó ekki hafa svarað spurningum um hvernig hún ætli að fjármagna metnaðarfull stefnumál sín. Ný könnun Yomiuri bendir til að 32 prósent kjósenda ætli sér að kjósa Abe og LDP-flokk hans. Flokkur vonarinnar mælist með um þrettán prósent fylgi í sömu könnun, sex prósent minna en í síðustu könnun. Abe tók við embætti forsætisráðherra Japans árið 2012.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira