Landsliðið í nýjum búningum í Rússlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 13:15 Strákarnir fagna marki Gylfa Þórs Sigurðarsonar í gær. Þeir munu leika í nýjum búningum í Rússlandi. vísir/eyþór Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika í nýjum búningum frá Errea á HM í Rússlandi. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá nýju búningunum á Fótbolta.net. Búningarnir eru frá Errea, líkt og búningarnir sem landsliðið spilaði í á EM í Frakklandi í fyrra, en fyrir það mót var greint frá því að KSÍ fengi 10 milljónir króna á ári næstu fjögur árin, það er frá 2016 til 2020, samtals fjörutíu milljónir frá íþróttavöruframleiðandanum fyrir að spila í Errea. Eins og einhverjir muna eflaust eftir voru skiptar skoðanir um búningana sem liðið spilaði í á EM. Klara segir þó nýju búningana ekki gerða vegna einhverrar óánægju. „Nei, alls ekki. Í hverri keppni tökum við nýjan og nýjan búning í notkun. Nú erum við klára þessa undakeppni þannig að þetta er svo sem ekkert nýtt sem við erum að gera,“ segir Klara. Þá kveðst hún ekki halda að FIFA fari fram á að landsliðin spili í nýjum búningum á HM. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum ekki búa til búning sem allir munu elska, það er bara ekki hægt,“ segir Klara. Aðspurð hvernig ferlið í kringum hönnunina á nýja búningnum sé segir hún það vera í skoðun. „Hönnunardeild Errea kemur auðvitað að þessu eins og með síðasta búning en við erum að skoða ýmsar leiðir í þessu og höfum ekki lokað fyrir neina möguleika.“ Þá vill Klara ekkert gefa upp um það hvenær nýju búningarnir verði frumsýndir. „Það er stutt síðan við funduðum og við erum bara að skoða hvaða leiðir við förum í þessu,“ segir Klara.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upprunalegri útgáfu var ekki nógu skýrt hvernig peningagreiðslum til KSÍ frá Errea væri háttað. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30 Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika í nýjum búningum frá Errea á HM í Rússlandi. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá nýju búningunum á Fótbolta.net. Búningarnir eru frá Errea, líkt og búningarnir sem landsliðið spilaði í á EM í Frakklandi í fyrra, en fyrir það mót var greint frá því að KSÍ fengi 10 milljónir króna á ári næstu fjögur árin, það er frá 2016 til 2020, samtals fjörutíu milljónir frá íþróttavöruframleiðandanum fyrir að spila í Errea. Eins og einhverjir muna eflaust eftir voru skiptar skoðanir um búningana sem liðið spilaði í á EM. Klara segir þó nýju búningana ekki gerða vegna einhverrar óánægju. „Nei, alls ekki. Í hverri keppni tökum við nýjan og nýjan búning í notkun. Nú erum við klára þessa undakeppni þannig að þetta er svo sem ekkert nýtt sem við erum að gera,“ segir Klara. Þá kveðst hún ekki halda að FIFA fari fram á að landsliðin spili í nýjum búningum á HM. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum ekki búa til búning sem allir munu elska, það er bara ekki hægt,“ segir Klara. Aðspurð hvernig ferlið í kringum hönnunina á nýja búningnum sé segir hún það vera í skoðun. „Hönnunardeild Errea kemur auðvitað að þessu eins og með síðasta búning en við erum að skoða ýmsar leiðir í þessu og höfum ekki lokað fyrir neina möguleika.“ Þá vill Klara ekkert gefa upp um það hvenær nýju búningarnir verði frumsýndir. „Það er stutt síðan við funduðum og við erum bara að skoða hvaða leiðir við förum í þessu,“ segir Klara.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upprunalegri útgáfu var ekki nógu skýrt hvernig peningagreiðslum til KSÍ frá Errea væri háttað.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30 Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00 Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Fleiri fréttir Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30
Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00