Landsliðið í nýjum búningum í Rússlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2017 13:15 Strákarnir fagna marki Gylfa Þórs Sigurðarsonar í gær. Þeir munu leika í nýjum búningum í Rússlandi. vísir/eyþór Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika í nýjum búningum frá Errea á HM í Rússlandi. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá nýju búningunum á Fótbolta.net. Búningarnir eru frá Errea, líkt og búningarnir sem landsliðið spilaði í á EM í Frakklandi í fyrra, en fyrir það mót var greint frá því að KSÍ fengi 10 milljónir króna á ári næstu fjögur árin, það er frá 2016 til 2020, samtals fjörutíu milljónir frá íþróttavöruframleiðandanum fyrir að spila í Errea. Eins og einhverjir muna eflaust eftir voru skiptar skoðanir um búningana sem liðið spilaði í á EM. Klara segir þó nýju búningana ekki gerða vegna einhverrar óánægju. „Nei, alls ekki. Í hverri keppni tökum við nýjan og nýjan búning í notkun. Nú erum við klára þessa undakeppni þannig að þetta er svo sem ekkert nýtt sem við erum að gera,“ segir Klara. Þá kveðst hún ekki halda að FIFA fari fram á að landsliðin spili í nýjum búningum á HM. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum ekki búa til búning sem allir munu elska, það er bara ekki hægt,“ segir Klara. Aðspurð hvernig ferlið í kringum hönnunina á nýja búningnum sé segir hún það vera í skoðun. „Hönnunardeild Errea kemur auðvitað að þessu eins og með síðasta búning en við erum að skoða ýmsar leiðir í þessu og höfum ekki lokað fyrir neina möguleika.“ Þá vill Klara ekkert gefa upp um það hvenær nýju búningarnir verði frumsýndir. „Það er stutt síðan við funduðum og við erum bara að skoða hvaða leiðir við förum í þessu,“ segir Klara.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upprunalegri útgáfu var ekki nógu skýrt hvernig peningagreiðslum til KSÍ frá Errea væri háttað. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30 Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika í nýjum búningum frá Errea á HM í Rússlandi. Þetta staðfestir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi en fyrst var greint frá nýju búningunum á Fótbolta.net. Búningarnir eru frá Errea, líkt og búningarnir sem landsliðið spilaði í á EM í Frakklandi í fyrra, en fyrir það mót var greint frá því að KSÍ fengi 10 milljónir króna á ári næstu fjögur árin, það er frá 2016 til 2020, samtals fjörutíu milljónir frá íþróttavöruframleiðandanum fyrir að spila í Errea. Eins og einhverjir muna eflaust eftir voru skiptar skoðanir um búningana sem liðið spilaði í á EM. Klara segir þó nýju búningana ekki gerða vegna einhverrar óánægju. „Nei, alls ekki. Í hverri keppni tökum við nýjan og nýjan búning í notkun. Nú erum við klára þessa undakeppni þannig að þetta er svo sem ekkert nýtt sem við erum að gera,“ segir Klara. Þá kveðst hún ekki halda að FIFA fari fram á að landsliðin spili í nýjum búningum á HM. „Við gerum okkur grein fyrir því að við munum ekki búa til búning sem allir munu elska, það er bara ekki hægt,“ segir Klara. Aðspurð hvernig ferlið í kringum hönnunina á nýja búningnum sé segir hún það vera í skoðun. „Hönnunardeild Errea kemur auðvitað að þessu eins og með síðasta búning en við erum að skoða ýmsar leiðir í þessu og höfum ekki lokað fyrir neina möguleika.“ Þá vill Klara ekkert gefa upp um það hvenær nýju búningarnir verði frumsýndir. „Það er stutt síðan við funduðum og við erum bara að skoða hvaða leiðir við förum í þessu,“ segir Klara.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem í upprunalegri útgáfu var ekki nógu skýrt hvernig peningagreiðslum til KSÍ frá Errea væri háttað.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58 Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30 Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00 Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir Íslenska landsliðið mun gista og æfa í bænum Gelendzhik á HM í Rússlandi á næsta ári. 10. október 2017 10:58
Heimir var hvattur til að hætta Heimir Hallgrímsson kom Íslandi á Heimsmeistaramótið í fótbolta í gærkvöldi, fyrstur manna. Eftir allt partíið sem var í kringum EM í fyrra hvöttu meira að segja hans nánustu Eyjamanninn til að láta gott heita og gera eitthvað annað. 10. október 2017 06:30
Litli knattspyrnurisinn til Rússlands Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum. 10. október 2017 06:00