Fótbolti

Strákarnir gista í „paradís“ í strandbæ við Svartahafið á HM | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ströndin heillar í Gelendzhik.
Ströndin heillar í Gelendzhik.
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta tryggðu sér sæti á HM 2018 í gærkvöldi eins og alþjóð veit með 2-0 sigri á Kósóvó á Laugardalsvelli.

Okkar menn þurfa ekkert umspil eða slíkt. Farseðilinn til Rússlands er tryggður og nú taka við margir æfingaleikir á meðan beðið verður eftir að flautað verður til leiks á HM á næsta ári.

KSÍ er fyrir löngu búið að velja sér stað í Rússlandi þar sem liðið mun dvelja og æfa á meðan mótinu stendur en bærinn sem varð fyrir valinu heitir Gelendzhik.

Gelendzhik er 55.000 manna strand- og ferðabannabær en hann stendur við Svartahafið. Á EM 2016 í Frakklandi voru strákarnir upp í fjöllum í smábænum Annecy og kunnu greinilega vel við sig í fámenninu.

Strákarnir munu gista á FIFA-hótel sem er lýst sem Spa- og sjávarparadís en þar er allt til alls svo mönnum líði sem best á meðan mótinu stendur.

Hér að neðan má sjá myndir frá staðnum þar sem strákarnir verða.

Huggulegur bær.
Það má vinna með þetta.mynd/FIFA
Falleg bygging.mynd/fifa
Gylfi getur sofið vel í þessu.mynd/fifa

Tengdar fréttir

Litli knattspyrnurisinn til Rússlands

Ísland vann í gær eitt sitt allra stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar er karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni HM, sem fer fram í Rússlandi næsta sumar. Árangurinn á EM í Frakklandi var engin tilviljun og strákarnir ætla sér enn stærri afrek á næstu misserum.

Sigur að tapa bara 2-1 fyrir Íslandi

Ísland varð í gærkvöld minnsta þjóð sögunnar til þess að komast í lokakeppni heimsmeistaramóts. Þetta afrek fór ekki framhjá neinum í fótboltaheiminum og hafa nokkrar stórstjörnur tekið til Twitter og óskað Íslendingum til hamingju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×