Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City höfðu betur gegn Bristol City í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór 3-2.
Aron Einar lék allan leikinn fyriri Cardiff inni á miðjunni en Hörður Björgvin Magnússon var fjarri góðu gamni hjá Bristol vegna meiðsla.
Staðan í hálfleik var 0-0 en svo komu fimm mörk í þeim síðari. Cardiff komst uppfyrir Bristol með sigrinum og er liðið núna í sautjánda sætinu með 30 stig en Bristol með 27 stig í nítjánda sætinu.
