Börn njóti alls vafa vakni grunur um ofbeldi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. júlí 2017 20:34 Margrét Pála Ólafsdóttir, fulltrúi Hjallastefnunnar. Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir að allir starfsmenn barnaskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð glími nú við áfallið sem fylgir í kjölfar þess að tveimur starfsmönnum skólans var vikið úr starfi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag að skólastjóra og stuðningsfulltrúa skólans hafi verið vikið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Margrét Pála segir að börn njóti alls vafa ef grunur vaknar um slíkt. „Síðustu dagar hafa reynst mér þungir í skauti og í reynd sársaukafyllri en nokkur orð fá lýst,“ skrifar Margrét Pála á Facebook síðu sinni. Hún segist hafa valið að koma hreint fram í fréttum enda sjái hún ekki ástæðu til annars.Sjá einnig: Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi „Upplýsingar um þetta mál bárust mér eftir skólaslit og útskrift viðkomandi barna, því miður, og gripum við samdægurs til aðgerða samkvæmt starfsreglum okkar. Þar á meðal voru umræddir starfsmenn tafarlaust settir í leyfi frá skólastarfi enda njóta börn alls vafa ef grunur vaknar. Allir starfsmenn skólans glíma nú við áfallið sem fylgir í kjölfarið og allir foreldrar og nemendur taka málið einnig mjög nærri sér.“ Hún segir að þó að könnun Barnaverndarnefndar og rannsókn lögreglu taki oft langan tíma verði að sýna því skilning því málið þurfi að vinna vandlega til að skýr niðurstaða fáist. „Biðin er þó erfið og sársaukafull fyrir alla hlutaðeigandi svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Gildir það jafnt um þá sem mögulega hafa sýnt af sér atferli sem er ábótavant sem og þau börn og foreldra sem málið snýst um. Ekkert fær lýst harmi mínum og sorg gagnvart öllum málsaðilum.“Sjá einnig: Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við „Ég vil þakka ykkur innilega, foreldrar, stuðningsfólk og velunnarar Hjallastefnunnar sem hafið sýnt okkur skilning og hlýhug á þessum erfiðu dögum. Símtöl, póstar og skilaboð ykkar eru ómetanleg. Eins þakka ég innilega öllum þeim sem hafa fylgst með fréttum, bæði foreldrum og öðrum sem hafa valið að draga andann djúpt og bíða róleg eftir niðurstöðum Barnaverndarnefndar fremur en að bjóða dómstóli götunnar að taka við þessu viðkvæma máli. Það er drengskaparlega gert, ekki síst í samfélagi sem á það til að fara fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum með órökstuddar yfirlýsingar og sleggjudóma. Nógu erfið eru svona mál í eðli sínu, ekki síst þar sem allt starfsfólk er bundið trúnaði og getur engu svarað. Með hag barna í huga ættum við öll að skapa frið um rannsókn mála og treysta fagaðilum fyrir að leiða mál til lykta.“Færslu Margrétar Pálu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Margrét Pála Ólafsdóttir, talsmaður Hjallastefnunnar, segir að allir starfsmenn barnaskóla Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð glími nú við áfallið sem fylgir í kjölfar þess að tveimur starfsmönnum skólans var vikið úr starfi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn fimmtudag að skólastjóra og stuðningsfulltrúa skólans hafi verið vikið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Margrét Pála segir að börn njóti alls vafa ef grunur vaknar um slíkt. „Síðustu dagar hafa reynst mér þungir í skauti og í reynd sársaukafyllri en nokkur orð fá lýst,“ skrifar Margrét Pála á Facebook síðu sinni. Hún segist hafa valið að koma hreint fram í fréttum enda sjái hún ekki ástæðu til annars.Sjá einnig: Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi „Upplýsingar um þetta mál bárust mér eftir skólaslit og útskrift viðkomandi barna, því miður, og gripum við samdægurs til aðgerða samkvæmt starfsreglum okkar. Þar á meðal voru umræddir starfsmenn tafarlaust settir í leyfi frá skólastarfi enda njóta börn alls vafa ef grunur vaknar. Allir starfsmenn skólans glíma nú við áfallið sem fylgir í kjölfarið og allir foreldrar og nemendur taka málið einnig mjög nærri sér.“ Hún segir að þó að könnun Barnaverndarnefndar og rannsókn lögreglu taki oft langan tíma verði að sýna því skilning því málið þurfi að vinna vandlega til að skýr niðurstaða fáist. „Biðin er þó erfið og sársaukafull fyrir alla hlutaðeigandi svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Gildir það jafnt um þá sem mögulega hafa sýnt af sér atferli sem er ábótavant sem og þau börn og foreldra sem málið snýst um. Ekkert fær lýst harmi mínum og sorg gagnvart öllum málsaðilum.“Sjá einnig: Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við „Ég vil þakka ykkur innilega, foreldrar, stuðningsfólk og velunnarar Hjallastefnunnar sem hafið sýnt okkur skilning og hlýhug á þessum erfiðu dögum. Símtöl, póstar og skilaboð ykkar eru ómetanleg. Eins þakka ég innilega öllum þeim sem hafa fylgst með fréttum, bæði foreldrum og öðrum sem hafa valið að draga andann djúpt og bíða róleg eftir niðurstöðum Barnaverndarnefndar fremur en að bjóða dómstóli götunnar að taka við þessu viðkvæma máli. Það er drengskaparlega gert, ekki síst í samfélagi sem á það til að fara fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum með órökstuddar yfirlýsingar og sleggjudóma. Nógu erfið eru svona mál í eðli sínu, ekki síst þar sem allt starfsfólk er bundið trúnaði og getur engu svarað. Með hag barna í huga ættum við öll að skapa frið um rannsókn mála og treysta fagaðilum fyrir að leiða mál til lykta.“Færslu Margrétar Pálu má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30 Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59 Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Skólastjóri og stuðningsfulltrúi hjá Hjallastefnunni grunaðir um að beita börn ofbeldi Skólastjóra og starfsmanni Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur verið vikiðtímabundið frá störfum vegna gruns um að þau hafi beitt börn ofbeldi. Barnavernd Reykjavíkur er með málið til skoðunar. 29. júní 2017 18:30
Hjallastefnan mögulega gert mistök með því að bregðast ekki strax við Talsmaður Hjallastefnunnar segir að mögulega hafi Barnaskóli Hjallastefnunnar gert mistök með því að bregðast ekki strax við erfiðum aðstæðum meðal nemenda. 30. júní 2017 19:59
Móðir upplifir þöggun af hálfu Hjallastefnu Guðrún Lilja Magnúsdóttir, móðir drengs í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík, segir barn sitt hafa orðið fyrir ítrekuðu ofbeldi af hálfu starfsfólks skólans. 30. júní 2017 05:00