Stór hluti látinna og særðra á barnsaldri 24. maí 2017 07:00 Fólk kom saman í borginni til að minnast hinna látnu og biðja fyrir hinum særðu. vísir/epa Minnst 22 létust og yfir sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena, í Manchester-borg, í fyrrakvöld. Stór hluti látinna og særðra er undir átján ára aldri. Ekki er vitað hvar nokkur börn eru niðurkomin og stendur leit yfir. Þetta er mannskæðasta árásin á breskri grundu frá sprengjuárásum í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Þar fórust 56. Sprengingin kvað við undir lok tónleika bandarísku poppstjörnunnar Ariönu Grande um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Árásarmaðurinn, hinn 23 ára gamli Salam Abedi, sprengdi sig í loft upp í anddyri hallarinnar þar sem fólk var á leið út af tónleikunum. Abedi var sonur líbískra innflytjenda en fæddist og hafði búið alla sína ævi í Manchester. Talið er að heimatilbúin naglasprengja hafi verið notuð við ódæðisverkið. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að sprengjuvargurinn hafi verið á þeirra vegum. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina en enn bendir ekkert til að Abedi hafi átt sér samstarfsmenn. Þrjú fórnarlömb sprengingarinnar hafa verið nafngreind. Það eru þær Georgia Callander, átján ára, Saffie Rose Roussos, átta ára, og John Atkinsson, 28 ára. Eftir árásina greip mikil ringulreið um sig þegar tónleikagestirnir, rúmlega 20 þúsund talsins, streymdu út úr höllinni. Leigubílstjórar buðust til að aka fólki endurgjaldslaust í skjól, gistiheimili opnuðu dyr sínar og sömu sögu er að segja af ýmsum íbúum í nágrenni hallarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet Englandsdrottning fordæmdu báðar árásina í ávörpum í gær. Drottningin sagði að þar hefði verið á ferðinni „hrein villimennska“ og May benti á að þetta væri ein alversta hryðjuverkaárás sem dunið hefði á Bretlandi. Þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn víðsvegar um heiminn fordæmdu árásina einnig. Í þeim hópi voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson. Í samúðarkveðju forseta til Bretadrottningar segir meðal annars að „enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi“. „Ekkert fær útskýrt viljann til að ráðast á saklaust fólk, á börn, unglinga og foreldra þeirra, eins og gert var með grimmdarverkinu í Manchester í gærkvöldi,“ ritaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Minnst 22 létust og yfir sextíu særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena, í Manchester-borg, í fyrrakvöld. Stór hluti látinna og særðra er undir átján ára aldri. Ekki er vitað hvar nokkur börn eru niðurkomin og stendur leit yfir. Þetta er mannskæðasta árásin á breskri grundu frá sprengjuárásum í lestarkerfi Lundúna árið 2005. Þar fórust 56. Sprengingin kvað við undir lok tónleika bandarísku poppstjörnunnar Ariönu Grande um klukkan hálf ellefu að staðartíma. Árásarmaðurinn, hinn 23 ára gamli Salam Abedi, sprengdi sig í loft upp í anddyri hallarinnar þar sem fólk var á leið út af tónleikunum. Abedi var sonur líbískra innflytjenda en fæddist og hafði búið alla sína ævi í Manchester. Talið er að heimatilbúin naglasprengja hafi verið notuð við ódæðisverkið. Samtökin Íslamska ríkið hafa lýst því yfir að sprengjuvargurinn hafi verið á þeirra vegum. Tveir hafa verið handteknir í tengslum við árásina en enn bendir ekkert til að Abedi hafi átt sér samstarfsmenn. Þrjú fórnarlömb sprengingarinnar hafa verið nafngreind. Það eru þær Georgia Callander, átján ára, Saffie Rose Roussos, átta ára, og John Atkinsson, 28 ára. Eftir árásina greip mikil ringulreið um sig þegar tónleikagestirnir, rúmlega 20 þúsund talsins, streymdu út úr höllinni. Leigubílstjórar buðust til að aka fólki endurgjaldslaust í skjól, gistiheimili opnuðu dyr sínar og sömu sögu er að segja af ýmsum íbúum í nágrenni hallarinnar. Allir lögðust á eitt við að hjálpa þeim sem á þurftu að halda. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Elísabet Englandsdrottning fordæmdu báðar árásina í ávörpum í gær. Drottningin sagði að þar hefði verið á ferðinni „hrein villimennska“ og May benti á að þetta væri ein alversta hryðjuverkaárás sem dunið hefði á Bretlandi. Þjóðarleiðtogar og stjórnmálamenn víðsvegar um heiminn fordæmdu árásina einnig. Í þeim hópi voru Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson. Í samúðarkveðju forseta til Bretadrottningar segir meðal annars að „enginn sem styðji ódæði af þessu tagi verðskuldi skjól í lýðræðissamfélagi“. „Ekkert fær útskýrt viljann til að ráðast á saklaust fólk, á börn, unglinga og foreldra þeirra, eins og gert var með grimmdarverkinu í Manchester í gærkvöldi,“ ritaði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Sjá meira
Íslenskar mæðgur á tónleikum Ariönu Grande: „Hef aldrei á ævinni heyrt svona háan hvell“ Linda Björk Hafþórsdóttir, var stödd ásamt 11 ára dóttur sinni á tónleikunum í Manchester í kvöld þegar sprengingarnar dundu yfir. 23. maí 2017 00:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53