Á sama tíma borgarbúar syrgja og reyna að komast yfir þennan hryllilega atburð undirbýr Manchester United sig fyrir stærsta leik tímabilsins hjá sér en það mætir Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld.
Einnar mínútu þögn verður fyrir leikinn til að minnast þeirra sem að létust en ákveðið var að leikurinn færi fram þrátt fyrir atburðinn á mánudagskvöldið.
Eric Cantona, fyrrverandi leikmaður Manchester United sem er goðsögn í lifanda lífi hjá stuðningsmönnum liðsins, sendi öllum íbúum borgarinnar kveðju á Twitter-síðu Eurosport en Frakkinn elskar Manchester og ensku þjóðina.
„Ég finn mikið til með fórnarlömbunum, og þeim sem særðir eru; börnunum, unglingunum, fullorðna fólkinu, vinum þeirra og fjölskyldum,“ segir Cantona.
„Ég finn til með Manchester og stuðningsmönnum Manchester United sem ég elska svo mikið. Ég finn til með Englandi og Englendingum sem ég elska svo heitt. Ég syrgi með ykkur. Hjarta mitt er með ykkur. Ég er alltaf með ykkur,“ segir Eric Cantona.
Kveðjuna má sjá hér að neðan.
Eric Cantona asked us to share this message to the people of Manchester. #WeStandTogether pic.twitter.com/v08yi79vrq
— Eurosport UK (@Eurosport_UK) May 23, 2017