Magnaður Marcos Alonso fékk traustið hjá Conte Smári Jökull Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 06:00 Marcos Alonso fagnar marki sínu á móti Arsenal. Vísir/Getty Marcos Alonso skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í sigrinum gegn Arsenal á laugardaginn. Spánverjinn öflugi hóf atvinnumannaferilinn hjá Real Madrid en var lítið í sviðsljósinu þar til Antonio Conte keypti hann frá Fiorentina í sumar. Alonso hefur slegið í gegn hjá Chelsea og verið lykilmaður í sigurgöngu liðsins á tímabilinu.Umdeilt mark Mark Alonso kom Chelsea á bragðið í toppslagnum gegn Arsenal. Hann var fyrstur að átta sig eftir að Diego Costa skallaði í þverslána og skallaði frákastið í netið fram hjá Petr Cech. Margir vildu þó meina að markið hefði aldrei átt að standa þar sem Alonso fór með hendurnar á undan sér í skallaeinvígið gegn Hector Bellerin. Bellerin lá vankaður eftir og varð að fara af leikvelli. Á upptökum sást að Alonso fór með olnbogann í Bellerin og Arsene Wenger sagði eftir leik að um hefði verið að ræða 100% brot. Markið stóð og lagði grunninn að 3-1 sigri Chelsea. Antonio Conte kom Alonso til varnar og sagði að það væri aldrei dæmt á álíka atvik á Englandi en viðurkenndi að mögulega hefði slíkt verið gert á Ítalíu.Fékk ekki tækifærið hjá Real Marcos Alonso kemur úr unglingastarfi Real Madrid en hann var á mála hjá spænska stórveldinu frá níu ára aldri. Hann lék tvö tímabil með varaliði félagsins og kom einu sinni við sögu hjá aðalliðinu þegar Manuel Pellegrini skipti honum inn á í uppbótartíma gegn Racing Santander árið 2010. Nokkrum mánuðum seinna samdi Alonso við Bolton Wanderers sem þá lék í ensku úrvalsdeildinni og féll með liðinu í Championship-deildina í maí 2012. Hann lék áfram með Bolton árið eftir og var valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum tímabilið 2012-13. Um sumarið samdi Alonso við Fiorentina en Spánverjinn knái var þó mættur á ný í enska boltann í janúar 2014, í þetta sinn á láni hjá Sunderland. Hann lék 16 leiki fyrir Sunderland, þar á meðal í úrslitaleik deildarbikarsins í tapi gegn Manchester City. Eftir lánstímann hjá Sunderland vann Alonso sér sæti í liði Fiorentina og lék yfir 70 leiki með ítalska félaginu á síðustu tveimur tímabilum.Marcos Alonso skorar á móti Arsenal.Vísir/GettySmellpassar í kerfi Conte Það kom nokkuð á óvart þegar Chelsea tilkynnti um kaupin á Marcos Alonso. Hann var keyptur á lokadegi félagaskiptagluggans á rúmar 20 milljónir punda og bjuggust flestir við að hlutverk hans yrði að vera varaskeifa fyrir Cesar Azpilicueta sem hafði leikið í vinstri bakverðinum fram að því. Annað kom þó á daginn. Eftir dapurt gengi Chelsea framan af ákvað knattspyrnustjórinn Antonio Conte að breyta um leikkerfi. Hann setti Alonso inn sem vængbakvörð vinstra megin þar sem Spánverjinn fékk meiri ábyrgð sóknarlega en oft áður. Alonso er sterkur í loftinu auk þess að vinna ófáar tæklingar í vörninni og hefur spilað afar vel í kerfinu sem Conte notaði með góðum árangri hjá Juventus á sínum tíma. Alonso hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu 18 leikjum Chelsea í deildinni og er augljóst að Conte veðjaði á réttan hest þegar hann fékk Alonso til liðs við sig.Erfið staða að spila Alonso viðurkennir að það kosti mikla orku að leika þá stöðu sem hann gerir í Chelsea liðinu. Hann þurfi að hlaupa töluvert meira en áður því hann taki meiri þátt í sóknarleiknum en hann er vanur auk þess að sinna varnarvinnunni. Victor Moses leikur sömu stöðu hægra megin í kerfi Conte. „Ég fer í sóknina um það bil átta sinnum í hverjum leik miðað við fjórum sinnum áður. Í þessari stöðu þarf ég að vera á fjærstönginni ef boltinn kemur frá kantinum hægra megin. Það er erfitt að halda sér ferskum en ég held að við hjálpum liðinu mikið, ég verð að halda mér í formi,“ sagði Alonso í viðtali fyrir skömmu. Þeir Alonso og Moses hafa skorað 7 mörk samtals í deildinni og veitt eitraðri sóknarlínu liðsins mikilvægan stuðning. Það virðist lítið geta stoppað bláliða undir stjórn Conte sem fagnaði sigrinum gegn Arsenal líkt og titillinn væri í höfn.Romelu Lukaku.Vísir/GettyLeikmaður helgarinnarRomelu Lukaku gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í 6-3 sigri Everton gegn Bournemouth á laugardaginn. Everton situr í 7.sæti deildarinnar og hefur ekki tapað deildarleik frá því fyrir jól. Það tók Lukaku ekki nema 30 sekúndur að opna markareikninginn á Goodison Park. Hann skoraði þá með skoti úr teignum eftir samspil við Ross Barkley og bætti svo við öðru marki sínu á 29. mínútu þegar hann kom Everton í 3-0. Belginn sterki fullkomnaði fernuna með tveimur mörkum á tveimur mínútum undir lokin en Bournemouth hafði þá náð að minnka muninn í eitt mark. Með mörkunum fjórum er Lukaku nú markahæstur í deildinni með 16 mörk eftir 23 umferðir og hefur skorað marki meira en þeir Alexis Sanchez hjá Arsenal og Diego Costa hjá toppliði Chelsea. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem hinn 23 ára Lukaku skorar fjögur mörk í einum og sama leiknum en hann hefur tvisvar sinnum áður skorað þrennu í ensku úrvalsdeildinni, meðal annars í sigri Everton gegn Sunderland fyrr á tímabilinu.Oumar Niasse fagnar marki sínu á móti Liverpool.Vísir/GettyStóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Sigur Hull gegn Liverpool var bæði óvæntur og mikilvægur. Liðið hefur tekið framförum undir stjórn Marco Silva og náð í fjögur stig í síðustu tveimur leikjum gegn Manchester United og Liverpool. Líkurnar á að liðið haldi sæti sínu í deildinni hafa aukist þó fram undan sé hörð fallbarátta.Hvað kom á óvart? Fyrir leikinn gegn Crystal Palace hafði Sunderland aðeins skorað fjögur mörk á útivelli á tímabilinu. Strákarnir hans David Moyes tvöfölduðu þann fjölda á laugardaginn og unnu óvæntan 4-0 sigur. Liðin eru jöfn í tveimur neðstu sætum deildarinnar og í harðri fallbaráttu.Mestu vonbrigðin Liverpool hefur ekki enn þá unnið deildarleik á þessu ári og knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp sagði að frammistaðan í tapinu gegn Hull hefði verið óásættanleg. Endurkoma Sadio Mane í byrjunarliðið hafði lítið að segja og sóknarleikur liðsins, sem var frábær á fyrri hluta tímabilsins, er vart svipur hjá sjón. Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
Marcos Alonso skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í sigrinum gegn Arsenal á laugardaginn. Spánverjinn öflugi hóf atvinnumannaferilinn hjá Real Madrid en var lítið í sviðsljósinu þar til Antonio Conte keypti hann frá Fiorentina í sumar. Alonso hefur slegið í gegn hjá Chelsea og verið lykilmaður í sigurgöngu liðsins á tímabilinu.Umdeilt mark Mark Alonso kom Chelsea á bragðið í toppslagnum gegn Arsenal. Hann var fyrstur að átta sig eftir að Diego Costa skallaði í þverslána og skallaði frákastið í netið fram hjá Petr Cech. Margir vildu þó meina að markið hefði aldrei átt að standa þar sem Alonso fór með hendurnar á undan sér í skallaeinvígið gegn Hector Bellerin. Bellerin lá vankaður eftir og varð að fara af leikvelli. Á upptökum sást að Alonso fór með olnbogann í Bellerin og Arsene Wenger sagði eftir leik að um hefði verið að ræða 100% brot. Markið stóð og lagði grunninn að 3-1 sigri Chelsea. Antonio Conte kom Alonso til varnar og sagði að það væri aldrei dæmt á álíka atvik á Englandi en viðurkenndi að mögulega hefði slíkt verið gert á Ítalíu.Fékk ekki tækifærið hjá Real Marcos Alonso kemur úr unglingastarfi Real Madrid en hann var á mála hjá spænska stórveldinu frá níu ára aldri. Hann lék tvö tímabil með varaliði félagsins og kom einu sinni við sögu hjá aðalliðinu þegar Manuel Pellegrini skipti honum inn á í uppbótartíma gegn Racing Santander árið 2010. Nokkrum mánuðum seinna samdi Alonso við Bolton Wanderers sem þá lék í ensku úrvalsdeildinni og féll með liðinu í Championship-deildina í maí 2012. Hann lék áfram með Bolton árið eftir og var valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum tímabilið 2012-13. Um sumarið samdi Alonso við Fiorentina en Spánverjinn knái var þó mættur á ný í enska boltann í janúar 2014, í þetta sinn á láni hjá Sunderland. Hann lék 16 leiki fyrir Sunderland, þar á meðal í úrslitaleik deildarbikarsins í tapi gegn Manchester City. Eftir lánstímann hjá Sunderland vann Alonso sér sæti í liði Fiorentina og lék yfir 70 leiki með ítalska félaginu á síðustu tveimur tímabilum.Marcos Alonso skorar á móti Arsenal.Vísir/GettySmellpassar í kerfi Conte Það kom nokkuð á óvart þegar Chelsea tilkynnti um kaupin á Marcos Alonso. Hann var keyptur á lokadegi félagaskiptagluggans á rúmar 20 milljónir punda og bjuggust flestir við að hlutverk hans yrði að vera varaskeifa fyrir Cesar Azpilicueta sem hafði leikið í vinstri bakverðinum fram að því. Annað kom þó á daginn. Eftir dapurt gengi Chelsea framan af ákvað knattspyrnustjórinn Antonio Conte að breyta um leikkerfi. Hann setti Alonso inn sem vængbakvörð vinstra megin þar sem Spánverjinn fékk meiri ábyrgð sóknarlega en oft áður. Alonso er sterkur í loftinu auk þess að vinna ófáar tæklingar í vörninni og hefur spilað afar vel í kerfinu sem Conte notaði með góðum árangri hjá Juventus á sínum tíma. Alonso hefur verið í byrjunarliðinu í síðustu 18 leikjum Chelsea í deildinni og er augljóst að Conte veðjaði á réttan hest þegar hann fékk Alonso til liðs við sig.Erfið staða að spila Alonso viðurkennir að það kosti mikla orku að leika þá stöðu sem hann gerir í Chelsea liðinu. Hann þurfi að hlaupa töluvert meira en áður því hann taki meiri þátt í sóknarleiknum en hann er vanur auk þess að sinna varnarvinnunni. Victor Moses leikur sömu stöðu hægra megin í kerfi Conte. „Ég fer í sóknina um það bil átta sinnum í hverjum leik miðað við fjórum sinnum áður. Í þessari stöðu þarf ég að vera á fjærstönginni ef boltinn kemur frá kantinum hægra megin. Það er erfitt að halda sér ferskum en ég held að við hjálpum liðinu mikið, ég verð að halda mér í formi,“ sagði Alonso í viðtali fyrir skömmu. Þeir Alonso og Moses hafa skorað 7 mörk samtals í deildinni og veitt eitraðri sóknarlínu liðsins mikilvægan stuðning. Það virðist lítið geta stoppað bláliða undir stjórn Conte sem fagnaði sigrinum gegn Arsenal líkt og titillinn væri í höfn.Romelu Lukaku.Vísir/GettyLeikmaður helgarinnarRomelu Lukaku gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í 6-3 sigri Everton gegn Bournemouth á laugardaginn. Everton situr í 7.sæti deildarinnar og hefur ekki tapað deildarleik frá því fyrir jól. Það tók Lukaku ekki nema 30 sekúndur að opna markareikninginn á Goodison Park. Hann skoraði þá með skoti úr teignum eftir samspil við Ross Barkley og bætti svo við öðru marki sínu á 29. mínútu þegar hann kom Everton í 3-0. Belginn sterki fullkomnaði fernuna með tveimur mörkum á tveimur mínútum undir lokin en Bournemouth hafði þá náð að minnka muninn í eitt mark. Með mörkunum fjórum er Lukaku nú markahæstur í deildinni með 16 mörk eftir 23 umferðir og hefur skorað marki meira en þeir Alexis Sanchez hjá Arsenal og Diego Costa hjá toppliði Chelsea. Þetta var í fyrsta sinn á ferlinum sem hinn 23 ára Lukaku skorar fjögur mörk í einum og sama leiknum en hann hefur tvisvar sinnum áður skorað þrennu í ensku úrvalsdeildinni, meðal annars í sigri Everton gegn Sunderland fyrr á tímabilinu.Oumar Niasse fagnar marki sínu á móti Liverpool.Vísir/GettyStóru málin eftir helgina í enska boltanumStærstu úrslitin Sigur Hull gegn Liverpool var bæði óvæntur og mikilvægur. Liðið hefur tekið framförum undir stjórn Marco Silva og náð í fjögur stig í síðustu tveimur leikjum gegn Manchester United og Liverpool. Líkurnar á að liðið haldi sæti sínu í deildinni hafa aukist þó fram undan sé hörð fallbarátta.Hvað kom á óvart? Fyrir leikinn gegn Crystal Palace hafði Sunderland aðeins skorað fjögur mörk á útivelli á tímabilinu. Strákarnir hans David Moyes tvöfölduðu þann fjölda á laugardaginn og unnu óvæntan 4-0 sigur. Liðin eru jöfn í tveimur neðstu sætum deildarinnar og í harðri fallbaráttu.Mestu vonbrigðin Liverpool hefur ekki enn þá unnið deildarleik á þessu ári og knattspyrnustjórinn Jurgen Klopp sagði að frammistaðan í tapinu gegn Hull hefði verið óásættanleg. Endurkoma Sadio Mane í byrjunarliðið hafði lítið að segja og sóknarleikur liðsins, sem var frábær á fyrri hluta tímabilsins, er vart svipur hjá sjón.
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira