Fósturgreining talin sjálfsagður hluti af mæðraskoðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. ágúst 2017 20:30 Hulda segir að hér á landi þyki það sjálfsagt að ríkið bjóði fram alla heilsuvernd á borð við skimpróf. Vísir/Stefán Karlsson Fósturgreining hefur þótt, af almenningi, sjálfsagður hluti af mæðraskoðun hér á landi sem og í nágrannalöndum. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á kvennadeild Landsspítalans sem var gestur í Reykjavík síðdegis.Vísir hefur greint frá því ýmsir nafntogaðir einstaklingar í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt Íslendinga harðlega fyrir að viðhafa tíðar prófanir fyrir litningagallanum eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um málið síðastliðið þriðjudagskvöld. Sumir hafa jafnvel gripið til þeirrar samlíkingar að það, hversu fáir fæðist með Downs-heilkenni, svipi til Þýskalands nasismans.Upplýsingarnar teygðar og togaðar Hulda segir telur að umfjöllun þáttarins hafi ekki að öllu leyti verið sannleikanum samkvæm, til dæmis sé ekki 100% meðgöngurof þegar fóstur með Downs-heilkenni eru annars vegar. „Í þessum fréttaþætti var greinilega ákveðið að taka þá afstöðu að gleyma þessum örfáu konum sem að þó eru til sem að ákveða að ganga með og þetta fólk sem gerði þáttinn fékk upplýsingar um að það væru ekki alveg 100% en það er reyndar nálægt því,“ segir Hulda sem segist ekki endilega telja að það sé neikvætt. „Ef fólk er búið að fá góða fræðslu fyrir prófið og í gegnum þetta ferli sem er að fara í gegnum svona próf að þá séu það bara þeir sem ætla sér að taka ákvörðun um að binda endi á meðgönguna sem fara alla leið í gegnum skimprófið og greiningarprófið sem getur verið áhættusamt,“ segir Hulda.Fræðsla í boði Spurð að því hvort hvort foreldrar fái fræðslu um Downs-heilkenni fái það niðurstöðu um litningagalla segir Hulda að fræðsla sé „fullkomlega í boði fyrir alla,“ sé hennar óskað. Hún segir mikilvægt að meta hvert atvik fyrir sig og þreifa fyrir sér hvort viðkomandi foreldrar viti hvað Downs-heilkenni sé eða hvort það þekki einstaklinga með Downs-heilkenni. Ef fólk er með einhverjum hætti óöruggt og vill upplýsingar er fræðsla í boði. Annars vegar er fólki boðið upp á að hitta lækni sem að sérhæfir sig í að annast börn með Downs-heilkenni og hins vegar að hitta fjölskyldur, foreldra og önnur börn sem eru með heilkennið.Bandaríkjamenn með önnur viðhorf en Vesturlönd „Ég held að Bandaríkin séu bara á allt öðrum stað heldur en afgangurinn af þessum vestræna heimi, sem við köllum. Langflest lönd í Evrópu eru með frjálsar fóstureyðingar og fóstureyðingar þykja bara sjálfsagður hluti af heilsuvernd kvenna að hafa aðgang að tiltölulega frjálsum fóstureyðingum og það þykir ekki neitt óeðlilegt að enda meðgöngu þegar eitthvað er að fóstri,“ segir Hulda sem bendir á að fréttaflutningur í Bandaríkjunum renni stoðum undir þá hugmynd að þeir séu með allt annað viðhorf til meðgöngurofs.Heilsuvernd af hendi ríkisins sjálfsagður hlutur Þáttastjórnendur benda á að umfjöllun þáttarins hafi verið sett fram eins að sé með einhverjum hætti stefna ríkisins að enda meðgöngu þar sem Downs-heilkenni er annars vegar. Hulda tekur undir þetta en bendir á að það þyki sjálfsagður hluti af mæðravernd að ríkið bjóði fram alla heilsuvernd á borð við skimpróf og annað slíkt. „Þetta hefur þótt af almenningi í landinu sjálfsagður hluti af mæðravernd og fósturgreining, eins langt og hún nær, þykir sjálfsagður hluti af mæðraskoðun hér á Íslandi og víðast hvar í Evrópu,“ segir Hulda. Í viðtalinu útskýrir Hulda ferlið. Hún segir að í fyrstu sé foreldrum boðið upp á svokallað skimpróf þar sem athugað er hvort það séu auknar líkur á litningagalla. Í kringum 15-20% kvenna afþakka boðið og þá eru um 15-20% kenna sem velja að fara í gegnum skimprófið. Af þeim 80-85% kvenna sem það kjósa fá hugsanlega að vita að auknar líkur séu á litningargalla þá er tekin umræða á ný og þær spurðar „hefurðu áhuga á því að fara í fylgju-eða legvatnsástungu til að láta kanna það hvort barnið sé með litningagalla“ og af þeim sem eru spurðar segir Hulda að séu um 20% sem afþakka í því skrefi. Hulda segir að af þeim sem taka ákvörðunina um að fara í ástungu séu langflestir búnir að ákveða að binda endi á meðgönguna ef það liggur fyrir að fóstrið sé með litningagalla.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í fullri lengd. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira
Fósturgreining hefur þótt, af almenningi, sjálfsagður hluti af mæðraskoðun hér á landi sem og í nágrannalöndum. Þetta segir Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingaþjónustu á kvennadeild Landsspítalans sem var gestur í Reykjavík síðdegis.Vísir hefur greint frá því ýmsir nafntogaðir einstaklingar í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt Íslendinga harðlega fyrir að viðhafa tíðar prófanir fyrir litningagallanum eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS um málið síðastliðið þriðjudagskvöld. Sumir hafa jafnvel gripið til þeirrar samlíkingar að það, hversu fáir fæðist með Downs-heilkenni, svipi til Þýskalands nasismans.Upplýsingarnar teygðar og togaðar Hulda segir telur að umfjöllun þáttarins hafi ekki að öllu leyti verið sannleikanum samkvæm, til dæmis sé ekki 100% meðgöngurof þegar fóstur með Downs-heilkenni eru annars vegar. „Í þessum fréttaþætti var greinilega ákveðið að taka þá afstöðu að gleyma þessum örfáu konum sem að þó eru til sem að ákveða að ganga með og þetta fólk sem gerði þáttinn fékk upplýsingar um að það væru ekki alveg 100% en það er reyndar nálægt því,“ segir Hulda sem segist ekki endilega telja að það sé neikvætt. „Ef fólk er búið að fá góða fræðslu fyrir prófið og í gegnum þetta ferli sem er að fara í gegnum svona próf að þá séu það bara þeir sem ætla sér að taka ákvörðun um að binda endi á meðgönguna sem fara alla leið í gegnum skimprófið og greiningarprófið sem getur verið áhættusamt,“ segir Hulda.Fræðsla í boði Spurð að því hvort hvort foreldrar fái fræðslu um Downs-heilkenni fái það niðurstöðu um litningagalla segir Hulda að fræðsla sé „fullkomlega í boði fyrir alla,“ sé hennar óskað. Hún segir mikilvægt að meta hvert atvik fyrir sig og þreifa fyrir sér hvort viðkomandi foreldrar viti hvað Downs-heilkenni sé eða hvort það þekki einstaklinga með Downs-heilkenni. Ef fólk er með einhverjum hætti óöruggt og vill upplýsingar er fræðsla í boði. Annars vegar er fólki boðið upp á að hitta lækni sem að sérhæfir sig í að annast börn með Downs-heilkenni og hins vegar að hitta fjölskyldur, foreldra og önnur börn sem eru með heilkennið.Bandaríkjamenn með önnur viðhorf en Vesturlönd „Ég held að Bandaríkin séu bara á allt öðrum stað heldur en afgangurinn af þessum vestræna heimi, sem við köllum. Langflest lönd í Evrópu eru með frjálsar fóstureyðingar og fóstureyðingar þykja bara sjálfsagður hluti af heilsuvernd kvenna að hafa aðgang að tiltölulega frjálsum fóstureyðingum og það þykir ekki neitt óeðlilegt að enda meðgöngu þegar eitthvað er að fóstri,“ segir Hulda sem bendir á að fréttaflutningur í Bandaríkjunum renni stoðum undir þá hugmynd að þeir séu með allt annað viðhorf til meðgöngurofs.Heilsuvernd af hendi ríkisins sjálfsagður hlutur Þáttastjórnendur benda á að umfjöllun þáttarins hafi verið sett fram eins að sé með einhverjum hætti stefna ríkisins að enda meðgöngu þar sem Downs-heilkenni er annars vegar. Hulda tekur undir þetta en bendir á að það þyki sjálfsagður hluti af mæðravernd að ríkið bjóði fram alla heilsuvernd á borð við skimpróf og annað slíkt. „Þetta hefur þótt af almenningi í landinu sjálfsagður hluti af mæðravernd og fósturgreining, eins langt og hún nær, þykir sjálfsagður hluti af mæðraskoðun hér á Íslandi og víðast hvar í Evrópu,“ segir Hulda. Í viðtalinu útskýrir Hulda ferlið. Hún segir að í fyrstu sé foreldrum boðið upp á svokallað skimpróf þar sem athugað er hvort það séu auknar líkur á litningagalla. Í kringum 15-20% kvenna afþakka boðið og þá eru um 15-20% kenna sem velja að fara í gegnum skimprófið. Af þeim 80-85% kvenna sem það kjósa fá hugsanlega að vita að auknar líkur séu á litningargalla þá er tekin umræða á ný og þær spurðar „hefurðu áhuga á því að fara í fylgju-eða legvatnsástungu til að láta kanna það hvort barnið sé með litningagalla“ og af þeim sem eru spurðar segir Hulda að séu um 20% sem afþakka í því skrefi. Hulda segir að af þeim sem taka ákvörðunina um að fara í ástungu séu langflestir búnir að ákveða að binda endi á meðgönguna ef það liggur fyrir að fóstrið sé með litningagalla.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í fullri lengd.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Sjá meira