Mátti ekki verða prinsessa því hann er strákur Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 09:59 Kannski mun Elsa bara leggja álög á Disneyland í París og gefa þeim fimbulkulda og ís? Þriggja ára enskur drengur fékk afsökunarbeiðni frá Disneylandi í París eftir að honum var meinað að taka þátt í „prinsessa í einn dag“ vegna þess að hann er ekki stelpa. Hayley McLean-Glass ætlaði að gleðja son sinn Noah með því að fara með hann í Disneyland í París og bjóða honum upp á upplifun á hótelinu sem heitir „prinsessa í einn dag“ þar sem börn fá yfirhalningu og fá að vera eins og alvöru Disney prinsessa í einn dag. Gleðin var þó skammlíf hjá Noah því Hayley fékk svar þess efnis að ekki væri hægt að skrá drengi í upplifunina. Noah er forfallinn aðdáandi teiknimyndarinnar Frozen og er sérstaklega heillaður af söguhetjunni Elsu. Hann klæðir sig upp eins og Elsa á nær hverjum degi og sefur stundum jafnvel í prinsessukjólnum. „Mér finnst þetta ósanngjarnt, ef það væri eitthvað svipað með sjóræningja eða Spider-Man þá mættu litlar stúlkur taka þátt í því,“ segir Hayley í samtali við ITV. „Ef einhver segði lítilli stelpu að hún gæti ekki gert það yrði allt vitlaust, en ég skil ekki hvers vegna það er öðruvísi með stráka.“Ekkert með kynhneigð að gera Hún segir þetta þá ekki snúast um kynhneigð enda sé Noah bara lítið barn, sem vilji bara vera eins og uppáhalds persónan sín. Hayley ritað opið bréf til Disney á bloggsíðu sinni. „Vinsamlegast útskýrið hvaða hræðilegu örlög bíða drengsins míns ef þið leyfið honum að fá hárgreiðslu, fara í Elsu kjól og fá smá kinnalit fyrir myndatöku? Því ég er hreinlega orðlaus,“ skrifaði hún meðal annars. Disneyland í París hefur beðið fjölskylduna afsökunnar og segir að um einangrað atvik sé að ræða. Þau viðbrögð sem fjölskyldan hafi fengið endurspegli ekki viðhorf eða reglur garðsins og að tryggt verði að slíkt komi ekki fyrir aftur. „Fjölbreytni er okkur hjartans mál og við viljum tryggja að allir gesti njóti dvalarinnar. Auðvitað er bæði drengjum og stúlkum velkomið að taka þátt í „prinsessa í einn dag“ upplifuninni líkt og öllum öðrum dagskrárliðum sem við bjóðum upp á,“ segir í tilkynningu frá Disneylandi í París.Hér fyrir neðan má sjá uppáhald Noah litla og margra annarra barna, Elsu í Frozen, syngja lagið Let It Go. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Þriggja ára enskur drengur fékk afsökunarbeiðni frá Disneylandi í París eftir að honum var meinað að taka þátt í „prinsessa í einn dag“ vegna þess að hann er ekki stelpa. Hayley McLean-Glass ætlaði að gleðja son sinn Noah með því að fara með hann í Disneyland í París og bjóða honum upp á upplifun á hótelinu sem heitir „prinsessa í einn dag“ þar sem börn fá yfirhalningu og fá að vera eins og alvöru Disney prinsessa í einn dag. Gleðin var þó skammlíf hjá Noah því Hayley fékk svar þess efnis að ekki væri hægt að skrá drengi í upplifunina. Noah er forfallinn aðdáandi teiknimyndarinnar Frozen og er sérstaklega heillaður af söguhetjunni Elsu. Hann klæðir sig upp eins og Elsa á nær hverjum degi og sefur stundum jafnvel í prinsessukjólnum. „Mér finnst þetta ósanngjarnt, ef það væri eitthvað svipað með sjóræningja eða Spider-Man þá mættu litlar stúlkur taka þátt í því,“ segir Hayley í samtali við ITV. „Ef einhver segði lítilli stelpu að hún gæti ekki gert það yrði allt vitlaust, en ég skil ekki hvers vegna það er öðruvísi með stráka.“Ekkert með kynhneigð að gera Hún segir þetta þá ekki snúast um kynhneigð enda sé Noah bara lítið barn, sem vilji bara vera eins og uppáhalds persónan sín. Hayley ritað opið bréf til Disney á bloggsíðu sinni. „Vinsamlegast útskýrið hvaða hræðilegu örlög bíða drengsins míns ef þið leyfið honum að fá hárgreiðslu, fara í Elsu kjól og fá smá kinnalit fyrir myndatöku? Því ég er hreinlega orðlaus,“ skrifaði hún meðal annars. Disneyland í París hefur beðið fjölskylduna afsökunnar og segir að um einangrað atvik sé að ræða. Þau viðbrögð sem fjölskyldan hafi fengið endurspegli ekki viðhorf eða reglur garðsins og að tryggt verði að slíkt komi ekki fyrir aftur. „Fjölbreytni er okkur hjartans mál og við viljum tryggja að allir gesti njóti dvalarinnar. Auðvitað er bæði drengjum og stúlkum velkomið að taka þátt í „prinsessa í einn dag“ upplifuninni líkt og öllum öðrum dagskrárliðum sem við bjóðum upp á,“ segir í tilkynningu frá Disneylandi í París.Hér fyrir neðan má sjá uppáhald Noah litla og margra annarra barna, Elsu í Frozen, syngja lagið Let It Go.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira