Þórsarar úr leik eftir tap fyrir Ægismönnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2017 22:01 Þór hefur byrjað tímabilið skelfilega. vísir/anton Matraðarbyrjun Þórsara á tímabilinu heldur áfram en í kvöld féll liðið úr leik fyrir 3. deildarliði Ægis á heimavelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Þór situr á botni Inkasso-deildarinnar eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðunum og er núna dottinn út úr bikarkeppninni. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar voru Ægismenn ískaldir og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Orri Freyr Hjaltalín brenndi af fjórðu spyrnu Þórs. Lokatölur 3-5 eftir vítakeppni. Þrír aðrir leikir fóru fram í Borgunarbikarnum í kvöld. Kolbeinn Kárason tryggði Leikni R. sigur á Þrótti R., 2-1, í leik tveggja Inkasso-deildarliða á Leiknisvelli. Staðan var markalaus í hálfleik en á 50. mínútu kom Skúli E. Kristjánsson Sigurz, lánsmaður frá Breiðabliki, Leikni yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Tíu mínútum síðar jafnaði Þróttur metin með sjálfsmarki Halldórs Kristins Halldórssonar. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Kolbeinn svo sigurmark Leiknis með skalla eftir hornspyrnu Ragnars Leóssonar. Selfoss, topplið Inkasso-deildarinnar, þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna 3. deildarlið Kára á heimavelli. Lokatölur 3-2, Selfossi í vil. Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og eftir korter var staðan orðin 2-0, heimamönnum í vil. Alfi Conteh Lacalle og James Mack skoruðu mörkin. Káramenn gáfust ekki upp og jöfnuðu metin með mörkum Andra Júlíussonar og Arnórs Snæs Guðmundssonar. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Elvar Ingi Vignisson sigurmark Selfyssinga með skalla eftir fyrirgjöf frá Giordano Pantano. Grótta lenti undir gegn 3. deildarliði Berserkja en kom til baka og vann 1-4 sigur. Karel Sigurðsson kom Berserkjum yfir á 7. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Viktor Smári Segatta metin. Jóhannes Hilmarsson, Agnar Guðjónsson og Viktor Smári bættu svo við mörkum og Seltirningar eru því komnir áfram í 16-liða úrslit. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Matraðarbyrjun Þórsara á tímabilinu heldur áfram en í kvöld féll liðið úr leik fyrir 3. deildarliði Ægis á heimavelli í 32-liða úrslitum Borgunarbikars karla. Þór situr á botni Inkasso-deildarinnar eftir tvö töp í fyrstu tveimur umferðunum og er núna dottinn út úr bikarkeppninni. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar voru Ægismenn ískaldir og skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum á meðan Orri Freyr Hjaltalín brenndi af fjórðu spyrnu Þórs. Lokatölur 3-5 eftir vítakeppni. Þrír aðrir leikir fóru fram í Borgunarbikarnum í kvöld. Kolbeinn Kárason tryggði Leikni R. sigur á Þrótti R., 2-1, í leik tveggja Inkasso-deildarliða á Leiknisvelli. Staðan var markalaus í hálfleik en á 50. mínútu kom Skúli E. Kristjánsson Sigurz, lánsmaður frá Breiðabliki, Leikni yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Tíu mínútum síðar jafnaði Þróttur metin með sjálfsmarki Halldórs Kristins Halldórssonar. Þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Kolbeinn svo sigurmark Leiknis með skalla eftir hornspyrnu Ragnars Leóssonar. Selfoss, topplið Inkasso-deildarinnar, þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna 3. deildarlið Kára á heimavelli. Lokatölur 3-2, Selfossi í vil. Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og eftir korter var staðan orðin 2-0, heimamönnum í vil. Alfi Conteh Lacalle og James Mack skoruðu mörkin. Káramenn gáfust ekki upp og jöfnuðu metin með mörkum Andra Júlíussonar og Arnórs Snæs Guðmundssonar. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Elvar Ingi Vignisson sigurmark Selfyssinga með skalla eftir fyrirgjöf frá Giordano Pantano. Grótta lenti undir gegn 3. deildarliði Berserkja en kom til baka og vann 1-4 sigur. Karel Sigurðsson kom Berserkjum yfir á 7. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Viktor Smári Segatta metin. Jóhannes Hilmarsson, Agnar Guðjónsson og Viktor Smári bættu svo við mörkum og Seltirningar eru því komnir áfram í 16-liða úrslit. Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Körfubolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira