María reif þakið af húsi forsætisráðherrans Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. september 2017 07:02 María áður en hún gekk á land á Dóminíku. Vísir/AP Forsætisráðherra Dóminíku lýsir eyðileggingu fellibyljarins Maríu sem algjörri tortímingu. Skömmu áður en María gekk á land á eyjunni varð hún að fimmta stigs fellibyl - jafn öflugum og Irma sem gekk þar yfir í upphafi mánaðarins. „Við erum búin að tapa öllu sem peningar geta keypt,“ sagði forsætisráðherrann Roosevelt Skerrit í Facebook-færslu í gær. Skömmu áður hafði hann lýst því hvernig vindstyrkurinn hafði rifið þakið af húsi hans og að hann bæði Maríu um vægð. Honum var bjargað skömmu síðar. Mest óttast forsætisráðherrann flóð og aurskriður í kjölfar rigninganna sem Maríu hafa fylgt. Þau gætu valdið miklu tjóni og mannskaða.Færsla forsætisráðherrans í gærkvöldi.FacebookMaría fetar nokkurn veginn sömu slóð og Irma gerði en Hléborðseyjar fundu fyrst fyrir Maríu. Dóminíka er syðsta eyjan í klasanum. Eftir að María gekk yfir eyjuna minnkaði styrkur henni og er hún fjórða stigs fellibylur sem stendur. Þó telja veðurfræðingur að styrkur hennar gæti aukist er hún gengur í átt að Púertó Ríkó og Jómfrúareyjum. Forsætisráðherra Dóminíku lýsir tjóninu á eyjunni sem algjörri tortímingu og að hann sé gáttaður á umfangi eyðileggingarinnar. Blaðamaður á eyjunni segir í samtali við BBC að ástandið hefði versnað „mikið, hratt. Við vitum ekki ennþá hvert ástandið verður eftir að það lægir. Það eina sem ég get sagt er að þetta lítur ekki vel út fyrir Dóminíku sem stendur,“ sagði blaðamaðurinn Curtis Matthew.Búið er að loka öllum höfnum og flugvöllum á eyjunni og hefur íbúum strandbæja verið gert að forða sér í neyðarskýli. Að minnsta kosti 84 fórust þegar Irma gekk yfir Karíbahafið og suðaustanverð Bandaríkin. Meira en helmingur þeirra fórst í Karíbahafi. Óttast er að Maria muni mögulega þeyta upp braki og öðrum lausamunum og ekki er talið ólíklegt að meira manntjón verði af völdum Mariu en Irmu.Sjá má feril Maríu á gagnvirku korti hér fyrir neðan. Dóminíka Tengdar fréttir María ógnar fórnarlömbum Irmu Fellibylurinn María hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls. Stefnir María nú á eyjur í Karíba-hafinu sem sumar hverjar urðu illa úti eftir að fellibylurinn Irma gekk þar á land fyrir skömmu. 18. september 2017 23:15 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Forsætisráðherra Dóminíku lýsir eyðileggingu fellibyljarins Maríu sem algjörri tortímingu. Skömmu áður en María gekk á land á eyjunni varð hún að fimmta stigs fellibyl - jafn öflugum og Irma sem gekk þar yfir í upphafi mánaðarins. „Við erum búin að tapa öllu sem peningar geta keypt,“ sagði forsætisráðherrann Roosevelt Skerrit í Facebook-færslu í gær. Skömmu áður hafði hann lýst því hvernig vindstyrkurinn hafði rifið þakið af húsi hans og að hann bæði Maríu um vægð. Honum var bjargað skömmu síðar. Mest óttast forsætisráðherrann flóð og aurskriður í kjölfar rigninganna sem Maríu hafa fylgt. Þau gætu valdið miklu tjóni og mannskaða.Færsla forsætisráðherrans í gærkvöldi.FacebookMaría fetar nokkurn veginn sömu slóð og Irma gerði en Hléborðseyjar fundu fyrst fyrir Maríu. Dóminíka er syðsta eyjan í klasanum. Eftir að María gekk yfir eyjuna minnkaði styrkur henni og er hún fjórða stigs fellibylur sem stendur. Þó telja veðurfræðingur að styrkur hennar gæti aukist er hún gengur í átt að Púertó Ríkó og Jómfrúareyjum. Forsætisráðherra Dóminíku lýsir tjóninu á eyjunni sem algjörri tortímingu og að hann sé gáttaður á umfangi eyðileggingarinnar. Blaðamaður á eyjunni segir í samtali við BBC að ástandið hefði versnað „mikið, hratt. Við vitum ekki ennþá hvert ástandið verður eftir að það lægir. Það eina sem ég get sagt er að þetta lítur ekki vel út fyrir Dóminíku sem stendur,“ sagði blaðamaðurinn Curtis Matthew.Búið er að loka öllum höfnum og flugvöllum á eyjunni og hefur íbúum strandbæja verið gert að forða sér í neyðarskýli. Að minnsta kosti 84 fórust þegar Irma gekk yfir Karíbahafið og suðaustanverð Bandaríkin. Meira en helmingur þeirra fórst í Karíbahafi. Óttast er að Maria muni mögulega þeyta upp braki og öðrum lausamunum og ekki er talið ólíklegt að meira manntjón verði af völdum Mariu en Irmu.Sjá má feril Maríu á gagnvirku korti hér fyrir neðan.
Dóminíka Tengdar fréttir María ógnar fórnarlömbum Irmu Fellibylurinn María hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls. Stefnir María nú á eyjur í Karíba-hafinu sem sumar hverjar urðu illa úti eftir að fellibylurinn Irma gekk þar á land fyrir skömmu. 18. september 2017 23:15 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
María ógnar fórnarlömbum Irmu Fellibylurinn María hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls. Stefnir María nú á eyjur í Karíba-hafinu sem sumar hverjar urðu illa úti eftir að fellibylurinn Irma gekk þar á land fyrir skömmu. 18. september 2017 23:15