Segist hafa hafnað „hugsanlegu“ tilboði um manneskju ársins Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2017 08:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti ber blendnar tilfinningar til tímaritsins Time. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fengið símtal frá tímaritinu Time þar sem honum var tjáð að hann yrði „hugsanlega“ valinn „manneskja ársins.“ Talsmenn tímaritsins hrekja hins vegar þessar yfirlýsingar forsetans. Vals Time-tímaritsins á „manneskju ársins“ er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu og þykir útnefningin mikill heiður. Trump hlaut sjálfur titilinn í fyrra og sat fyrir á forsíðu blaðsins undir yfirskriftinni „forseti sundraðra Bandaríkja.“ Trump segir tímaritið nú hafa „hugsanlega“ boðið honum titilinn annað árið í röð en forsetinn greindi frá málinu á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði þó „hugsanlega“ útnefningu ekki nógu góða og því hafi hann ákveðið að hafna boðinu. „Tímaritið Time hringdi til að segja mér að ég yrði HUGSANLEGA valinn „Maður (Manneskja) ársins“ eins og í fyrra, en að ég yrði að fallast á viðtal og umfangsmikla myndatöku. Ég sagði að „hugsanlega“ væri ekki nógu gott og sat hjá. Takk samt!“ ritaði forsetinn.Time Magazine called to say that I was PROBABLY going to be named “Man (Person) of the Year,” like last year, but I would have to agree to an interview and a major photo shoot. I said probably is no good and took a pass. Thanks anyway!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 24, 2017 Tímaritið svaraði þó þessari fullyrðingu forsetans strax í gær og segir hann fara með rangt mál. Þessi háttur sé ekki hafður á við val á manneskju ársins og að Time muni enn fremur ekki ræða val sitt fyrr en á útgáfudegi, þann 6. desember næstkomandi.The President is incorrect about how we choose Person of the Year. TIME does not comment on our choice until publication, which is December 6.— TIME (@TIME) November 25, 2017 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um val Time-tímaritisins á manneskju ársins. Hann brást illa við árið 2015 þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hlaut titilinn en hann sagði hana vera að „eyðileggja Þýskaland.“ Þá hefur hann margoft hvatt tímaritið til að útnefna sjálfan sig og á móti gagnrýnt það harðlega fyrir að útnefna sig ekki.I told you @TIME Magazine would never pick me as person of the year despite being the big favorite They picked person who is ruining Germany— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2015 Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því í sumar að forsíður Time-tímaritsins hangi á veggjum nokkurra golfklúbba í eigu forsetans. Trump er sjálfur á téðum myndum og fyrirsagnir gefa til kynna að hann hafi verið valinn manneskja ársins. Time-tímaritið kannast þó ekki við umræddar forsíðumyndir. Donald Trump Tengdar fréttir Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fengið símtal frá tímaritinu Time þar sem honum var tjáð að hann yrði „hugsanlega“ valinn „manneskja ársins.“ Talsmenn tímaritsins hrekja hins vegar þessar yfirlýsingar forsetans. Vals Time-tímaritsins á „manneskju ársins“ er alla jafna beðið með mikilli eftirvæntingu og þykir útnefningin mikill heiður. Trump hlaut sjálfur titilinn í fyrra og sat fyrir á forsíðu blaðsins undir yfirskriftinni „forseti sundraðra Bandaríkja.“ Trump segir tímaritið nú hafa „hugsanlega“ boðið honum titilinn annað árið í röð en forsetinn greindi frá málinu á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði þó „hugsanlega“ útnefningu ekki nógu góða og því hafi hann ákveðið að hafna boðinu. „Tímaritið Time hringdi til að segja mér að ég yrði HUGSANLEGA valinn „Maður (Manneskja) ársins“ eins og í fyrra, en að ég yrði að fallast á viðtal og umfangsmikla myndatöku. Ég sagði að „hugsanlega“ væri ekki nógu gott og sat hjá. Takk samt!“ ritaði forsetinn.Time Magazine called to say that I was PROBABLY going to be named “Man (Person) of the Year,” like last year, but I would have to agree to an interview and a major photo shoot. I said probably is no good and took a pass. Thanks anyway!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 24, 2017 Tímaritið svaraði þó þessari fullyrðingu forsetans strax í gær og segir hann fara með rangt mál. Þessi háttur sé ekki hafður á við val á manneskju ársins og að Time muni enn fremur ekki ræða val sitt fyrr en á útgáfudegi, þann 6. desember næstkomandi.The President is incorrect about how we choose Person of the Year. TIME does not comment on our choice until publication, which is December 6.— TIME (@TIME) November 25, 2017 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump tjáir sig um val Time-tímaritisins á manneskju ársins. Hann brást illa við árið 2015 þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hlaut titilinn en hann sagði hana vera að „eyðileggja Þýskaland.“ Þá hefur hann margoft hvatt tímaritið til að útnefna sjálfan sig og á móti gagnrýnt það harðlega fyrir að útnefna sig ekki.I told you @TIME Magazine would never pick me as person of the year despite being the big favorite They picked person who is ruining Germany— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 9, 2015 Bandaríska dagblaðið Washington Post greindi frá því í sumar að forsíður Time-tímaritsins hangi á veggjum nokkurra golfklúbba í eigu forsetans. Trump er sjálfur á téðum myndum og fyrirsagnir gefa til kynna að hann hafi verið valinn manneskja ársins. Time-tímaritið kannast þó ekki við umræddar forsíðumyndir.
Donald Trump Tengdar fréttir Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30 „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30 Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fékk rúman milljarð í fría auglýsingu frá Trump Er Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að ráðast á körfuboltapabbann LaVar Ball með látum á Twitter gerði hann sér líklega ekki grein fyrir því að hann væri í raun að gera Ball risastóran greiða. 24. nóvember 2017 13:30
„Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“ Á sínu fyrsta kjörtímabili gæti Trump tilnefnt allt að 30 prósent allra alríkisdómara í Bandaríkjunum. 24. nóvember 2017 13:30
Baldwin-bróðir sakar Trump um að hafa reynt við konuna sína "Hún vísaði hans feita rassi á dyr,“ tísti leikarinn Billy Baldwin til sonar Bandaríkjaforseta. 23. nóvember 2017 19:25