Trump-liðar hóta Alaska vegna atkvæðis þingmanns Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2017 18:05 Ryan Zinke, innanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Innanríkisráðherra Donald Trump, Ryan Zinke, hringdi í báða öldungadeildarþingmenn Alaska og varaði þau við því að mögulegt væri að ríkisstjórnin myndi breyta stefnu sinni varðandi Alaska. Það gerði hann eftir að þingkonan Lisa Murkowski greiddi atkvæði gegn því að fella niður sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem í daglegu tali er kallað Obamacare. Zinke, sem stýrir málefnum lands í alríkiseigu og auðlinda, sagði að atkvæði Murkowski hefði ógnað þeirri framtíð sem ríkisstjórnin hefði í huga varðandi Alaska. Þetta sagði hinn þingmaður ríkisins, Dan Sullivan, við Alaska Dispatch News. Bæði hann og Murkowski eru meðlimir Repúblikanaflokksins.Sullivan sagðist óttast að sú lína sem Hvíta húsið hafði lagt varðandi Alaska, fjölgun starfa í námuvinnslu, orkuframleiðslu og öðru, væri í hættu. „Ég reyndi að verjast fyrir hönd allra íbúa Alaska. Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og það var mikil jákvæðni varðandi stefnu sem Zinke og forsetinn hafa verið tala um varðandi efnahag okkar. Skilaboðin voru hins vegar skýr,“ sagði Sullivan. Murkowski og þingkonan Susan Collins frá Maine voru þær einu innan flokksins sem kusu gegn því að hefja umræðu um að fella Obamacare niður og þurfti Mike Pence, varaforseti og forseti öldungadeildarinnar, að grípa inni þar sem atkvæðin voru jöfn, 50 gegn 50. Gerist það er það varaforseti Bandaríkjanna sem hefur úrslitaatkvæði. Þetta var á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn tíst Trump og sagði Murkowski hafa brugðist repúblikönum og Bandaríkjunum.Senator @lisamurkowski of the Great State of Alaska really let the Republicans, and our country, down yesterday. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Innanríkisráðherra Donald Trump, Ryan Zinke, hringdi í báða öldungadeildarþingmenn Alaska og varaði þau við því að mögulegt væri að ríkisstjórnin myndi breyta stefnu sinni varðandi Alaska. Það gerði hann eftir að þingkonan Lisa Murkowski greiddi atkvæði gegn því að fella niður sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem í daglegu tali er kallað Obamacare. Zinke, sem stýrir málefnum lands í alríkiseigu og auðlinda, sagði að atkvæði Murkowski hefði ógnað þeirri framtíð sem ríkisstjórnin hefði í huga varðandi Alaska. Þetta sagði hinn þingmaður ríkisins, Dan Sullivan, við Alaska Dispatch News. Bæði hann og Murkowski eru meðlimir Repúblikanaflokksins.Sullivan sagðist óttast að sú lína sem Hvíta húsið hafði lagt varðandi Alaska, fjölgun starfa í námuvinnslu, orkuframleiðslu og öðru, væri í hættu. „Ég reyndi að verjast fyrir hönd allra íbúa Alaska. Við erum að ganga í gegnum erfiða tíma og það var mikil jákvæðni varðandi stefnu sem Zinke og forsetinn hafa verið tala um varðandi efnahag okkar. Skilaboðin voru hins vegar skýr,“ sagði Sullivan. Murkowski og þingkonan Susan Collins frá Maine voru þær einu innan flokksins sem kusu gegn því að hefja umræðu um að fella Obamacare niður og þurfti Mike Pence, varaforseti og forseti öldungadeildarinnar, að grípa inni þar sem atkvæðin voru jöfn, 50 gegn 50. Gerist það er það varaforseti Bandaríkjanna sem hefur úrslitaatkvæði. Þetta var á þriðjudaginn. Á miðvikudaginn tíst Trump og sagði Murkowski hafa brugðist repúblikönum og Bandaríkjunum.Senator @lisamurkowski of the Great State of Alaska really let the Republicans, and our country, down yesterday. Too bad!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00 Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12 Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31 Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Heilbrigðisfrumvarpi Repúblikana hafnað John McCain sneri úr veikindaleyfi til að kjósa með frumvarpinu. 27. júlí 2017 07:00
Trump sagður íhuga að nýta þinghlé til að skipa nýjan dómsmálaráðherra Þegar Bandaríkjaþing fer í sumarfrí í næsta mánuði gæti Donald Trump skipað nýjan dómsmálaráðherra án þess að þurfa að fá staðfestingu þingmanna. Forsetinn er sagður ræða þann möguleika við ráðgjafa sína en hann hefur gagnrýnt Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, harðlega að undanförnu. 27. júlí 2017 12:12
Trump eignar sér „stórkostlega fjárfestingu“ Foxconn Verksmiðjan verður staðsett í Wisconsin-ríki en talið er að hún muni framleiða LCD-skjái. Búist er við því að um þrjú þúsund manns fái vinnu við framleiðsluna. 27. júlí 2017 07:31
Innanhússerjur í Hvíta húsinu fyrir opnum tjöldum Samskiptastjóri Hvíta hússins gefur sterklega í skyn að starfsmannastjóri þess hafi lekið skaðlegum upplýsingum í fjölmiðla. Hann segir að þeir sem hefðu lekið eins viðkvæmum upplýsingum og nú sé gert hefðu verið hengdir fyrr á öldum. 27. júlí 2017 15:07