Tímaspursmál hvenær heróín nær útbreiðslu hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júlí 2017 07:00 Hér á landi hafa verið um 600 sprautufíklar síðustu ár. Vísir/Anton Brink Flest bendir til að sterk vímuefni á borð við heróín og hreint metamfetamín muni ná útbreiðslu hér á landi á næstu misserum. Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. Sú þróun hafi til dæmis orðið á Norðurlöndum undanfarin ár og því þurfi stjórnvöld hér að bregðast við. „Ég held að framtíðin hér á landi sé crystal meth [hreint metamfetamín]. Það er að aukast svo rosalega í kringum okkur og ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun. Það er orðið mun auðveldara að búa það til og er komið í framleiðslu svo víða,“ segir Guðmundur. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að götuverð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefði hækkað um allt að 80 prósent eftir að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp árið 2016. Eftir að hann var tekinn í gagnið er nær ómögulegt að stunda svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og eru áhyggjur uppi um að fólk muni því frekar leita í sterkari efni sem auðveldara sé að nálgast.Guðmundur Ingi ÞóroddssonGuðmundur segir að hingað til hafi mjög lítið verið um sölu á sterkustu efnunum, til dæmis heróíni. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að menn vilji helst ekki láta kenna sig við heróín, þannig að þetta hefur bara verið innan lítils afmarkaðs hóps hér á landi. Þetta er líka erfiður markaður. Heróín er hins vegar orðið svo rosalega útbreitt að það er bara tímaspursmál hvenær þetta nær útbreiðslu hér,“ segir hann og bætir við að auðveldara sé að flytja inn sterkari efni. Guðmundur kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. „Við þurfum samtal á málefnalegum grunni við þá sem þetta snertir, því það hefur vantað hingað til. Stjórnvöld þurfa að eiga samtöl við félög eins og til dæmis Afstöðu, Snarrótina og Frú Ragnheiði. Það þarf að hlusta á önnur sjónarmið til þess að ná einhverjum árangri.“ Líkt og Guðmundur bendir á hefur heróínnotkun víða á Norðurlöndunum verið mikil, og ber helst að nefna Noreg í því samhengi. Þá er hlutfallslegur fjöldi sprautufíkla hár í Kaupmannahöfn, Amsterdam og í Bandaríkjunum. Í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð hér á landi undanfarin ár og erfiðlega hefur gengið að fækka í þeim hópi. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Flest bendir til að sterk vímuefni á borð við heróín og hreint metamfetamín muni ná útbreiðslu hér á landi á næstu misserum. Þetta segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga. Sú þróun hafi til dæmis orðið á Norðurlöndum undanfarin ár og því þurfi stjórnvöld hér að bregðast við. „Ég held að framtíðin hér á landi sé crystal meth [hreint metamfetamín]. Það er að aukast svo rosalega í kringum okkur og ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun. Það er orðið mun auðveldara að búa það til og er komið í framleiðslu svo víða,“ segir Guðmundur. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að götuverð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefði hækkað um allt að 80 prósent eftir að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp árið 2016. Eftir að hann var tekinn í gagnið er nær ómögulegt að stunda svokallað læknaráp, þar sem fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og eru áhyggjur uppi um að fólk muni því frekar leita í sterkari efni sem auðveldara sé að nálgast.Guðmundur Ingi ÞóroddssonGuðmundur segir að hingað til hafi mjög lítið verið um sölu á sterkustu efnunum, til dæmis heróíni. „Ég held að ástæðan fyrir því sé að menn vilji helst ekki láta kenna sig við heróín, þannig að þetta hefur bara verið innan lítils afmarkaðs hóps hér á landi. Þetta er líka erfiður markaður. Heróín er hins vegar orðið svo rosalega útbreitt að það er bara tímaspursmál hvenær þetta nær útbreiðslu hér,“ segir hann og bætir við að auðveldara sé að flytja inn sterkari efni. Guðmundur kallar eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum. „Við þurfum samtal á málefnalegum grunni við þá sem þetta snertir, því það hefur vantað hingað til. Stjórnvöld þurfa að eiga samtöl við félög eins og til dæmis Afstöðu, Snarrótina og Frú Ragnheiði. Það þarf að hlusta á önnur sjónarmið til þess að ná einhverjum árangri.“ Líkt og Guðmundur bendir á hefur heróínnotkun víða á Norðurlöndunum verið mikil, og ber helst að nefna Noreg í því samhengi. Þá er hlutfallslegur fjöldi sprautufíkla hár í Kaupmannahöfn, Amsterdam og í Bandaríkjunum. Í kringum 600 manns hafa verið virkir í neyslu vímuefna í æð hér á landi undanfarin ár og erfiðlega hefur gengið að fækka í þeim hópi.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. 25. júlí 2017 19:30