Fíkniefnaheimurinn að harðna vegna hækkandi götuverðs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2017 19:30 Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. Vísbendingar eru um að fíkniefnaheimurinn sé að fara harðnandi, og óttast er að sterkari fíkniefni séu á leið til landsins. Mun minna er um svokallað læknaráp, það er þegar fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum, eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn upp árið 2016. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og götuverð hækkað. Svo dæmi sé tekið hefur Contalgin, ávanabindandi verkjalyf, fengist á svörtum markaði á um það bil fjögur þúsund krónur síðastliðinn áratug, samkvæmt tölum frá SÁÁ. Í dag gengur það kaupum og sölum á allt að tíu þúsund krónur. Dæmi eru um allt að hundrað prósenta hækkun á ýmsum morfínskyldum lyfjum.Heróín mögulega á leið til landsinsSvala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segist finna mjög fyrir breytingum í fíkniefnaheiminum. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins þar sem fólk með fíknivanda getur leitað sér aðstoðar. Frú Ragnheiður fær hátt í þrjú hundruð heimsóknir á mánuði. „Við höfum fengið ábendingar um að heróín sé mögulega á leiðinni til landsins. Við höfum miklar áhyggjur af því. Þegar þetta gerist, af því að heróín er götuefni, að þá vitum við aldrei hvað er í efninu nákvæmlega. Upprunalega er þetta ópíódi og svo er búið að bæta alls konar efnum í þetta á leiðinni til þess að reyna að drýgja efnið, þannig að notandinn veit ekki nákvæmlega styrkleika né innihaldið. Og það veldur okkur svolítið miklum kvíða.“Vændi færst í aukanaHún segir að samhliða þessari hækkun hafi fólk leitað annarra leiða til þess að verða sér úti um fjármagn. Til að mynda hafi vændi færst í aukana. „Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir veikasta hópinn okkar. Þetta hefur þær afleiðingar að þau þurfa að hafa miklu meira fyrir því að redda sér efnunum og það er oftast gert á slæman hátt. Það er rosalega mikið vændi í gangi. Það er verið að misnota konurnar, það er þjófnaður, það eru innbrot, þannig að fólk þarf að hafa miklu meira fyrir því að redda sér fjármagninu.“ Landlæknisembættið segir að erfitt sé að bregðast við þessari þróun. „Það er erfitt fyrir okkur að eiga við markaðinn og verðið á lyfjunum, en þetta leiðir að sjálfu sér að verðið hækkar og það kann að vera áhyggjuefnið fyrir ýmsa. En það er stefna embættisins að draga úr neyslu þessara lyfja,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir. „Auðvitað er allt gert til þess að reyna að minnka þessa notkun og það eru meðferðaraðilar til. Frú Ragnheiður er að sinna góðu starfi, þannig að ýmislegt er nú gert, en að öðru leyti er þetta afskaplega erfitt mál,“ bætir hann við. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Götuverð á lyfseðilsskyldum hefur hækkað um allt að áttatíu prósent frá því að nýr lyfjagagnagrunnur lækna var tekinn upp. Vísbendingar eru um að fíkniefnaheimurinn sé að fara harðnandi, og óttast er að sterkari fíkniefni séu á leið til landsins. Mun minna er um svokallað læknaráp, það er þegar fólk gengur á milli lækna til þess að verða sér úti um stóra skammta af lyfjum, eftir að nýr lyfjagagnagrunnur var tekinn upp árið 2016. Framboð á lyfseðilsskyldum lyfjum hefur þar af leiðandi minnkað og götuverð hækkað. Svo dæmi sé tekið hefur Contalgin, ávanabindandi verkjalyf, fengist á svörtum markaði á um það bil fjögur þúsund krónur síðastliðinn áratug, samkvæmt tölum frá SÁÁ. Í dag gengur það kaupum og sölum á allt að tíu þúsund krónur. Dæmi eru um allt að hundrað prósenta hækkun á ýmsum morfínskyldum lyfjum.Heróín mögulega á leið til landsinsSvala Jóhannesdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, segist finna mjög fyrir breytingum í fíkniefnaheiminum. Frú Ragnheiður er skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins þar sem fólk með fíknivanda getur leitað sér aðstoðar. Frú Ragnheiður fær hátt í þrjú hundruð heimsóknir á mánuði. „Við höfum fengið ábendingar um að heróín sé mögulega á leiðinni til landsins. Við höfum miklar áhyggjur af því. Þegar þetta gerist, af því að heróín er götuefni, að þá vitum við aldrei hvað er í efninu nákvæmlega. Upprunalega er þetta ópíódi og svo er búið að bæta alls konar efnum í þetta á leiðinni til þess að reyna að drýgja efnið, þannig að notandinn veit ekki nákvæmlega styrkleika né innihaldið. Og það veldur okkur svolítið miklum kvíða.“Vændi færst í aukanaHún segir að samhliða þessari hækkun hafi fólk leitað annarra leiða til þess að verða sér úti um fjármagn. Til að mynda hafi vændi færst í aukana. „Þetta hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir veikasta hópinn okkar. Þetta hefur þær afleiðingar að þau þurfa að hafa miklu meira fyrir því að redda sér efnunum og það er oftast gert á slæman hátt. Það er rosalega mikið vændi í gangi. Það er verið að misnota konurnar, það er þjófnaður, það eru innbrot, þannig að fólk þarf að hafa miklu meira fyrir því að redda sér fjármagninu.“ Landlæknisembættið segir að erfitt sé að bregðast við þessari þróun. „Það er erfitt fyrir okkur að eiga við markaðinn og verðið á lyfjunum, en þetta leiðir að sjálfu sér að verðið hækkar og það kann að vera áhyggjuefnið fyrir ýmsa. En það er stefna embættisins að draga úr neyslu þessara lyfja,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir. „Auðvitað er allt gert til þess að reyna að minnka þessa notkun og það eru meðferðaraðilar til. Frú Ragnheiður er að sinna góðu starfi, þannig að ýmislegt er nú gert, en að öðru leyti er þetta afskaplega erfitt mál,“ bætir hann við.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent