Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2017 11:46 Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna nú sjúkraflugi en fagráð sjúkraflutninga vill koma á fót minni sjúkraþyrlum. Vísir/Vilhelm Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. Væri þetta gert áður en framtíðarfyrirkomulag sjúkraflutninga yrði ákveðið en í skýrslunni kemur fram að til þess að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma þyrfti þrjár til fjórar starfsstöðvar fyrir þyrlur. Fagráðið leggur jafnframt til, með stuðningi frá stjórnum Félags bráðalækna og Svæfinga-og gjörgæslulæknafélags Íslands, að þyrlur verði í auknum mæli notaðar hér á landi til að tryggja bestu meðferð á vettvangi og hraða flutning á sjúkrahús þar sem slösuðum er veitt sérhæfð meðferð. Skýrslan var kynnt Óttari Proppé, heilbrigðisráðherra, á fundi í síðustu viku en í henni er meðal annars bent á „hvernig sérhæfð meðferð skili sífellt betri árangri við alvarleg slys og bráð veikindi en til að hún skili besta mögulega árangri þurfi að veita hana sem fyrst. Þessi meðferð sé aðallega veitt á Landspítala og langar vegalengdir hamli þess vegna því að þeir sem slasast eða veikjast utan Reykjavíkur fái bestu meðferð,“ að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er vísað til þess að erlendis séu þyrlur og flugvélar notaðar til þess að bæta aðgengi fólks í dreifbýli að sérhæfðri meðferð á spítala en þannig megi stuðla að markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbriðgisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“ Fjallað er um kostnað við kaup og rekstur á litlum þyrlum til sjúkraflutninga í skýrslunni og bent á að þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem eru stórar og öflugar, geti flogið í flestum veðrum til að sinna björgunarverkefnum. „Litlar þyrlur til sjúkraflutninga henti aftur á móti betur til sjúkraflutninga og séu ódýrari í innkaupum og rekstri. Til að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma er það mat skýrsluhöfunda þörf sé á þremur til fjórum starfsstöðvum fyrir þyrlur hér á landi,“ segir á vef Stjórnarráðsins en skýrsluna má nálgast hér. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. Væri þetta gert áður en framtíðarfyrirkomulag sjúkraflutninga yrði ákveðið en í skýrslunni kemur fram að til þess að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma þyrfti þrjár til fjórar starfsstöðvar fyrir þyrlur. Fagráðið leggur jafnframt til, með stuðningi frá stjórnum Félags bráðalækna og Svæfinga-og gjörgæslulæknafélags Íslands, að þyrlur verði í auknum mæli notaðar hér á landi til að tryggja bestu meðferð á vettvangi og hraða flutning á sjúkrahús þar sem slösuðum er veitt sérhæfð meðferð. Skýrslan var kynnt Óttari Proppé, heilbrigðisráðherra, á fundi í síðustu viku en í henni er meðal annars bent á „hvernig sérhæfð meðferð skili sífellt betri árangri við alvarleg slys og bráð veikindi en til að hún skili besta mögulega árangri þurfi að veita hana sem fyrst. Þessi meðferð sé aðallega veitt á Landspítala og langar vegalengdir hamli þess vegna því að þeir sem slasast eða veikjast utan Reykjavíkur fái bestu meðferð,“ að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er vísað til þess að erlendis séu þyrlur og flugvélar notaðar til þess að bæta aðgengi fólks í dreifbýli að sérhæfðri meðferð á spítala en þannig megi stuðla að markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbriðgisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“ Fjallað er um kostnað við kaup og rekstur á litlum þyrlum til sjúkraflutninga í skýrslunni og bent á að þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem eru stórar og öflugar, geti flogið í flestum veðrum til að sinna björgunarverkefnum. „Litlar þyrlur til sjúkraflutninga henti aftur á móti betur til sjúkraflutninga og séu ódýrari í innkaupum og rekstri. Til að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma er það mat skýrsluhöfunda þörf sé á þremur til fjórum starfsstöðvum fyrir þyrlur hér á landi,“ segir á vef Stjórnarráðsins en skýrsluna má nálgast hér.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira