Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2017 11:46 Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna nú sjúkraflugi en fagráð sjúkraflutninga vill koma á fót minni sjúkraþyrlum. Vísir/Vilhelm Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. Væri þetta gert áður en framtíðarfyrirkomulag sjúkraflutninga yrði ákveðið en í skýrslunni kemur fram að til þess að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma þyrfti þrjár til fjórar starfsstöðvar fyrir þyrlur. Fagráðið leggur jafnframt til, með stuðningi frá stjórnum Félags bráðalækna og Svæfinga-og gjörgæslulæknafélags Íslands, að þyrlur verði í auknum mæli notaðar hér á landi til að tryggja bestu meðferð á vettvangi og hraða flutning á sjúkrahús þar sem slösuðum er veitt sérhæfð meðferð. Skýrslan var kynnt Óttari Proppé, heilbrigðisráðherra, á fundi í síðustu viku en í henni er meðal annars bent á „hvernig sérhæfð meðferð skili sífellt betri árangri við alvarleg slys og bráð veikindi en til að hún skili besta mögulega árangri þurfi að veita hana sem fyrst. Þessi meðferð sé aðallega veitt á Landspítala og langar vegalengdir hamli þess vegna því að þeir sem slasast eða veikjast utan Reykjavíkur fái bestu meðferð,“ að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er vísað til þess að erlendis séu þyrlur og flugvélar notaðar til þess að bæta aðgengi fólks í dreifbýli að sérhæfðri meðferð á spítala en þannig megi stuðla að markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbriðgisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“ Fjallað er um kostnað við kaup og rekstur á litlum þyrlum til sjúkraflutninga í skýrslunni og bent á að þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem eru stórar og öflugar, geti flogið í flestum veðrum til að sinna björgunarverkefnum. „Litlar þyrlur til sjúkraflutninga henti aftur á móti betur til sjúkraflutninga og séu ódýrari í innkaupum og rekstri. Til að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma er það mat skýrsluhöfunda þörf sé á þremur til fjórum starfsstöðvum fyrir þyrlur hér á landi,“ segir á vef Stjórnarráðsins en skýrsluna má nálgast hér. Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira
Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. Væri þetta gert áður en framtíðarfyrirkomulag sjúkraflutninga yrði ákveðið en í skýrslunni kemur fram að til þess að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma þyrfti þrjár til fjórar starfsstöðvar fyrir þyrlur. Fagráðið leggur jafnframt til, með stuðningi frá stjórnum Félags bráðalækna og Svæfinga-og gjörgæslulæknafélags Íslands, að þyrlur verði í auknum mæli notaðar hér á landi til að tryggja bestu meðferð á vettvangi og hraða flutning á sjúkrahús þar sem slösuðum er veitt sérhæfð meðferð. Skýrslan var kynnt Óttari Proppé, heilbrigðisráðherra, á fundi í síðustu viku en í henni er meðal annars bent á „hvernig sérhæfð meðferð skili sífellt betri árangri við alvarleg slys og bráð veikindi en til að hún skili besta mögulega árangri þurfi að veita hana sem fyrst. Þessi meðferð sé aðallega veitt á Landspítala og langar vegalengdir hamli þess vegna því að þeir sem slasast eða veikjast utan Reykjavíkur fái bestu meðferð,“ að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er vísað til þess að erlendis séu þyrlur og flugvélar notaðar til þess að bæta aðgengi fólks í dreifbýli að sérhæfðri meðferð á spítala en þannig megi stuðla að markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbriðgisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“ Fjallað er um kostnað við kaup og rekstur á litlum þyrlum til sjúkraflutninga í skýrslunni og bent á að þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem eru stórar og öflugar, geti flogið í flestum veðrum til að sinna björgunarverkefnum. „Litlar þyrlur til sjúkraflutninga henti aftur á móti betur til sjúkraflutninga og séu ódýrari í innkaupum og rekstri. Til að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma er það mat skýrsluhöfunda þörf sé á þremur til fjórum starfsstöðvum fyrir þyrlur hér á landi,“ segir á vef Stjórnarráðsins en skýrsluna má nálgast hér.
Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sjá meira