Leggja til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2017 11:46 Þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna nú sjúkraflugi en fagráð sjúkraflutninga vill koma á fót minni sjúkraþyrlum. Vísir/Vilhelm Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. Væri þetta gert áður en framtíðarfyrirkomulag sjúkraflutninga yrði ákveðið en í skýrslunni kemur fram að til þess að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma þyrfti þrjár til fjórar starfsstöðvar fyrir þyrlur. Fagráðið leggur jafnframt til, með stuðningi frá stjórnum Félags bráðalækna og Svæfinga-og gjörgæslulæknafélags Íslands, að þyrlur verði í auknum mæli notaðar hér á landi til að tryggja bestu meðferð á vettvangi og hraða flutning á sjúkrahús þar sem slösuðum er veitt sérhæfð meðferð. Skýrslan var kynnt Óttari Proppé, heilbrigðisráðherra, á fundi í síðustu viku en í henni er meðal annars bent á „hvernig sérhæfð meðferð skili sífellt betri árangri við alvarleg slys og bráð veikindi en til að hún skili besta mögulega árangri þurfi að veita hana sem fyrst. Þessi meðferð sé aðallega veitt á Landspítala og langar vegalengdir hamli þess vegna því að þeir sem slasast eða veikjast utan Reykjavíkur fái bestu meðferð,“ að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er vísað til þess að erlendis séu þyrlur og flugvélar notaðar til þess að bæta aðgengi fólks í dreifbýli að sérhæfðri meðferð á spítala en þannig megi stuðla að markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbriðgisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“ Fjallað er um kostnað við kaup og rekstur á litlum þyrlum til sjúkraflutninga í skýrslunni og bent á að þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem eru stórar og öflugar, geti flogið í flestum veðrum til að sinna björgunarverkefnum. „Litlar þyrlur til sjúkraflutninga henti aftur á móti betur til sjúkraflutninga og séu ódýrari í innkaupum og rekstri. Til að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma er það mat skýrsluhöfunda þörf sé á þremur til fjórum starfsstöðvum fyrir þyrlur hér á landi,“ segir á vef Stjórnarráðsins en skýrsluna má nálgast hér. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Fagráð sjúkraflutninga hér á landi leggur til að komið verði á fót sérstakri sjúkraþyrlu á Suður-og Vesturlandi til reynslu í eitt til tvö ár til að skoða gagnsemi og rekstrarþætti sjúkraþyrlna en skýrsla um notkun á þyrlum til flutnings á bráðveikum og slösuðum á Íslandi er komin út. Væri þetta gert áður en framtíðarfyrirkomulag sjúkraflutninga yrði ákveðið en í skýrslunni kemur fram að til þess að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma þyrfti þrjár til fjórar starfsstöðvar fyrir þyrlur. Fagráðið leggur jafnframt til, með stuðningi frá stjórnum Félags bráðalækna og Svæfinga-og gjörgæslulæknafélags Íslands, að þyrlur verði í auknum mæli notaðar hér á landi til að tryggja bestu meðferð á vettvangi og hraða flutning á sjúkrahús þar sem slösuðum er veitt sérhæfð meðferð. Skýrslan var kynnt Óttari Proppé, heilbrigðisráðherra, á fundi í síðustu viku en í henni er meðal annars bent á „hvernig sérhæfð meðferð skili sífellt betri árangri við alvarleg slys og bráð veikindi en til að hún skili besta mögulega árangri þurfi að veita hana sem fyrst. Þessi meðferð sé aðallega veitt á Landspítala og langar vegalengdir hamli þess vegna því að þeir sem slasast eða veikjast utan Reykjavíkur fái bestu meðferð,“ að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Í skýrslunni er vísað til þess að erlendis séu þyrlur og flugvélar notaðar til þess að bæta aðgengi fólks í dreifbýli að sérhæfðri meðferð á spítala en þannig megi stuðla að markmiðum laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að „að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbriðgisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita.“ Fjallað er um kostnað við kaup og rekstur á litlum þyrlum til sjúkraflutninga í skýrslunni og bent á að þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem eru stórar og öflugar, geti flogið í flestum veðrum til að sinna björgunarverkefnum. „Litlar þyrlur til sjúkraflutninga henti aftur á móti betur til sjúkraflutninga og séu ódýrari í innkaupum og rekstri. Til að ná til allra landsmanna með 30 mínútna flugtíma er það mat skýrsluhöfunda þörf sé á þremur til fjórum starfsstöðvum fyrir þyrlur hér á landi,“ segir á vef Stjórnarráðsins en skýrsluna má nálgast hér.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira