Demókrati gagnrýnir viðbrögð Obama við aðgerðum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2017 13:30 „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Vísir/Getty Háttsettur þingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hefur gagnrýnt Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa ekki gripið til umfangsmikilli aðgerða þegar ljóst var að yfirvöld í Rússlandi ætluðu sér að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem haldnar voru þar í landi í fyrra. „Ég held að ríkisstjórn Obama hefði átt að gera mun meira þegar afskipti Rússa urðu ljós, og þegar það varð ljóst að þeim var stýrt úr hæstu hæðum Kremlin,“ sagði Adam Schiff í þættinum State of the Union á CNN.Schiff er æðsti meðlimur demókrata sem tilheyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál, en hann og þingkonan Dianne Feinstein þrýstu á ríkisstjórn Obama fyrir kosningarnar. Hann segir ákvörðun Obama að grípa ekki til aðgerða fyrr en eftir kosningarnar hafa verið ranga. „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Því gripu Schiff og Feinstein til þess ráðs að birta einhliða yfirlýsingu þar sem þingmennirnir sögðu ljóst að markmið Rússa væri að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna og að kölluðu eftir því að afskiptum þeirra yrði hætt.Washington Post birti nýverið ítarlega grein um að Obama hefði fengið upplýsingar um afskipti Rússa í ágúst í fyrra og að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði gefið skipun um slík afskipti. Markmiðið með þeim aðgerðum væri að hjálpa Donald Trump að vinna kosningarnar sem haldnar voru í nóvember. Upplýsingarnar eru sagðar hafa komið frá aðilum innan ríkisstjórnar Putin. Það var ekki fyrr en í desember sem ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti þvingunum gegn Rússlandi og rak fjölda rússneskra njósnara og erindreka úr landi. Obama mun hafa óttast að ef hann gripi til aðgerða gegn Rússum yrði talið að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Donald Trump hefur tíst um fregnir Washington Post um helgina og nú í dag. Tíst Trump í dag þar sem hann gagnrýnir Obama og fer fram á afsökunarbeiðni.Nú segir hann að ástæða þess að Obama hafi „ekkert gert eftir að hafa fengið upplýsingar um afskipti“ hafi verið að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna og því hafi hann ekki viljað „rugga bátnum“. Trump virðist gagnrýna Obama fyrir aðgerðaleysið og segir að Clinton og demókratar hafi ekki grætt á Obama hafði ekki brugðist við.Tíst Trump frá 22. júní þegar hann sagði allar fregnir um afskipti Rússa vera gabb demókrata.Trump hefur í gegnum tíðina verið margsaga um afskipti Rússa og nú síðast þann 22. júní sagði hann að þetta væri ekkert annað en gabb demókrata til að afsaka tap þeirra í kosningunum. Hann hefur áður sagt að Kína hefði mögulega gert tölvuárásir en ekki Rússar og jafnvel einhver feitur maður í sófanum sínum.Tweets by realDonaldTrump Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Háttsettur þingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hefur gagnrýnt Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa ekki gripið til umfangsmikilli aðgerða þegar ljóst var að yfirvöld í Rússlandi ætluðu sér að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem haldnar voru þar í landi í fyrra. „Ég held að ríkisstjórn Obama hefði átt að gera mun meira þegar afskipti Rússa urðu ljós, og þegar það varð ljóst að þeim var stýrt úr hæstu hæðum Kremlin,“ sagði Adam Schiff í þættinum State of the Union á CNN.Schiff er æðsti meðlimur demókrata sem tilheyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál, en hann og þingkonan Dianne Feinstein þrýstu á ríkisstjórn Obama fyrir kosningarnar. Hann segir ákvörðun Obama að grípa ekki til aðgerða fyrr en eftir kosningarnar hafa verið ranga. „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Því gripu Schiff og Feinstein til þess ráðs að birta einhliða yfirlýsingu þar sem þingmennirnir sögðu ljóst að markmið Rússa væri að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna og að kölluðu eftir því að afskiptum þeirra yrði hætt.Washington Post birti nýverið ítarlega grein um að Obama hefði fengið upplýsingar um afskipti Rússa í ágúst í fyrra og að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði gefið skipun um slík afskipti. Markmiðið með þeim aðgerðum væri að hjálpa Donald Trump að vinna kosningarnar sem haldnar voru í nóvember. Upplýsingarnar eru sagðar hafa komið frá aðilum innan ríkisstjórnar Putin. Það var ekki fyrr en í desember sem ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti þvingunum gegn Rússlandi og rak fjölda rússneskra njósnara og erindreka úr landi. Obama mun hafa óttast að ef hann gripi til aðgerða gegn Rússum yrði talið að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Donald Trump hefur tíst um fregnir Washington Post um helgina og nú í dag. Tíst Trump í dag þar sem hann gagnrýnir Obama og fer fram á afsökunarbeiðni.Nú segir hann að ástæða þess að Obama hafi „ekkert gert eftir að hafa fengið upplýsingar um afskipti“ hafi verið að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna og því hafi hann ekki viljað „rugga bátnum“. Trump virðist gagnrýna Obama fyrir aðgerðaleysið og segir að Clinton og demókratar hafi ekki grætt á Obama hafði ekki brugðist við.Tíst Trump frá 22. júní þegar hann sagði allar fregnir um afskipti Rússa vera gabb demókrata.Trump hefur í gegnum tíðina verið margsaga um afskipti Rússa og nú síðast þann 22. júní sagði hann að þetta væri ekkert annað en gabb demókrata til að afsaka tap þeirra í kosningunum. Hann hefur áður sagt að Kína hefði mögulega gert tölvuárásir en ekki Rússar og jafnvel einhver feitur maður í sófanum sínum.Tweets by realDonaldTrump
Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira