„Heimskulega“ samkomulaginu ýtt úr vör Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. september 2017 07:45 Donald Trump og Malcolm Turnbull áttu eitt eftirminnilegasta símtal ársins. Vísir/AFP Þrátt fyrir að Donald Trump hafi sagt samkomulag sem kveður á um að Bandaríkin taki við 1250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og „hræðilegt“ var því engu að síður hleypt af stokkunum í dag. Áströlsk stjórnvöld staðfestu í dag að hópur fólks úr flóttamannabúðum undan ströndum Ástralíu verði sendur til Bandaríkjanna á næstu vikum. Flóttamannabúðir Ástrala á eyjunum Nárú og Manus við Papúa Nýju-Gíneu hafa verið harðlega gagnrýndar af mannréttindasamtökum og er þeim lýst sem „helvíti á jörðu“ af þeim sem neyðst hafa til að dvelja þar. Flestir flóttamannanna eru frá Íran, Írak og Sýrlandi og hafa margir hverjir dvalið í búðunum í fjögur ár.Sjá einnig: Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Um 25 manns úr hvorum búðum eiga nú von á því að verða flutt til Bandaríkjanna, að loknum ítarlegum prófunum og bakgrunnskönnunum. Þau fengu bréf þess efnis frá bandarískum stjórnvöldum í morgun. „Þessi litli hópur fólks sem fengið hefur svör er mjög hamingjusamur því hann hefur hatað vistina í Ástralíu. Hann vill ólmur komast til Bandaríkjanna þar sem hópurinn telur sig öruggan eftir fjögurra ára ólöglega vist,“ sagði talsmaður flóttamannasamtaka í samtali við fjölmiðla ytra. Hann lýsti tilfinningunni sem ljúfsárri; það væri ánægjulegt að einhverjir væru loks að losna úr búðunum en margir væru ennþá fastir í von og óvon um framhaldið.Ýkjur og tilfinningar Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að fylgja samkomulaginu eftir gerði hann það með hangandi hendi. Í símtali við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna sagðist hann vera æfur yfir þessu „heimskulega“ samkomulagi. Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk. Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. Turnbull hefur lýst yfir ánægju sinni með að Bandaríkin hafi þrátt fyrir það ákveðið að heiðra samkomulagið. Tengdar fréttir Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46 Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22 Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump hafi sagt samkomulag sem kveður á um að Bandaríkin taki við 1250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og „hræðilegt“ var því engu að síður hleypt af stokkunum í dag. Áströlsk stjórnvöld staðfestu í dag að hópur fólks úr flóttamannabúðum undan ströndum Ástralíu verði sendur til Bandaríkjanna á næstu vikum. Flóttamannabúðir Ástrala á eyjunum Nárú og Manus við Papúa Nýju-Gíneu hafa verið harðlega gagnrýndar af mannréttindasamtökum og er þeim lýst sem „helvíti á jörðu“ af þeim sem neyðst hafa til að dvelja þar. Flestir flóttamannanna eru frá Íran, Írak og Sýrlandi og hafa margir hverjir dvalið í búðunum í fjögur ár.Sjá einnig: Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Um 25 manns úr hvorum búðum eiga nú von á því að verða flutt til Bandaríkjanna, að loknum ítarlegum prófunum og bakgrunnskönnunum. Þau fengu bréf þess efnis frá bandarískum stjórnvöldum í morgun. „Þessi litli hópur fólks sem fengið hefur svör er mjög hamingjusamur því hann hefur hatað vistina í Ástralíu. Hann vill ólmur komast til Bandaríkjanna þar sem hópurinn telur sig öruggan eftir fjögurra ára ólöglega vist,“ sagði talsmaður flóttamannasamtaka í samtali við fjölmiðla ytra. Hann lýsti tilfinningunni sem ljúfsárri; það væri ánægjulegt að einhverjir væru loks að losna úr búðunum en margir væru ennþá fastir í von og óvon um framhaldið.Ýkjur og tilfinningar Þrátt fyrir að Trump hafi ákveðið að fylgja samkomulaginu eftir gerði hann það með hangandi hendi. Í símtali við Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, skömmu eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna sagðist hann vera æfur yfir þessu „heimskulega“ samkomulagi. Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk. Þetta á eftir að gera út af við mig. Ég er sú manneskja heims sem er mest á móti því að hleypa fólki inn í landið og nú á ég að samþykkja að taka við 2.000 manns,“ sagði Trump og ýkti fjöldann sem Bandaríkin áttu að taka við. Turnbull hefur lýst yfir ánægju sinni með að Bandaríkin hafi þrátt fyrir það ákveðið að heiðra samkomulagið.
Tengdar fréttir Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46 Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22 Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Trump vildi þagga niður tal um landamæramúrinn Eftirrit af símtölum Donalds Trump við leiðtoga Mexíkó og Ástralíu ber vott um kergju og óánægju Bandaríkjaforseta út í bandamenn sína. Lofaði hann aftur á móti símtal sitt við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 3. ágúst 2017 18:46
Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Malcolm Turnbull gerði stólpagrín að Donald Trump á lokuðum kvöldverðarfundi með fjölmiðlamönnum en myndband af ræðu hans lak á netið. 15. júní 2017 20:22
Ætla að standa við „heimskulegt“ samkomulag Bandaríkin munu taka við allt 1.250 hælisleitendum í Ástralíu. 22. apríl 2017 08:03
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“