Trump reiður út í forsætisráðherra Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 09:00 Donald Trump og Malcolm Turnbull. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulag á milli Barack Obama, forvera síns, og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, um að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og að hann muni endurskoða það. Leiðtogarnir töluðust á í síma um helgina, degi eftir að Trump setti „múslimabannið“ svokallaða á, og fjölmiðlar í Ástralíu segja símtalið hafa verið stirt. Símtalið átti að standa yfir í um klukkustund, en Washington Post segir Trump hafa bundið enda á símtalið eftir um 25 mínútur. Auk þess að kvarta yfir samkomulagi Turnbull og Obama er Trump sagður hafa stært sig af því hve stór kosningasigur hans var gegn Hillary Clinton. Þar að auki sagði Trump við Turnbull að hann hefði rætt við fjóra aðra þjóðarleiðtoga í síma þann dag og að umrætt símtal væri „langverst“ af þeim. Samkomulagið sem Trump er reiður yfir snýr að því að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum úr búðum sem Ástralía rekur í Papúa Nýja-Gínea og á Nauru. Það hefur lengi verið umdeild stefna yfirvalda í Ástralíu að allir flóttamenn sem reyna að komast þangað á bát verði sendir í umræddar búðir. BBC segir að flestir flóttamennirnir séu frá Íran, Írak og Sýrlandi.Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk“. Trump tísti um málið í nótt, eins og svo oft áður, og skapaði frekari óvissu varðandi samkomulagið. Í tístinu segir hann samkomulagið snúa að „þúsundum ólöglegra flóttamanna“, sem er ekki rétt.Do you believe it? The Obama Administration agreed to take thousands of illegal immigrants from Australia. Why? I will study this dumb deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Turnbull sagði í útvarpsviðtali í Ástralíu að hann væri vonsvikinn yfir því að hluti af því sem hann og Trump ræddu um hafi verið gerðir opinberir. Hann segir hins vegar að fregnir um að Trump hafi skellt á sig séu ekki réttar. Að öðru leyti hefur hann neitað að tjá sig um símtalið en þó segir hann að Trump hafi sagt að samkomulagið yrði virt. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, til ABC, segir að forsetinn „íhugi enn“ hvort að hann muni virða samkomulagið. Þá segir að Trump vilji virða samkomulagið vegna langvarandi vináttusambands Bandaríkjanna og Ástralíu. Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Naúrú Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir samkomulag á milli Barack Obama, forvera síns, og Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, um að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum frá Ástralíu vera „heimskulegt“ og að hann muni endurskoða það. Leiðtogarnir töluðust á í síma um helgina, degi eftir að Trump setti „múslimabannið“ svokallaða á, og fjölmiðlar í Ástralíu segja símtalið hafa verið stirt. Símtalið átti að standa yfir í um klukkustund, en Washington Post segir Trump hafa bundið enda á símtalið eftir um 25 mínútur. Auk þess að kvarta yfir samkomulagi Turnbull og Obama er Trump sagður hafa stært sig af því hve stór kosningasigur hans var gegn Hillary Clinton. Þar að auki sagði Trump við Turnbull að hann hefði rætt við fjóra aðra þjóðarleiðtoga í síma þann dag og að umrætt símtal væri „langverst“ af þeim. Samkomulagið sem Trump er reiður yfir snýr að því að Bandaríkin taki við allt að 1.250 flóttamönnum úr búðum sem Ástralía rekur í Papúa Nýja-Gínea og á Nauru. Það hefur lengi verið umdeild stefna yfirvalda í Ástralíu að allir flóttamenn sem reyna að komast þangað á bát verði sendir í umræddar búðir. BBC segir að flestir flóttamennirnir séu frá Íran, Írak og Sýrlandi.Trump mun hafa sagt Turnbull að Ástralar væru að senda hryðjuverkamenn til Bandaríkjanna og vísaði í árásarmennina í Boston, sem réðust á maraþon þar í borg árið 2013. Þeir voru þó fæddir í Kirgistan og í Rússlandi. Samkvæmt ABC í Ástralíu mun Trump hafa sagt: „Ég vil ekki fá þetta fólk“. Trump tísti um málið í nótt, eins og svo oft áður, og skapaði frekari óvissu varðandi samkomulagið. Í tístinu segir hann samkomulagið snúa að „þúsundum ólöglegra flóttamanna“, sem er ekki rétt.Do you believe it? The Obama Administration agreed to take thousands of illegal immigrants from Australia. Why? I will study this dumb deal!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 2, 2017 Turnbull sagði í útvarpsviðtali í Ástralíu að hann væri vonsvikinn yfir því að hluti af því sem hann og Trump ræddu um hafi verið gerðir opinberir. Hann segir hins vegar að fregnir um að Trump hafi skellt á sig séu ekki réttar. Að öðru leyti hefur hann neitað að tjá sig um símtalið en þó segir hann að Trump hafi sagt að samkomulagið yrði virt. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu, til ABC, segir að forsetinn „íhugi enn“ hvort að hann muni virða samkomulagið. Þá segir að Trump vilji virða samkomulagið vegna langvarandi vináttusambands Bandaríkjanna og Ástralíu.
Donald Trump Flóttamenn Forsetakosningar í Bandaríkjunum Naúrú Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“