Kónginum hent á dyr Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. febrúar 2017 06:00 Úti er ævintýri. Claudio Ranieri er farinn í leit að nýju ævintýri. vísir/getty Það lifir enginn á fornri frægð er oft sagt. Það fékk Ítalinn Claudio Ranieri að reyna í lok vikunnar er hann var rekinn frá Leicester City aðeins 298 dögum eftir að hann gerði liðið að Englandsmeisturum. Það þykir eitt mesta afrek í knattspyrnusögunni. Það reiknuðu fáir með því að Öskubuskuævintýri Leicester-manna myndi halda áfram á þessari leiktíð en að sama skapi var ekki reiknað með því að liðið yrði í harðri fallbaráttu þegar vel er liðið á febrúar-mánuð. Leicester er í dag aðeins einu stigi frá fallsæti.Magnaðir í Meistaradeildinni Þrátt fyrir ömurlegt gengi liðsins í úrvalsdeildinni hefur liðinu gengið ótrúlega vel í Meistaradeildinni. Það er stórfurðulegt. Liðið flaug í gegnum riðlakeppnina, vann sinn riðil og hélt þess utan hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum í riðlakeppninni. Liðið er komið í 16-liða úrslit og á fínan möguleika á að fara áfram eftir að hafa tapað 2-1 á útivelli gegn Sevilla. Í gær bárust þær fréttir að eldri leikmenn liðsins hefðu fundað með eiganda liðsins. Lýst yfir vantrausti á stjórann sem var svo rekinn nokkrum klukkutímum síðar. Það þótti mörgum lélegt. Að liðið væri ekki til í að standa með stjóranum sínum í gegnum ólgusjóinn. Þess í stað var skipstjóranum kastað í hafið. Gary Lineker, fyrrum leikmaður Leicester og stjórnandi Match of the day á BBC, var ævareiður út í sitt gamla félag og lét menn þar á bæ heyra það. „Þetta er mjög sorglegt. Þetta er óútskýranlegt og óafsakanlegt. Það finnst líka mörgum sem elska fótbolta. Ég felldi tár í gær fyrir Claudio, félagið og fótboltann,“ sagði Lineker dramatískur. „Svona er nútímafótbolti. Það sem gerðist á síðustu leiktíð var einstakt. Skortur á þakklæti eigendanna er ótrúlegur en við munum aldrei gleyma síðasta tímabili.“Mourinho sýndi stuðning Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, er nú ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en hann skellti sér á Instagram. Henti þar inn mynd af sér og Ranieri. Sagði þar að svona væri nútímafótbolti og Ranieri mætti ekki hætta að brosa. Það væri ekki hægt að þurrka út hans einstaka árangur. Mourinho þekkir stöðuna en hann var rekinn frá Chelsea á miðju tímabili eftir að hafa gert liðið að meisturum árið 2014. Það sem vinnur aftur á móti ekki með Ranieri, og styður málstað eigenda Leicester, er sú staðreynd að titilvörn Leicester er sú lélegasta í sögunni. Á sama tíma í fyrra var liðið með 53 stig á toppnum en í dag er liðið með aðeins 21 stig. Liðið var þá búið að tapa þremur leikjum en töpin eru fjórtán í dag. Staða liðsins er viðkvæm og hættuleg. Eðlilega vill ekkert félag falla en þrátt fyrir fallhlífagreiðslur er tekjutapið mikið í næstu deild fyrir neðan. Það er þess utan ekkert grín að komast aftur upp. Í nútímafótbolta er ekkert pláss fyrir tilfinningar og árangur síðasta tímabils gefur ekkert nokkrum mánuðum síðar. Ekki einu sinni þó svo þú sért stjórnandi mestu Öskubuskusögu knattspyrnusögunnar. Hollusta við þjálfarann virðist einnig vera á undanhaldi ef mið er tekið af þessari atburðarrás. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira
Það lifir enginn á fornri frægð er oft sagt. Það fékk Ítalinn Claudio Ranieri að reyna í lok vikunnar er hann var rekinn frá Leicester City aðeins 298 dögum eftir að hann gerði liðið að Englandsmeisturum. Það þykir eitt mesta afrek í knattspyrnusögunni. Það reiknuðu fáir með því að Öskubuskuævintýri Leicester-manna myndi halda áfram á þessari leiktíð en að sama skapi var ekki reiknað með því að liðið yrði í harðri fallbaráttu þegar vel er liðið á febrúar-mánuð. Leicester er í dag aðeins einu stigi frá fallsæti.Magnaðir í Meistaradeildinni Þrátt fyrir ömurlegt gengi liðsins í úrvalsdeildinni hefur liðinu gengið ótrúlega vel í Meistaradeildinni. Það er stórfurðulegt. Liðið flaug í gegnum riðlakeppnina, vann sinn riðil og hélt þess utan hreinu í fimm fyrstu leikjum sínum í riðlakeppninni. Liðið er komið í 16-liða úrslit og á fínan möguleika á að fara áfram eftir að hafa tapað 2-1 á útivelli gegn Sevilla. Í gær bárust þær fréttir að eldri leikmenn liðsins hefðu fundað með eiganda liðsins. Lýst yfir vantrausti á stjórann sem var svo rekinn nokkrum klukkutímum síðar. Það þótti mörgum lélegt. Að liðið væri ekki til í að standa með stjóranum sínum í gegnum ólgusjóinn. Þess í stað var skipstjóranum kastað í hafið. Gary Lineker, fyrrum leikmaður Leicester og stjórnandi Match of the day á BBC, var ævareiður út í sitt gamla félag og lét menn þar á bæ heyra það. „Þetta er mjög sorglegt. Þetta er óútskýranlegt og óafsakanlegt. Það finnst líka mörgum sem elska fótbolta. Ég felldi tár í gær fyrir Claudio, félagið og fótboltann,“ sagði Lineker dramatískur. „Svona er nútímafótbolti. Það sem gerðist á síðustu leiktíð var einstakt. Skortur á þakklæti eigendanna er ótrúlegur en við munum aldrei gleyma síðasta tímabili.“Mourinho sýndi stuðning Jose Mourinho, stjóri Man. Utd, er nú ekki mjög virkur á samfélagsmiðlum en hann skellti sér á Instagram. Henti þar inn mynd af sér og Ranieri. Sagði þar að svona væri nútímafótbolti og Ranieri mætti ekki hætta að brosa. Það væri ekki hægt að þurrka út hans einstaka árangur. Mourinho þekkir stöðuna en hann var rekinn frá Chelsea á miðju tímabili eftir að hafa gert liðið að meisturum árið 2014. Það sem vinnur aftur á móti ekki með Ranieri, og styður málstað eigenda Leicester, er sú staðreynd að titilvörn Leicester er sú lélegasta í sögunni. Á sama tíma í fyrra var liðið með 53 stig á toppnum en í dag er liðið með aðeins 21 stig. Liðið var þá búið að tapa þremur leikjum en töpin eru fjórtán í dag. Staða liðsins er viðkvæm og hættuleg. Eðlilega vill ekkert félag falla en þrátt fyrir fallhlífagreiðslur er tekjutapið mikið í næstu deild fyrir neðan. Það er þess utan ekkert grín að komast aftur upp. Í nútímafótbolta er ekkert pláss fyrir tilfinningar og árangur síðasta tímabils gefur ekkert nokkrum mánuðum síðar. Ekki einu sinni þó svo þú sért stjórnandi mestu Öskubuskusögu knattspyrnusögunnar. Hollusta við þjálfarann virðist einnig vera á undanhaldi ef mið er tekið af þessari atburðarrás.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Fleiri fréttir Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Sjá meira