Lögreglan í Cheshire staðfesti nú í hádeginu að hún væri búin að kæra Wayne Rooney, framherja Everton, fyrir ölvunarakstur.
Rooney var handtekinn í nótt grunaður um ölvun við akstur og fékk að gista fangageymslur fram á morgun.
Honum hefur nú verið sleppt en þarf að mæta þegar réttað verður yfir honum þann 18. september næstkomandi.
Rooney var ekki fjarri heimili sínu er hann var stöðvaður af lögreglu. Hann hafði verið að gera sér glaðan dag og tók þá vondu ákvörðun að keyra síðan heim.
Rooney kærður fyrir ölvunarakstur

Tengdar fréttir

Fullyrt að Rooney hafi verið handtekinn vegna ölvunaraksturs
Wayne Rooney mun hafa verið stöðvaður af lögreglu skammt frá heimili sínu í nótt.