„Við höfum búist við hryðjuverki“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. janúar 2017 19:00 Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. Reina næturklúbburinn er við bakka Bosphorus sundsins í Istanbúl. Staðurinn er vinsæll meðal heimamanna og ferðamanna. Hann er reglulegur áningarstaður frægs fólks, listamanna og íþróttastjarna. Um það bil 600 manns eru taldir hafa verið á staðnum eftir miðnætti á gamlárskvöld þegar maður hóf þar skothríð í nótt klukkan korter í tvö að staðartíma. Byssumaðurinn komst inn á staðinn vopnaður eftir að hann skaut lögreglumann til bana við innganginn. Tyrkneska dagblaðið Hürriyet hefur eftir eiganda Reina næturklúbbsins að árásarmaðurinn hafi borið Kalashnikov hríðskotariffla í fleirtölu. Þetta styður frásagnir sjónarvotta að maðurinn hafi verið þungvopnaður þegar hann réðst inn á staðinn. Margir gestir leituðu sér skjóls með því að kata sér út í sjóinn, þ.e. Bosphorus sundið eftir að skothríðin hófst. 39 eru staðfest látnir eftir árásina. Búið væri að bera kennsl á 35 hinna látnu og af þeim eru 24 erlendir ríkisborgarar, að öllum líkindum ferðamenn. Þá eru 69 á spítala, þar af fjórir í lífshættu.Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum.Fólki sagt að forðast mannfjölda Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum. „Ég get ekki sagt að ég sé í áfalli, Þorbjörn. Þetta er viðurstyggilegt hryðjuverk en við höfum búist við hryðjuverki. Öryggisstigið hefur verið hækkað. Tilkynningar bárust frá sendiráðum erlendra ríkja í Istanbúl, t.d. frá sendiráði Bandaríkjanna. Þau tilkynntu sínum borgurum um yfirvofandi árás á gamlárskvöld. Auðvitað fengu sendiráðin þessar upplýsingar frá tyrkneskum yfirvöldum. En tyrknesk yfirvöld gáfu ekki út tilkynningar til tyrkneskra borgara. En sendiráðin gáfu út upplýsingar. Þeim var svo aðallega dreift á samfélagsmiðlum. Fólk hafði samband sín á milli um að forðast mannfjölda á gamlárskvöld,“ segir Güneş í samtali við fréttastofu. Allir hinna látnu eru með skotsár eftir Kalashiknov árásarriffil. Árásarmannsins er leitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki henni eða í hvaða tilgangi hún var gerð. Alls hafa 415 manns látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Sex árásanna voru í Istanbúl þar sem 152 létust, fjórar í Ankara þar sem fórnarlömbin voru 166, ein í Gaziantep, ein í Suruc og þrjár í Diyarbakir. Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira
Tyrkir voru að búa sig undir hryðjuverk og á samfélagsmiðlum hafði fólk verið hvatt að halda sig fjarri samkomum þar sem mannfjöldi myndi safnast saman ef ske kynni að hryðjuverkamenn myndu láta til skarar skríða. Þetta segir tyrkneskur blaðamaður sem býr rétt hjá Reina næturklúbbnum þar sem árásin var gerð í nótt. Reina næturklúbburinn er við bakka Bosphorus sundsins í Istanbúl. Staðurinn er vinsæll meðal heimamanna og ferðamanna. Hann er reglulegur áningarstaður frægs fólks, listamanna og íþróttastjarna. Um það bil 600 manns eru taldir hafa verið á staðnum eftir miðnætti á gamlárskvöld þegar maður hóf þar skothríð í nótt klukkan korter í tvö að staðartíma. Byssumaðurinn komst inn á staðinn vopnaður eftir að hann skaut lögreglumann til bana við innganginn. Tyrkneska dagblaðið Hürriyet hefur eftir eiganda Reina næturklúbbsins að árásarmaðurinn hafi borið Kalashnikov hríðskotariffla í fleirtölu. Þetta styður frásagnir sjónarvotta að maðurinn hafi verið þungvopnaður þegar hann réðst inn á staðinn. Margir gestir leituðu sér skjóls með því að kata sér út í sjóinn, þ.e. Bosphorus sundið eftir að skothríðin hófst. 39 eru staðfest látnir eftir árásina. Búið væri að bera kennsl á 35 hinna látnu og af þeim eru 24 erlendir ríkisborgarar, að öllum líkindum ferðamenn. Þá eru 69 á spítala, þar af fjórir í lífshættu.Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum.Fólki sagt að forðast mannfjölda Erdem Arda Güneş blaðamaður er búsettur aðeins kílómetra frá Reina skemmtistaðnum og hefur hann oft farið á staðinn með vinum. „Ég get ekki sagt að ég sé í áfalli, Þorbjörn. Þetta er viðurstyggilegt hryðjuverk en við höfum búist við hryðjuverki. Öryggisstigið hefur verið hækkað. Tilkynningar bárust frá sendiráðum erlendra ríkja í Istanbúl, t.d. frá sendiráði Bandaríkjanna. Þau tilkynntu sínum borgurum um yfirvofandi árás á gamlárskvöld. Auðvitað fengu sendiráðin þessar upplýsingar frá tyrkneskum yfirvöldum. En tyrknesk yfirvöld gáfu ekki út tilkynningar til tyrkneskra borgara. En sendiráðin gáfu út upplýsingar. Þeim var svo aðallega dreift á samfélagsmiðlum. Fólk hafði samband sín á milli um að forðast mannfjölda á gamlárskvöld,“ segir Güneş í samtali við fréttastofu. Allir hinna látnu eru með skotsár eftir Kalashiknov árásarriffil. Árásarmannsins er leitað. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni og ekki liggur fyrir hverjir stóðu að baki henni eða í hvaða tilgangi hún var gerð. Alls hafa 415 manns látist í Tyrklandi í fimmtán aðskildum hryðjuverkaárásum frá júní 2015. Sex árásanna voru í Istanbúl þar sem 152 létust, fjórar í Ankara þar sem fórnarlömbin voru 166, ein í Gaziantep, ein í Suruc og þrjár í Diyarbakir.
Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Fleiri fréttir Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Sjá meira