Þrumusnjókoma herjar á Bretlandseyjar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. janúar 2017 19:02 Snjóstormurinn gengur nú yfir allar Bretlandseyjar og hafa íbúar verið fluttir á brott sumsstaðar vegna flóðahættu. Vísir/Getty Mikill hríðarbylur gengur nú yfir Bretlandseyjar og hefur snjóað víðast hvar þar í landi, meðal annars í höfuðborginni London. Fjöldi flugferða hefur verið aflýst eða seinkað sökum þessa og íbúar við strendur í austurhluta landsins yfirgáfu sumir hverjir heimili sín vegna hættu á flóðum. Veðurfræðingar höfðu í dag varað fólk við veðrinu en stórhríðin sem gengur yfir eyjarnar í nótt ber heitið „thundersnow“ eða „þrumusnjókoma“ en það þýðir einfaldlega að um er að ræða þrumur og eldingar í bland við mikla snjókomu. Veðurfyrirbrigðið er afar sjaldgæft og hefur myllumerkið #thundersnow þar sem Bretar ræða fyrirbrigðið orðið mjög vinsælt á samfélagsmiðlum. Umhverfisstofnun Bretlands hefur gefið út flóðaviðvörun til íbúa í bæjum við strandlengjuna en yfirvöld hafa sent hundrað hermenn til austurhluta landsins sem er mjög láglendur til að aðstoða við flutning þrjú þúsund íbúa sem þar búa en yfirgnæfandi líkur eru taldar á mannskæðum flóðum í þeim hluta landsins í nótt og fyrri hluta morgundagsins. Veðrið hefur haft mikil áhrif víðast hvar en fimmtán grunnskólum var lokað í Skotlandi í dag vegna snjókomunnar og öllum flugferðum hefur verið aflýst eða seinkað á flugvöllunum Gatwick og Heathrow í London. Búist er við að snjódýpt geti orðið allt að 10 til 20 sentímetra í borginni eftir storminn í nótt. Íbúum borgarinnar er ráðlagt að halda sig innandyra í nótt á meðan bylurinn gengur yfir. #thundersnow Tweets #snow in London (Croydon) pic.twitter.com/AKaaqPEc1e— kendoddsdad (@Caiger08) January 12, 2017 Our flood map is updated every 15 minutes. Stay #floodaware. Check your risk & sign up for warnings: https://t.co/XxnHZpsv7U #weatheraware pic.twitter.com/TPZCtVK6v1— Environment Agency (@EnvAgency) January 11, 2017 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Mikill hríðarbylur gengur nú yfir Bretlandseyjar og hefur snjóað víðast hvar þar í landi, meðal annars í höfuðborginni London. Fjöldi flugferða hefur verið aflýst eða seinkað sökum þessa og íbúar við strendur í austurhluta landsins yfirgáfu sumir hverjir heimili sín vegna hættu á flóðum. Veðurfræðingar höfðu í dag varað fólk við veðrinu en stórhríðin sem gengur yfir eyjarnar í nótt ber heitið „thundersnow“ eða „þrumusnjókoma“ en það þýðir einfaldlega að um er að ræða þrumur og eldingar í bland við mikla snjókomu. Veðurfyrirbrigðið er afar sjaldgæft og hefur myllumerkið #thundersnow þar sem Bretar ræða fyrirbrigðið orðið mjög vinsælt á samfélagsmiðlum. Umhverfisstofnun Bretlands hefur gefið út flóðaviðvörun til íbúa í bæjum við strandlengjuna en yfirvöld hafa sent hundrað hermenn til austurhluta landsins sem er mjög láglendur til að aðstoða við flutning þrjú þúsund íbúa sem þar búa en yfirgnæfandi líkur eru taldar á mannskæðum flóðum í þeim hluta landsins í nótt og fyrri hluta morgundagsins. Veðrið hefur haft mikil áhrif víðast hvar en fimmtán grunnskólum var lokað í Skotlandi í dag vegna snjókomunnar og öllum flugferðum hefur verið aflýst eða seinkað á flugvöllunum Gatwick og Heathrow í London. Búist er við að snjódýpt geti orðið allt að 10 til 20 sentímetra í borginni eftir storminn í nótt. Íbúum borgarinnar er ráðlagt að halda sig innandyra í nótt á meðan bylurinn gengur yfir. #thundersnow Tweets #snow in London (Croydon) pic.twitter.com/AKaaqPEc1e— kendoddsdad (@Caiger08) January 12, 2017 Our flood map is updated every 15 minutes. Stay #floodaware. Check your risk & sign up for warnings: https://t.co/XxnHZpsv7U #weatheraware pic.twitter.com/TPZCtVK6v1— Environment Agency (@EnvAgency) January 11, 2017
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira