Óeðlilegt að fólk komist upp með dýraníð með því að flýja land Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2017 20:41 Atvikið átti sér stað skammt frá bænum Núpi í Berufirði, en bæinn má sjá hægra megin á þessari mynd. Óeðlilegt er að meintir dýraníðingar í Breiðdal hafi komist upp með brotið með því að einfaldlega fara úr landi, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Taka þurfi mál sem þessi mun fastari tökum. „Það sem mér finnst fyrst og fremst sérstakt við þetta mál er að það er hægt að koma hingað til lands og leika sér að því að murka lífið úr dýrum, og ef það kemst upp um mann þá þarf maður bara að drífa sig úr landi. Þá kemst maður upp með það,“ segir hún, en Hallgerður var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það er hætta á því að framið hafi verið alvarlegt brot þá eiga menn ekkert að komast upp með það með það að falla á milli stafs og hurðar í stjórnsýslunni.“Misþyrmdu lambinu og skáru af því hausinnGreint var frá því í dag að Matvælastofnun hefði gefið út kæru á hendur átta erlendum ferðamönnum sem grunaðir eru um að hafa drepið lamb í Breiðdal í byrjun mánaðar. Þeir eru grunaðir um að hafa misþyrmt lambinu illa með því að skera af því hausinn, en lambið var einnig rifbeinsbrotið. Lögreglan tók málið í sínar hendur í framhaldinu og sektaði mennina um samtals 120 þúsund krónur fyrir eignaspjöll. Dýraverndunarsambandið fór fram á að MAST færi með rannsókn málsins – sem stofnunin svo og gerði. Hallgerður segir óeðlilegt að benda hafi þurft á að Matvælastofnun færi með dýraníðsmál, ekki lögregla. „Þetta mál lýsir ákveðnum ókunnugleika í garð svona mála því við létum Matvælastofnun vita af þessu. Þegar við höfðum samband þangað þá vissu þau ekki af þessu, þau töldu að lögregla ætti að tilkynna þetta til þeirra.“ Hallgerður segir nauðsynlegt að líta þessi mál alvarlegri augum. „Við eigum að leggja meiri áherslu á alvarleika þessara brota. Nú er það þannig í Bandaríkjunum að FBI er búið að skilgreina dýraníð í hæsta stig afbrota vegna þess að þetta tengist svo mörgum öðrum glæpum. Við erum enn dálítið að umgangast þetta bara eins og það sé verið að skemma eigur eða með einhver læti,“ segir Hallgerður. Bregðast þurfi skjótar við. „Það er verið að drepa ketti með frostlegi hér, bæði á Suðurnesjum og í Hveragerði, og það er bara fórnað höndum og sagt úbbs og æjj. Þetta bara gengur ekki.“ Tengdar fréttir Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30 Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21 Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Óeðlilegt er að meintir dýraníðingar í Breiðdal hafi komist upp með brotið með því að einfaldlega fara úr landi, segir Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndunarsambands Íslands. Taka þurfi mál sem þessi mun fastari tökum. „Það sem mér finnst fyrst og fremst sérstakt við þetta mál er að það er hægt að koma hingað til lands og leika sér að því að murka lífið úr dýrum, og ef það kemst upp um mann þá þarf maður bara að drífa sig úr landi. Þá kemst maður upp með það,“ segir hún, en Hallgerður var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Ef það er hætta á því að framið hafi verið alvarlegt brot þá eiga menn ekkert að komast upp með það með það að falla á milli stafs og hurðar í stjórnsýslunni.“Misþyrmdu lambinu og skáru af því hausinnGreint var frá því í dag að Matvælastofnun hefði gefið út kæru á hendur átta erlendum ferðamönnum sem grunaðir eru um að hafa drepið lamb í Breiðdal í byrjun mánaðar. Þeir eru grunaðir um að hafa misþyrmt lambinu illa með því að skera af því hausinn, en lambið var einnig rifbeinsbrotið. Lögreglan tók málið í sínar hendur í framhaldinu og sektaði mennina um samtals 120 þúsund krónur fyrir eignaspjöll. Dýraverndunarsambandið fór fram á að MAST færi með rannsókn málsins – sem stofnunin svo og gerði. Hallgerður segir óeðlilegt að benda hafi þurft á að Matvælastofnun færi með dýraníðsmál, ekki lögregla. „Þetta mál lýsir ákveðnum ókunnugleika í garð svona mála því við létum Matvælastofnun vita af þessu. Þegar við höfðum samband þangað þá vissu þau ekki af þessu, þau töldu að lögregla ætti að tilkynna þetta til þeirra.“ Hallgerður segir nauðsynlegt að líta þessi mál alvarlegri augum. „Við eigum að leggja meiri áherslu á alvarleika þessara brota. Nú er það þannig í Bandaríkjunum að FBI er búið að skilgreina dýraníð í hæsta stig afbrota vegna þess að þetta tengist svo mörgum öðrum glæpum. Við erum enn dálítið að umgangast þetta bara eins og það sé verið að skemma eigur eða með einhver læti,“ segir Hallgerður. Bregðast þurfi skjótar við. „Það er verið að drepa ketti með frostlegi hér, bæði á Suðurnesjum og í Hveragerði, og það er bara fórnað höndum og sagt úbbs og æjj. Þetta bara gengur ekki.“
Tengdar fréttir Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30 Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21 Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. 4. júlí 2017 11:30
Lambsdrápararnir ekki á vegum Kúkú Campers Kúkú Campers neyddust til að breyta texta á heimasíðu sinni. 4. júlí 2017 15:21
Misþyrmdu lambinu áður en þeir skáru af því hausinn Matvælastofnun hefur kært lambsdrápið í Breiðdalnum. 19. júlí 2017 14:09