Ferðamennirnir gætu átt yfir höfði sér frekari sekt vegna lambsdrápsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. júlí 2017 11:30 Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Myndin er úr safni. vísir/pjetur Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. Stofnunin mun í framhaldinu taka afstöðu til málsins en mennirnir átta sem slátruðu lambinu gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslu upp á allt að eina milljón króna.Fannst dautt í poka Um er að ræða átta erlenda ferðamenn sem voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að hafa elt lambið uppi og aflífað það með því að skera það á háls. Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Lögreglan á Austurlandi sektaði mennina um 120 þúsund krónur fyrir brot á eignaspjöllum. Dýraverndunarsamband Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vinnubrögð lögreglu í málinu væru gagnrýniverð enda hefði MAST átt að hafa yfirumsjón með málinu, og sendu stofnuninni formlegt erindi þess efnis.Alvarlegt mál Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin líti málið alvarlegum augum og að búið sé að óska eftir öllum málsgögnum. „Við fengum enga tilkynningu um málið frá lögreglu en þetta gerðist á þeim tímapunkti sólarhrings sem Matvælastofnun er ekki opin. Það er vissulega bagalegt að það skuli ekki vera bakvakt hjá MAST, bæði ef það koma upp alvarlegir smitsjúkdómar eða brot á dýravelferðarlögum, eins og þetta. En þetta er staðan eins og er,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þeir gætu, lögum samkvæmt, átt von á kæru eða frekari sektargreiðslu í framhaldinu. „Heildarramminn í lögunum er frá tíu þúsund krónum að einni milljón,“ segir hún. „Þetta er hræðilegt mál og samkvæmt íslenskum lögum er alfarið bannað að slátra dýrum án deyfingar. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum.“ Tengdar fréttir Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30 Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Matvælastofnun hefur óskað eftir gögnum frá lögreglu um lambsdrápið á Austurlandi á sunnudagskvöld. Stofnunin mun í framhaldinu taka afstöðu til málsins en mennirnir átta sem slátruðu lambinu gætu átt yfir höfði sér sektargreiðslu upp á allt að eina milljón króna.Fannst dautt í poka Um er að ræða átta erlenda ferðamenn sem voru handteknir við Breiðdalsvík eftir að hafa elt lambið uppi og aflífað það með því að skera það á háls. Lambið fannst dautt í poka í húsbíl ferðamannanna. Lögreglan á Austurlandi sektaði mennina um 120 þúsund krónur fyrir brot á eignaspjöllum. Dýraverndunarsamband Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að vinnubrögð lögreglu í málinu væru gagnrýniverð enda hefði MAST átt að hafa yfirumsjón með málinu, og sendu stofnuninni formlegt erindi þess efnis.Alvarlegt mál Þóra J. Jónasdóttir, dýralæknir dýravelferðar hjá Matvælastofnun, segir að stofnunin líti málið alvarlegum augum og að búið sé að óska eftir öllum málsgögnum. „Við fengum enga tilkynningu um málið frá lögreglu en þetta gerðist á þeim tímapunkti sólarhrings sem Matvælastofnun er ekki opin. Það er vissulega bagalegt að það skuli ekki vera bakvakt hjá MAST, bæði ef það koma upp alvarlegir smitsjúkdómar eða brot á dýravelferðarlögum, eins og þetta. En þetta er staðan eins og er,“ segir Þóra í samtali við Vísi. Þeir gætu, lögum samkvæmt, átt von á kæru eða frekari sektargreiðslu í framhaldinu. „Heildarramminn í lögunum er frá tíu þúsund krónum að einni milljón,“ segir hún. „Þetta er hræðilegt mál og samkvæmt íslenskum lögum er alfarið bannað að slátra dýrum án deyfingar. Við lítum þetta mjög alvarlegum augum.“
Tengdar fréttir Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30 Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Gagnrýnivert að ferðamennirnir hafi sloppið með lögreglusekt Dýraverndunarsamband Íslands gagnrýnir það að ferðamennirnir átta, sem handteknir voru fyrir að hafa drepið lamb í gærkvöldi, hafi sloppið með lögreglusekt. 3. júlí 2017 19:30
Erlendir ferðamenn aflífuðu lamb í Breiðdal með því að skera það á háls Gáfu lögreglunni þær skýringar á framferði sínu að lambið hefði verið slasað og að þeir hafi aflífað það til að lina þjáningar þess. 3. júlí 2017 10:55