Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 16:38 Donald Trump gæti hafa komið sér í klandur með bráðlæti á samskiptamiðlum. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti lá ekki á skoðunum sínum um dómstóla, sitt eigið dómsmálaráðuneyti og meðferð þeirra á fyrirhuguðu ferðabanni hans gegn borgurum sex múslimalanda í röð tísta sem hann sendi frá sér í morgun. Líklegt er talið að ummæli Trump komi til með að hafa áhrif á meðferð ferðabannsins fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Tilskipanir Trump um ferðabann af þessu tagi hefur í tvígang verið hafnað af bandarískum alríkisdómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka það fyrir á næstunni. Embættismenn stjórnar Trump hafa fram að þessu lagt sig í líma við að kalla aðgerðina ekki bann. „Fólk, lögfræðingarnir og dómstólarnir geta kallað það hvað sem þeir vilja en ég kalla það það sem við þurfum og það sem það er, FERÐABANN!“ básúnaði Trump á Twitter þvert á anda þeirra skilaboð sem stjórn hans hefur reynt að senda út.People, the lawyers and the courts can call it whatever they want, but I am calling it what we need and what it is, a TRAVEL BAN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Í kjölfarið fylgdu tíst þar sem hann gagnrýndi sitt eigið dómsmálaráðuneyti fyrir að hafa lagt fram útþynnt og „pólitískt rétthugsandi“ ferðabann eftir að upphaflegu banni hans var hafnað af dómstólum í febrúar, þrátt fyrir að það hafi verið hann sjálfur sem skrifaði undir tilskipunina um seinni útgáfuna af ferðabanninu.The Justice Dept. should have stayed with the original Travel Ban, not the watered down, politically correct version they submitted to S.C.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Ummæli Trump voru grundvöllur lögbanns á ferðabanniðBandaríska dagblaðið Washington Post fullyrðir að nær öruggt sé að andstæðingar ferðabannsins muni leggja tíst Trump fram sem gögn í málinu fyrir hæstarétti. Stjórn Trump áfrýjaði málinu til hæstaréttarins til að fá lögbanni á ferðabannið aflétt. Alríkisdómstóllinn sem felldi seinna ferðabann Trump úr gildi vísaði sérstaklega til tísta forsetans og viðtala í fjölmiðlum í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni. Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig þegar blaðið leitaði viðbragða við tístum forsetans. Tengdar fréttir Lögbann sett á nýtt ferðabann Trump Alríkisdómari í Hawaii hefur sett tímabundið lögbann á nýtt ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseta sem taka átti gildi eftir nokkra klukkutíma. 15. mars 2017 23:33 Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá. 8. febrúar 2017 23:06 Óttast slæm áhrif Trump á straum ferðamanna til Bandaríkjanna Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að orðræða og stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta verði til þess að ferðamenn veigri sér við að ferðast til Bandaríkjanna. 14. mars 2017 14:41 Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00 Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15 Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans „Skoðun þessa svokallaðs dómara er fáránleg og verður snúið.“ 5. febrúar 2017 09:07 Ferðabann Trumps ekki samþykkt Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að tilskipun Trumps um ferðabann sem meinar íbúum sex múslimalanda inngöngu inn í Bandaríkin, muni ekki taka gildi. Með því staðfestir dómstólinn ákvörðun neðra dómstigs í Maryland. 25. maí 2017 23:11 100 þúsund vegabréfsáritanir afturkallaðar vegna tilskipunar Trump Þetta kom fram í dómsal í Alexandria í Virginíu fyrr í dag. 3. febrúar 2017 17:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lá ekki á skoðunum sínum um dómstóla, sitt eigið dómsmálaráðuneyti og meðferð þeirra á fyrirhuguðu ferðabanni hans gegn borgurum sex múslimalanda í röð tísta sem hann sendi frá sér í morgun. Líklegt er talið að ummæli Trump komi til með að hafa áhrif á meðferð ferðabannsins fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Tilskipanir Trump um ferðabann af þessu tagi hefur í tvígang verið hafnað af bandarískum alríkisdómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka það fyrir á næstunni. Embættismenn stjórnar Trump hafa fram að þessu lagt sig í líma við að kalla aðgerðina ekki bann. „Fólk, lögfræðingarnir og dómstólarnir geta kallað það hvað sem þeir vilja en ég kalla það það sem við þurfum og það sem það er, FERÐABANN!“ básúnaði Trump á Twitter þvert á anda þeirra skilaboð sem stjórn hans hefur reynt að senda út.People, the lawyers and the courts can call it whatever they want, but I am calling it what we need and what it is, a TRAVEL BAN!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Í kjölfarið fylgdu tíst þar sem hann gagnrýndi sitt eigið dómsmálaráðuneyti fyrir að hafa lagt fram útþynnt og „pólitískt rétthugsandi“ ferðabann eftir að upphaflegu banni hans var hafnað af dómstólum í febrúar, þrátt fyrir að það hafi verið hann sjálfur sem skrifaði undir tilskipunina um seinni útgáfuna af ferðabanninu.The Justice Dept. should have stayed with the original Travel Ban, not the watered down, politically correct version they submitted to S.C.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017 Ummæli Trump voru grundvöllur lögbanns á ferðabanniðBandaríska dagblaðið Washington Post fullyrðir að nær öruggt sé að andstæðingar ferðabannsins muni leggja tíst Trump fram sem gögn í málinu fyrir hæstarétti. Stjórn Trump áfrýjaði málinu til hæstaréttarins til að fá lögbanni á ferðabannið aflétt. Alríkisdómstóllinn sem felldi seinna ferðabann Trump úr gildi vísaði sérstaklega til tísta forsetans og viðtala í fjölmiðlum í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni. Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig þegar blaðið leitaði viðbragða við tístum forsetans.
Tengdar fréttir Lögbann sett á nýtt ferðabann Trump Alríkisdómari í Hawaii hefur sett tímabundið lögbann á nýtt ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseta sem taka átti gildi eftir nokkra klukkutíma. 15. mars 2017 23:33 Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá. 8. febrúar 2017 23:06 Óttast slæm áhrif Trump á straum ferðamanna til Bandaríkjanna Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að orðræða og stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta verði til þess að ferðamenn veigri sér við að ferðast til Bandaríkjanna. 14. mars 2017 14:41 Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00 Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15 Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17 Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans „Skoðun þessa svokallaðs dómara er fáránleg og verður snúið.“ 5. febrúar 2017 09:07 Ferðabann Trumps ekki samþykkt Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að tilskipun Trumps um ferðabann sem meinar íbúum sex múslimalanda inngöngu inn í Bandaríkin, muni ekki taka gildi. Með því staðfestir dómstólinn ákvörðun neðra dómstigs í Maryland. 25. maí 2017 23:11 100 þúsund vegabréfsáritanir afturkallaðar vegna tilskipunar Trump Þetta kom fram í dómsal í Alexandria í Virginíu fyrr í dag. 3. febrúar 2017 17:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Lögbann sett á nýtt ferðabann Trump Alríkisdómari í Hawaii hefur sett tímabundið lögbann á nýtt ferðabann Donald Trump Bandaríkjaforseta sem taka átti gildi eftir nokkra klukkutíma. 15. mars 2017 23:33
Dómaraefnið ósátt við tíst Trump um dómskerfið Neil Gorsuch, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt sem dómara við við Hæstarétt Bandaríkjanna er ósáttur við tíst forsetans um dómskerfi Bandaríkjanna. CNN greinir frá. 8. febrúar 2017 23:06
Óttast slæm áhrif Trump á straum ferðamanna til Bandaríkjanna Ferðaþjónustufyrirtæki óttast að orðræða og stefna Donald Trump Bandaríkjaforseta verði til þess að ferðamenn veigri sér við að ferðast til Bandaríkjanna. 14. mars 2017 14:41
Trump með nýtt bann en án Íraka Íbúum sex ríkja verður eftir sem áður bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu níutíu dagana. 7. mars 2017 07:00
Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36
Trump hneykslaður á umfjöllun dómstóla um ferðabannið og segir þá „svo pólítíska“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er hneykslaður á þeim tíma sem áfrýjunardómstóllinn í San Francisco í Bandaríkjunum hefur tekið sér til þess að fjalla um umdeilt ferðabann forsetans. 8. febrúar 2017 22:15
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42
Trump æfur eftir lögbann alríkisdómara á innflytjendabann Donald Trump, forseti Bandaríkjanna er æfur vegna ákvörðunar alríkisdómara þar í landi um að setja lögbann á umdeilt innflytjendabann ríkisstjórnar Trump. 4. febrúar 2017 16:17
Trump áfrýjar bráðabirgðabanni á tilskipun hans „Skoðun þessa svokallaðs dómara er fáránleg og verður snúið.“ 5. febrúar 2017 09:07
Ferðabann Trumps ekki samþykkt Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að tilskipun Trumps um ferðabann sem meinar íbúum sex múslimalanda inngöngu inn í Bandaríkin, muni ekki taka gildi. Með því staðfestir dómstólinn ákvörðun neðra dómstigs í Maryland. 25. maí 2017 23:11
100 þúsund vegabréfsáritanir afturkallaðar vegna tilskipunar Trump Þetta kom fram í dómsal í Alexandria í Virginíu fyrr í dag. 3. febrúar 2017 17:31