Erlent

100 þúsund vegabréfsáritanir afturkallaðar vegna tilskipunar Trump

atli ísleifsson skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/AFP
Bandarísk yfirvöld hafa afturkallað rúmlega 100 þúsund vegabréfsáritanir vegna tilskipunar Donald Trump Bandaríkjaforseta um ferðabann ríkisborgara sjö ríkja í Mið-Austurlöndum og Afríku til Bandaríkjanna.

Washington Post segir frá því að lögfræðingur á vegum bandarískra yfirvalda hafi greint frá þessu fyrir dómi í Alexandriu í Virginíu-ríki í dag.

Lögmenn tveggja jemenskra bræðra, sem höfðu verið sendir aftur frá Dulles-flugvellinum í Washington til Eþíópíu vegna tilskipunar forsetans, ráku málið fyrir dómi.

Samkvæmt tilskipun forsetans munu Bandaríkin ekki taka á móti flóttamönnum í fjóra mánuði, en blátt bann er gegn komu flóttamanna frá Sýrlandi. Þá mega aðilar frá Írak, Sýrlandi, Íran, Súdan, Líbýu, Sómalíu og Jemen ekki koma til Bandaríkjanna um tíma.

Uppfært 19:33:

Í frétt VG er vísað í yfirlýsingu bandaríska utanríkisráðuneytisins þar sem kemur fram að rétt tala sé nær 60 þúsundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×