Tilskipanir Trump um ferðabann af þessu tagi hefur í tvígang verið hafnað af bandarískum alríkisdómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka það fyrir á næstunni. Embættismenn stjórnar Trump hafa fram að þessu lagt sig í líma við að kalla aðgerðina ekki bann.
„Fólk, lögfræðingarnir og dómstólarnir geta kallað það hvað sem þeir vilja en ég kalla það það sem við þurfum og það sem það er, FERÐABANN!“ básúnaði Trump á Twitter þvert á anda þeirra skilaboð sem stjórn hans hefur reynt að senda út.
People, the lawyers and the courts can call it whatever they want, but I am calling it what we need and what it is, a TRAVEL BAN!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017
The Justice Dept. should have stayed with the original Travel Ban, not the watered down, politically correct version they submitted to S.C.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 5, 2017
Bandaríska dagblaðið Washington Post fullyrðir að nær öruggt sé að andstæðingar ferðabannsins muni leggja tíst Trump fram sem gögn í málinu fyrir hæstarétti. Stjórn Trump áfrýjaði málinu til hæstaréttarins til að fá lögbanni á ferðabannið aflétt.
Alríkisdómstóllinn sem felldi seinna ferðabann Trump úr gildi vísaði sérstaklega til tísta forsetans og viðtala í fjölmiðlum í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni.
Talsmaður bandaríska dómsmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig þegar blaðið leitaði viðbragða við tístum forsetans.